FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 38

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 38
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG hf. endurskoðandi hjá endurskoðun ehf. Hörður Sigurjón Bjarnason, endurskoðandi hjá Deloitte hf. Erík Ingvar Bjarnason, endurskoðandi hjá Pricewaterhouse Coopers hf. Viðhorf yngri félagsmanna Kynningarnefnd Félags löggiltra endurskoðanda fékk til liðs við sig nokkra félagsmenn, sem hafa lokið löggildingu á undanförnum árum, til að svara örfáum spurningum um starfsitt og áhugamál. Hvers vegna varð þessi starfsvettvangur fyrir valinu ? Hjördís: Ég valdi í raun bara námið út frá þeim fögum sem ég hafði mestan áhuga á í grunnskóla, svo var ég með frábæran kennara í Háskólanum, hann Stefán Svavarsson sem jók á áhugann. Foreldrar mínir eru báðir viðskiptafræðingar með cand.oecon gráðu og það hefur auðvitað haft áhrif. Davíð: í mínu tilviki, má segja að ég hafi fyrir tilviljun byrjað að starfa í þessum geira. Þannig er mál með vexti að eftir fyrsta árið mitt í HÍ þá bauðst mér starf á endurskoðunarskrifstofu og ég tók því boði. Ég fann mig mjög vel í starfinu og breytti því námsleiðinni minni úr fjármálum yfir í endurskoðun og þá var ekki aftur snúið. Hörður: Það var engin sérstök ástæða, ætli það hafi ekki bara alltaf blundað lítið bókhaldsnörd í mér. Erik: Áhuginn kviknaði þegar ég tók áfanga í reikningsskilum í framhaldsskóla. Það varð til þess að ég ákvað að loknu stúdentsprófi að fara í viðskiptafræði í Háskóla íslands með áherslu á reikningshald og endurskoðun. Er starfið að standa undir væntingum þínum og sérðu þig starfa í þessu fagi í framtíðinni? Hjördís: Ég hef mjög gaman af starfinu mínu og mér finnst það vera virkilega fjölbreytilegt. Ég sé fyrir mér að ég starfi við þetta í framtíðinni. Davíð: Starfið stendur svo sannarlega undir öllum mínum væntingum og ég get ekki séð mig starfa í öðru fagi í dag. Fjölbreytileikinn í faginu gerir það að verkum að maður er stöðugt að læra eitthvað nýtt og spennandi en það er að mínu mati stór hluti þess að ég sé mig ekki starfa í öðru fagi í framtíðinni. Hörður: Ég hafði reyndar engar sérstakar væntingar þegar ég byrjaði að vinna við þetta. Hinsvegar þá kom það mér á óvart þegar ég hóf að vinna við endurskoðun hversu fjölbreytt starfið getur verið. Varðandi framtíðina þá er ekkert á dagskránni á næstunni heldur en að starfa áfram á þessum vettvangi. Erik: Starfið hefur staðið undir væntingum. í raun er það mun fjölbreyttara en ég hafði gert ráð fyrir. Þrátt fyrir hina hefðbundnu árstíðarsveiflur í starfinu eru líka alltaf önnur sérverkefni sem brjóta það upp. Starfið er líka krefjandi og maður er alltaf að takast á við eitthvað nýtt. Ég sé fyrir mér að starfa áfram í þessu fagi í framtíðinni. Hverjir eru helstu kostir og gallar starfsumhverfisins (vinnutími, álag, samræming vinnu og einkalífs, sveigjanleiki, vinnuaðstaða, vinnumórall )? Hjördís: Það er gott að vinna hjá KPMG og mér finnst mórallinn vera góður. Ég er ótrúlega heppin með það að eiga skemmtilega samstarfsfélaga enda hefur það heilmikið að segja. Það var ekkert mál að koma aftur að vinna eftir fæðingarorlof því ég fékk að byrja í hálfu starfi og svo jók ég við mig í 80%. Ég sé fyrir mér að ég hefði hikað töluvert við það að byrja aftur að vinna ef ég hefði ekki mætt svona miklum skilningi. Einnig er vinnutíminn sveigjanlegur og yfirleitt ekkert mál að fá að skreppa frá ef þörf er á. Davíð: Kostir starfsins: Eru margir og augljóslega fleiri en ókostir, því annars myndi maður ekki starfa í þessum geira. Helsti kostur starfsins að mínu mati er fjölbreytileikinn í starfinu en hann gerir það að verkum að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Einnig má nefna það að maður hefur eignast góða vini og starfsfélaga í gegnum þessi ár í faginu sem ég met mikils. Ókostir: Segja má að álagið sé oft á tíðum mikið og erfitt getur verið að samræma fjölskyldulíf og vinnu, sérstaklega yfir svokallaðar vinnutarnir. 38 • FLE blaðiðjúll2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.