FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 28

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 28
ég kom til Júgóslavíu, þar sem fólkið, menning og allt umhverfi var ekki ósvipað og "heima" í Frakklandi. Dýrasta hótel sem ég hef gist á, hafði ekki upp á mikið að bjóða. Þetta var í Sarajevo á meðan stríðið geisaði. Stór hluti af Holiday Inn hótelinu var í rúst en ég fékk óskemmt herbergi á fjórðu hæð í álmu sem var minna löskuð. Lyfturnar virkuðu ekki og vatn þurfti ég að bera sjálfur í fötu úr garðslöngukrana sem var leiddur inn í anddyrið. Morgunmatur var gamalt þurrt brauð með smjörlíki og vatnsdjús (eins og efnagerðin Valur framleiddi í gamla daga). "Kaffið” var ódrekkandi. Eitt skipti í Bosníu fylgdi ég eftir fjárframlögum sem flóttamannahjálpin hafði af sjö bókum þar var ein íslensk, sem mér þótti gott hlutfall. Þetta var reyndar einhver "róman" í kiljuútgáfu sem ég entist ekki til að lesa, en ég var verulega kátur að finna þetta. Ég geri ráð fyrir að íslensk hjúkrunarkona frá Rauða Krossinum hafi skilið bókina eftir. Allt var myrkvað á Tamílasvæðunum og bíða varð sólarupprásar til að vinna. í rökkrinu á kvöldin gat ég spjallað við SÞ starfsmennina. Samkvæmt öryggisreglum voru rammgerð niðurgrafin byrgi sem við áttum að hlaupa inní ef sprengjuregn hæfist. í trúnaði var mér sagt að í byrgjunum væru sporðdrekar og snákar, og betra væri að finna annað skjól. Þarna var Sláturtíð hjá Bosníumönnum i Serbíu Á dráttarbát Rauða Krossins við Sri Lanka. veitt tilteknu friðargæsluliði til að aðstoða flóttamenn á svæði sem gæsluliðarnir einir komust um. Óbreyttum hermanni hafði verið skipað að sjá um bókhaldið og hann notaði það tölvuforrit sem hann kunni best á - það var gagnagrunnur til að kortleggja jarðsprengjur, sem nýttist bara bærilega í bókhaldinu. Ég var tvisvar í írak, meðan stríð við íran geisaði, fyrri ferðin var 1987. Maður fann svo sem ekki mikið fyrir stríðsrekstrinum, nema hvað íranar áttu eldflaugar sem drógu til Baghdad. Nákvæmni var víst engin eftir svo langa leið og tilviljun ein réði hvar þær féllu til jarðar. í Baghdad vann ég við Efnahags og þróunarstofnun Vestur Asíu, sem hafði stuttu áður hrökklast frá Beirút vegna hernaðarátaka við ísrael. Starfsmaður þar sagði mér að þeir hefðu verið miklu öruggari í Beirút því þar gátu þeir treyst ísraelum með skothittni á hernaðarlega mikilvæg skotmörk. Ég var á Sri Lanka 1999 og þurfti að ferðast til svæða Tamíla í norðri. Þar var ömurlegt ástand, skortur á öllu og heilu íbúðahverfin í rúst. Ferðir SÞ starfsmanna voru takmarkaðar. Til að komast til Jaffna, höfuðvígis Tamila, fékk ég far með stórum dráttarbát, nokkuð svipuðum og Bretar notuðu í landhelgisstríðinu. Rauði Krossinn gerði út þetta skip sem var með áhöfn frá Filipseyjum. Við þurftum að sigla fyrst beint 50 mílur út frá Trincomalee í norð-austurhlutanum, og síðan í norð-vestur fyrir eyjuna áður en stefnan var tekin beint inn til Jaffna. Ferðin tók um einn og hálfan sólarhring. Um borð var mikið til af myndbandsspólum og flestir horfðu á myndir sér til afþreyingar. Ég skoðaði bókasafn skipsins, og elliheimili sem flóttamannahjálpin studdi, og ég skoðaði. Það var umgirt háum veggjum, en innan þeirra í þessu stríðshrjáða landi var „aldingarðurinn Eden" og himneskur friður. Blóm og runnar og lækjarspræna sem rann um garðinn. Gamla fólkið vann við handavinnu, þeir sem sáu vel lásu fyrir hina og allir voru sælir með sitt. Með Tamílum á Sri Lanka Það gekk yfirleitt vel að vinna með túlkum, en gat líka verið erfitt. Og ég ruglaðist oft þegar ég skoðaði verkefni sem tóku yfir nokkur ár, í löndum sem nota annað tímatal. Mörg múslimaríki nota annað tímatal og þar er nú er árið 1430. í 28 • FLE blaðið júlí2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.