FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 21

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 21
Yfirlit yfir tímaritaútgáfu FLE 1970 Tímarit Félags löggiltra endurskoðenda kom út í fyrsta sinn. 1973 Stjórn félagsins setti á stofn umræðuhópa um fagleg mál sem síðar reyndist vera undanfari tveggja fastanefnda félagsins. Umræðuhóparnir fjölluðu um: 1 Endurskoðun og endurskoðunarvenjur 2 Bókhald og reikningsskil 3 Skattamál. Guðríður Kristófersdóttir, fyrsta konan sem fékk löggildingu 1975 Fyrsta konan fékk löggildingu sem endurskoðandi á Islandi, Guðríður Kristófersdóttir. Tvær konur fengu löggildingu árið 1976 og í framhaldi af því urðu fyrstu konurnar félagsmenn í FLE. Félagið réði sérstakan starfsmann í hlutastarf, en allt starf félagsins hafði fram til þessa verið unnið af félagsmönnum sjálfum. Á aðalfundi var í fyrsta sinn kosið í tvær nýjar fastanefndir á vegum félagsins. Annars vegar endurskoðunarnefnd sem skyldi gera tillögur að leiðbeinandi reglum um framkvæmd endurskoðunar og hins vegar reikningsskilanefnd sem skyldi gera tillögur að leiðbeinandi reglum um gerð ársreikningsins. Þær tillögur nefndanna sem hljóta samþykki % hluta félagsmanna á aðalfundi skulu kynntar sem álit félagsins. 1976 Ný lög um löggilta endurskoðendur nr. 67 voru sett f maí. Þing norrænna endurskoðenda var haldið í Reykjavík í júlí. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið á íslandi og fjölmennasta þing norrænna endurskoðenda sem haldið hafði verið á þeim tíma. Komu til landsins á sjöunda hundrað norrænna gesta, þar af um 300 endurskoðendur. Fimmtíu og fimm íslenskir endurskoðendur sátu þingið. Þingforseti var Halldór V. Sigurðsson, en auk hans voru í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar Bergur Tómasson, Atli Hauksson og Ólafur Nilsson. Tveir félagsmenn voru kjörnir heiðursfélagar félagsins á aðalfundi, Ari Ó Thorlacius og Björn Steffensen. Geir Geirsson undirritar stofnskrá IFAC 1977 Alþjóðasamband endurskoðenda, IFAC (International Federation of Accountants) var stofnað í Munchen. Formaður FLE undirritaði stofnskrá IFAC, en stjórnarfundurfélagsins hafði ákveðið að FLE gerðist aðili að alþjóðasambandinu. Halldór V. Sigurðsson var tilnefndur af hálfu FLE til að gegna formennsku í NRF til tveggja ára og varð þannig annar félagsmaður FLE sem gegndi því embætti. 1978 FLE fréttir komu út í fyrsta sinn. Áður höfðu félagsmenn fengið sendar fréttir og tilkynningar í bréfformi um tveggja ára skeið. Félagið hóf útgáfu á lausblaða handbókum. Skattahandbókin kom fyrst út en síðan fylgdu Handbók FLE (1979), Reikningsskilahandbókin (1980) og Endurskoðunarhandbókin (1982). 1979 Fyrsti staðall FLE „Leiðbeinandi reglur um grundvallaratriði endurskoðunar á ársreikningum hlutafélaga" var samþykktur á framhaldsaðalfundi félagsins. 1980 Félagsmerki var kynnt og samþykkt. Tryggingasjóður löggiltra endurskoðenda (stofnaður 1956) var lagður niður. Inneignir FLE blaðiðjúlí2010 • 21

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.