FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 30

FLE blaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 30
notkun fjármuna eftir uppgjöri og bókhaldi úr allskonar kerfum og stundum engum kerfum, en þar komu sór vel kynni mín af plastpokamönnum við Reykjavíkurtjörn. Öll þessi ár skrifaði ég ótal endurskoðunarskýrslur til að koma á breytingum og bótum, og oftast var þeim vel tekið. Þegar ég lít til baka og skoða þær aðstæður sem ég lenti í á mörgum ferðunum, sérstaklega í upphafi starfstímans, og ferðum til gömlu Júgóslavíu, meðan stríðið geisaði, og sex mánaða dvöl í Afghanistan eftir innrás Bandaríkjanna 2001; þá geri ég mér grein fyrir hættunum, en ég gerði það ekki þá. Ég var "naive" - vonandi líka hugrakkur. Fyrir eina ferð til Addis Ababa, pakkaði ég í töskuna fyrir þrjár vikur, en sérstakt vinnuhópsverkefni teygðist í þrjá mánuði. Ég náði þó að skreppa heim til Nairobi eina helgi, en á eigin kostnað. íslendingar taka því sem að höndum ber. Ég hafði einhvern tíma skotið úr haglabyssu á rjúpur, en það var það eina sem ég hafði komið nærri skotvopni. Ég er viss um að kollegar mínir, sem höfðu fengið herþjálfun, vissu hver hættan var, og þeir voru ekki að bjóða sig fram í þessi verk. Starfslok Eftir 28 ár hafði ég fengið nóg. Ég var þreyttur og leiður á ferðalögum um verstu staði í heiminum, oft einn, og í náinni snertingu við bágindi fólks. í miðjum klíðum veturinn 2007 við undirbúning ferðar til Darfur svæðanna, langaði mig hreint ekkert að fara. Mig hafði dreymt að ég stæði frammi fyrir aftökusveit og beið eftir að hleypt yrði af þegar ég hrökk upp. Þessi draumur situr í mér og ég gleymi honum ekki. Svo bauðst mér að hætta störfum þegar ég náði 55 ára aldri og fara á eftirlaun. Hefði reyndar ekki fengið að vera lengur en til 60 ára aldurs. Eftir nokkra umhugsun þáði ég boðið og hætti og sé ekki eftir því. Ég les og geri það sem mér þykir skemmtilegt; spila bridge og tennis og fer á skíði. Ég kem til íslands eins oft og ég get, en bý áfram í Frakklandi þar sem fjölskylda mín unir sér vel. Við höfum ekki enn komist endanlega "heim" eftir 30 ára útivist. Theodór Lúðvíksson (Grein þessi er að öllu leyti á ábyrgð höfundar og lýsir hans skoðunum, og hefur ekkert að gera með skoðanir eða stefnu SÞ). Fjölskyldubönd Eins og fram hefur komið er í tilefni af 75 ára afmæli félagsins unnið að gerð æviskrár sem nær til allra sem hafa fenglð löggildingu til endurskoðunarstarfa á Islandi. Meðal þeirra upplýsinga sem hefur verið safnað eru staðreyndir um fjölskyldutengsl innan stéttarinnar. Fram hefur komið að talsvert er um frændsystkin og eins finnast feðgar, feðgin, bræður og jafnvel hjón sem eru endurskoðendur. Kynningarnefnd tók tali bræður, feðga og hjón í endurskoðunarstétt til að forvitnast um þeirra hagi. Birnirnir tveir, bræðurnir Friðbjörn og Ásbjörn Björnssynir Fulltrúi kynningarnefndar tók þá bræður Friðbjörn og Ásbjörn Björnssyni tali á endurskoðunarstofunni en þeir starfa báðir hjá Ernst og Young hf. Friðbjörn fékk löggildingu árið 1975 en Ásbjörn árið 1991. Blaðamaður lagði fyrir þá nokkrar spurningar um starfið og starfsvettvanginn og hvort tengsl við ættingja hafi haft áhrif á valið. Friðbjörn átti fyrst orðið og sagðist hafi valið þennan starfsvettvang vegna þess að hann fékk vinnu á endurskoðunarskrifstofu að loknu prófi í Verzló. Fór hann síðan yfir hvernig menntun endurskoðenda var á þeim tíma. Friðbjörn telur starfið mjög fjölbreytt og hefur starfað að mismunandi verkefnum tengdum starfinu og starfaði m.a. á lögfræði- og endurskoðunarskrifstofu í 6 ár en hann hefur starfað í faginu allt frá árinu 1968 og á síður von á því að hann skipti um starfsvettvang héðan af. Ásbjörn aftur á móti sagði valið hafa staðið milli tölvunarfræði og viðskiptafræði þegar hann hóf nám í háskóla. Viðskiptafræðin varð fyrir valinu vegna fjölbreytninnar og þegar kom að því að velja sér svið innan hennar þá hafi endurskoðunarsvið orðið fyrir valinu vegna þess að þar með var ekki verið að útiloka neina möguleika í framtíðinni, því r* með námi á öðrum sviðum var ekki hægt að ■ uppfylla menntunarkröfur til þess að verða I endurskoðandi. Margir voru í viðskiptafræði I á þessum tíma og eðlilega var horft til atvinnumöguleika í framtíðinni við valið. Hann sagðist ekkert hafa vitað fyrirfram um störf I viðskiptafræðinga, hvað þá endurskoðenda og þau mál höfðu ekkert verið rædd sérstaklega við stóra bróður. Síðan þurfti Friðbjörn „vinnudýr" á endurskoðunarstofuna hjá sér þegar hann var í skólanum og þar með hófustfyrstu kynni af starfinu. Þegar náminu var lokið og hann var að velja framtíðarstarf var hann í vafa um hvað hann ætti að gera en stóri bróðir taldi hann á að vera áfram og hefur hann verið starfandi sem endurskoðandi síðan. Ásbjörn sagðist aldrei hafa staldrað við til þess að velta fyrir sér hvort starfið stæði undir væntingum en starfið sé fjölbreytilegt og hann hafi kynnst mörgu góðu fólki og sér ekki eftir því að hafa valið sér þennan starfsvettvang. 30 • FLE blaðið júlí 2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.