Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 39
37
ná markmiðum um aukna uppgræðslu á næstkomandi ári verða lágir áburðarskammtar, ca 150
kg/ha af tvígildum, tilbúnum áburöi bomir á 7-10 ha. Kostnaður við áburðarkaup vegna upp-
græðslu nemur um 28 þús. kr., þar af er veittur styrkur í gegnum verkeöiið „Bændur græða
landið“, sem nemur 19 þús. kr. Moð verður flutt á sk. Sjónarhól og neðan við Loðbrekkur til
uppgræðslu. Einnig verður byijað að dreifa búfjáráburði og plægja fyrir skjólbelti á sk.
Vörðuholti.
6. skref: Gerð landnýtingaráœtlunar
Að lokum er landnýtingaráætlun fyrir næstkomandi ár teiknuð inn á glæru. Helstu breytingar
á fyrirkomulagi beitar, eins og það er í dag, er að fjölga beitarhólfum og hefja ræktun á græn-
fóðri fyrir sláturlömb. Uppgræðsla verður aukin á jörðinni og byijað að vinna á þeim svæðum
sem auðveldast er að komast um vegna bratta.
7. skref: Mat á árangri, eftirlit, endurskoðun og breytingar
Einn mikilvægasti þáttur í gerð landnýtingaráætlunar felur í sér mat á árangri, eftirlit og
endurskoðun á áætluninni. Á hveiju ári ættu landeigendur að meta hversu vel gengur að ná
markmiðum í búrekstrinum. Með hliðsjón af reynslu og breyttum áherslum er hægt að gera
breytingar á fyrirhugaðri landnotkun á jörðinni. Eftirlit með ástandi gróðurs er mikilvægt til
þess að viðhalda sjálfbærri landnýtingu og tryggja að ekki dragi úr framleiðslugetu landsins,
þegar til lengri tíma er litið.
FRAMTÍÐ „BETRA BÚS“
Verkefhi eins og Betra bú þarf að vera í stöðugri þróun til að aðlagast þörfum notenda á
hveijum tíma. Líkt og aðrar áætlanir má gera ráð fyrir að sífellt þurfi að endurskoða og bæta
leiðbeiningar við gerð landnýtingaráætlana, sem unnar em eftir vinnuferli Betra bús. Þá era
aðstæður einnig breytilegar milli landshluta og milli bújarða. Því er mikilvægt að gera vinnu-
ferli landnýtingaráætlunar þannig úr garði að hægt sé að mæta þörfiim ólíkra markhópa.
Vegna þess hve landnýtingaráætlun getur spannað vítt svið í skipulagi búrekstrarins er mikill
styrkur í þeirri samvinnu sem myndast hefur um verkefhið Betra bú. Slík samvinna tryggir
m.a. að góð tenging verði á milli landnýtingaráætlana og annarra áætlana sem varða bú-
rekstur.
Mikilvægt er að tryggja afnot af góðum lofhnyndum fyrir þátttakendur. Loftmynd í mæli-
kvarðanum 1:5000-1:10000, er nauðsynleg við gerð heildstæðrar landnýtingaráætlunar.
Jafnframt er mikilvægt að gæði loftmynda séu það mikil að hægt sé að greina staðhætti, nota
myndina til að mæla stærðir á einstökum gróðurflokkum, merkja fyrirhuguð girðingarstæði
o.þ.h. í dag era slíkar myndir mjög dýrar og er það markmið samstarfshóps um Betra bú að
leita leiða til að fá slikar loftmyndir fyrir þátttakendur á hagstæðari kjörum.
í framtíðinni er gert ráð fyrir að verkefnið Betra bú og námskeið fyrir landnotendur verði
á ábyrgð heimaaðila í hveiju héraði. Þá munu ráðunautar, héraðsfulltrúar Landgræðslunnar,
stafsmenn landshlutabundinna skógræktarverkefiia og jafiivel fleiri aðilar bjóða upp á nám-
skeið og aðstoða bændur við gerð landnýtingaráætlana. Gerð landnýtingaráætlana á bú-
jörðum, eftir vinnuferli Betra bús, getur því orðið „sjálfbært" verkefni í hveiju héraði, á þann
hátt verður eftirfylgni og endurskoðun á verkefhinu markvissari en ella. Gerð landnýtingar-
áætlunar eftir vinnuferli Betra bús veitir rétt til umsóknar um styrk úr búnaðarlagasjóði,
70/1998. Fjármögnun námskeiða, og þátttaka stofnana innan landbúnaðarins í verkefiiinu,
verður þó að liggja fyrir áður en hægt er að „afhenda“ það út í hérað. Þá er ekki síður mikil-
vægt að bændur hafi fjármagn til að framkvæma áætlun um landbætur eða breytingar á land-
nýtingu á jörðum sínum. Námskeið í Betra bú, sem vora haldin árið 2002, voru styrkt af