Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 21
19
samgöngur séu vemduð, jafnvel þó önnur hlutverk jarðvegs séu skemmd eða útilokuð á
þessum svæðum. Hann bendir jafnframt á að ákveðin hlutverk hafi ekki náð inn í vemda-
lögin. Hlutverk jarðvegsins sem náttúrlegs fyrirbæris er það sem hann álítur að helst vanti,
þ.e. vemdunjarðvegsins sem slíks.
Eftir því sem skilgreiningin á hveiju hlutverki er þrengri þeim mun fleiri hlutverk má
greina og verður þeirri nálgun fylgt hér og eftirfarandi hlutverkum lýst:
• Jarðvegur sem náttúrfyrirbæri.
• Viðurværi fyrir jarðvegslíf.
• Vaxtarskilyrði fyrir villtan gróður.
• Framleiðsla matvæla, timburs og annarra nytjajurta.
• Miðlaun vatns í landslagi og gmnnvatnsmyndun.
• Síun, stuðpúðavirkni, umbreyting og binding úrgangsefna.
• Varðveisla náttúm- og menningarminja eða sögu.
• Svæði fyrir fh'tíma og endumæringu.
• Hráefni.
• Staður fyrir mannabústaði og samgöngur.
í 1. töflu er tekið saman hvaða þætti má nota til greiningar á hæfni jarðvegsins til að
gegna þessum hlutverkum og fyrsta nálgun á viðmiðunarmörkum sett fram.
MAT Á JARÐVEGSGÆÐUM
Mat á jarðvegsgæðum felur í sér að meta hversu vel jarðvegurinn uppfyllir eða gegnir sínu
hlutverki eða hlutverkum. Slíkt mat er að jafnaði ekki óbeint með mælingu á uppskem eða
gæðum sigvatns eða einhveijum öðrum þætti sem er afrakstur jarðvegsins. Það er leitað að
eiginleikum jarðvegsins sem hafa áhrif á það hvemig hann uppfyllir hin ýmsu hlutverk. Mikil
áhersla er lögð á að þeir þættir sem mældir em uppfylli nokkur skilyrði, þó allmisjafnt sé
hvemig þetta er lagt út (Karlen o.fl. 2001, Stenberg 1999, USDA 2002):
• Auðvelt að mæla.
• Mælir breytingu í hæöii jarðvegs til að gegna tilteknu hlutverki.
• Nær til efha-, lífffæði- og eðliseiginleika.
• Séu nýtanlegir fyrir ýmsa notendur og hægt að mæla eða meta úti.
• Séu viðkvæmir fyrir breytingum í veðráttu og ræktunaraðferðum.
Við mat á jarðvegsgæðum og hæfileikum jarðvegs til að gegna ákveðnu hlutverki þarf að
gera grein fyrir þeim mælikvarða sem unnið er í. Þar er munur á hvort verið er að meta jarð-
veg á einum ákveðnum stað, t.d. litlum reit (stærð í fermetmm), á hektara eða ferkílómetra.
Það getur þurft að meta jarðveg í tilraunareit, á túnspildu, á jörð, á vatnssviði, í sveitarfélagi.
Eftir því sem svæðið er minna er minni breytileiki í jarðvegi og oft fleiri greiningar sem liggja
að baki matinu. Eftir því sem svæðið stækkar þá eykst breytileikinn og jafnvel þó margar
greiningar liggi að baki matsins verður það ónákvæmara (Karlen o.fl. 1997 og Karlen o.fl.
2001).
Jarðvegur gegnir margbreytilegum hlutverkum og það er auðveldara að einbeita sér að
einu hlutverki en að meta mörg í senn (Stenberg 1999). Ef markmiðið er að meta gæði jarð-
vegs til ræktunar matvæla þá er rétt að einbeita sér að þessu eina hlutverki og finna þætti sem
mæla skal og vaktaðir em til að fylgjast með breytingum yfir lengri tíma. Þessi nálgun mun
vera útbreidd í Bandaríkjunum og annars staðar þar sem eitt hlutverk jarðvegsins er tekið
fyrir.