Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 135
133
VINNA
Almennt færa búreikningabú ekki vinnuskýrslu. í Árskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins er
úrvinnsla úr vinnuskýrslum nokkurra búa sem halda vinnuskýrslur. Þau eru sorglega fá, að-
eins 7 kúabú með greiðslumark upp á um 100.000 lítra að jafhaði.
Að jafiiaði nota þessi bú 449 vinnustundir á tún og engi og 114 klst við viðhald véla,
væntanlega langmest véla sem tengjast heyskap (Ásdís B. Geirdal og Ingibjörg Sigurðardóttir
2002). Meðalinnlegg búanna 62 er 134 þús. lítrar, svo ekki er íjarri lagi að áætla vinnuþörfina
um 700 vinnustundir. Dagvinnulaun í verðlagsgrundvelli í mjólk 1. nóvember 2001 eru 732
krónur/klst og heyskapurinn ætti því að greiða 512.400 í laun, eða 3,82 krónur á innlagðan
lítra. Engar forsendur eru til að áætla vinnumagn á einstökum býlum, en ef þessari upphæð er
bætt við breytilegan kostnað og „afskriftir“ kemur út 20,98 kr/1. Dreifing kostnaðar á ein-
stökum býlum er sýnd á 1. mynd.
Heildarkostnaður á meðalbúið er þá 2826 þús. krónur, eða 63.650 kr/ha og 83 þúsund á
kú að teknu tilliti til túns vegna sauðfjár.
Hagþjónusta landbúnaðarins reiknar meðalframleiðslukosmað á heyi og var hann 22,78
sumarið 2001 (Hagþjónusta landbúnaðarins 2002b). Þetta samsvarar 87.703 kr/ha miðað við
áætlaða uppskem 3850 kg þe./ha. Inni í þeim útreikningum er leiga á landi, 4,14 krónur á
kíló. Þessi leiga er ekki tekin með í dæminu að ofan, en sé hún dregin ffá, og ffamleiðslu-
kostnaður heys þá metinn 18,64, er hektarakostnaður 71.764, eða um 8 þúsund krónum hærri
en í þessari greiningu, sem er ótrúlega líkt þeirri niðurstöðu sem hér er fundin.
Ingvar Bjömsson (2000) reiknaði kosmað við „túnreikninginn“, sem byggði á kostnaðar-
skiptingu rekstrarþátta meðal búreikningabúsins árið 1998. Niðurstaðan var 2.891.770 kr.
Túnstærðin var hin sama og nú, um 44 ha og kostnaður á ha því 65.700, eða nær sama talan
og hér er fundin. Innlögð mjólk í dæmi Ingvars er mun minni, eða 99.249 1. Kostnaður á lítra
því rúmar 29 krónur. Gagnasöfiiin em ekki sambærileg hvað þetta varðar, því vægi sauðfjár-
ræktarinnar er mun þyngri í gögnum Ingvars.
Árið 1999 var ffamleiðslukostnaður heys á Möðmvöllum 15 kr/kg (Þóroddur Sveinsson
og Laufey Bjamadóttir 2000). Það ár gaf reiknilíkan Hagþjónustunnar 18,15; uppreiknað í
hlutfalli við það er Möðmvallakostnaðurinn 18,75 kr/kg árið 2001.
SAMHENGIHLUTANNA
Kannað var samband reiknaðs verð/1 og fjölda innveginna lítra, fjölda kúa og hektarafjölda.
Fylgni var í þá átt sem vænta mátti, aukinni stærð fylgdi lægri kostnaður/1. Fylgnin var þó
aldrei marktæk.
UMRÆÐUR
Það er ljóst að búreikningar nýtast ekki vel við að greina kostnað milli rekstrarþátta.
Tekjumar em vel greindar sem von er og sumir kosmaðarliðir, eins og t.d. áburður og sáð-
vörur, fara trauðla annað en á ræktarlandið. Það er þó ekki nægilegt, því á sama búinu getur
verið tún, kom og grænfóður. Vel má færa rök fyrir því að öll fóðuröflun á búinu eigi að vera
í sama pottinum, en eins má rökstyðja að aðgreina þættina.
Þá er að nefiia afskrift ræktunar, framræslu og girðinga. Þessir liðir em ekki söluvara á
sama hátt og dráttarvélar og em ekki fymdar í bókhaldi, heldur em nýffamkvæmdir og
endinnýjun gjaldfært. Ef árlegar framkvæmdir af þessu tagi em af svipaðri stærðargráðu er
eðlilegast að gjaldfæra þær, en ef komi þær í kippum getur verið eðlilegt að færa þær til
rekstrar á nokkrum, t.d. 5 árum, á svipaðan hátt og kvótakaup, en líta ekki á ffamkvæmdimar
sem afskriftargrunn.