Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 271
269
RÁÐUNRUTAfUNDUR 2003
Greinasafn landbúnaðarins
Guðjón Helgi Þorvaldsson og Hjörtur Hjartarson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Greinasafn landbúnaðarins hefur að geyma faglegt efni sem nýtist öllum sem áhuga hafa á
landbúnaði, landgræðslu og skyldum greinum. Að greinasafhinu standa stofhanir og skólar
landbúnaðarins og leggja stamstarfsaðilar til meginefni í safnið, sem er að fínna á vef-
slóðanum <www.landbimadur.is>.
INNIHALD
Þegar samstarf um landbúnaðarvef hófst var strax tekin sú ákvörðun að greinasafnið yrði
aðalsmerki vefsins.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins sýndi samstarfínu mikla velvild og veitti styrk sem not-
aður var til að ráða starfsmann til samræmingar á innihaldi greinasafnsins. Lauk því verki í
desember 2002.
Flest allar greinar í safiiinu eru með fullum texta og þeim er skipt niður í nokkra efnis-
flokka til þægindaauka fyrir notendur. Fletta má upp í greinasafninu eftir yfirflokkum og
undirflokkum eða slá inn leitarorð til að ná í grein, t.d. alifuglar, dráttarvélar, girðingar, húsa-
kostur, lágflug, línrækt, lífeyrir, líftækni, margmiðlun, NRF, sauðamjólk, siðfræði, sjálfbært,
spamaður, skiptibeit, ofurkýr, tákn-neytendur, uppgræðsla, þokusvæling o.s.frv.
Tilgangurinn með greinasafninu er að koma sem mestu af efni um landbúnað fyrir í
einum opnum, rafrænum gagnagrunni. Grunnur safiisins kom úr vefhandbók bænda og hefur
nýju efiii verið bætt við af samstarfsaðilum um landbúnaðarvef.
Greinasafiiinu er ætlað að vera í stöðugri endumýjun og vexti og verður þar af leiðandi
aldrei „lokið“ í þeim skilningi. Þar er að finna greinar úr: Búvísindum, Fjölriti Rala, Handbók
bænda, Riti Ráðunautafunda, Bændablaðinu, Tímaritinu Frey, Riti búvísindadeildar LBH, Ár-
bók Landgræðslunnar, Ráðstefiiuritum o.fl.
Vefstjóm og þróunarvinna við landbunadur.is er unnin af tölvudeild Rannsóknastofiiunar
landbúnaðarins fyrir samstarfsaðila.
LOKAORÐ
Greinsafnið er orðið öflugt verkfæri fyrir þá sem vilja sækja fróðleik um íslenskan landbúnað,
t.d. ráðgjafa, vísindafólk, bændur, sölumenn, nemendur, kennara og aðra sem em opnir fyrir
nýjungiun.