Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 78
76
hefur einnig náðst góður árangur með að græða upp næsta nágrenni gangnamannahúsa í þeim
tilgangi að gera umhverfi þeirra vistlegra.
Undanfarin þijú ár hefur Landgræðslufélagið notað rúllutætara sem tætir og blæs rúllu-
heyi upp í rofabörð. Árangur af þessari aðferð hefur verið mjög góður. Nóg hefur fallið til af
rúllum hjá bændum sem þeir hafa ekki getað nýtt og er því landhreinsun um leið.
Mesta breytingin við stofhun Landgræðslufélagsins er sú að nú ráða heimamenn meira
ferðinni en áður og vinna verkin, það skapar síðan áhuga, auk þess sem það gerir menn fusari
til að vinna verkin í sjálfboðavinnu og finna leiðir til að fjármagn nýtist vel.
Veiði í Hvítárvatni hefur verið stunduð um langan aldur að einhveiju marki. Árið 1970
var stofnað veiðifélag um veiðina á afréttinum og hefur það síðan leigt út veiðina. Félagið á
veiðihús við Hvítárvatn.
FERÐAÞJÓNUSTA
Ferðafélag íslands á sæluhús við Hagavatn og Hvítámes. Biskupstungnamenn eiga þijá
gangnamanna- og gistiskála á afréttinum. Þeir eru í Fremstaveri, i Árbúðum og í Svartár-
botnum. Við leitarmannaskálana eru hesthús og hólf fyrir hesta. Gistinætur hafa verð 800-
1000 og 2000-2600 hross, að undanskildum gangnamönnum og hrossum þeirra. Um há-
sumarið er gæslumaður sem sér um húsin, tekur niður pantanir og selur hestamönnum hey á
áningastöðum. Þetta stýrir hestaumferðinni um afréttin og minnkar líkur á að níðst sé á við-
kvæmum stöðum.
Markvist hefur verið unnið að því að bæta meðferðina á afréttinum, með því að:
• hætta að beita hrossum á afféttin,
• stytta beitartíma sauðijár, bæði vor og haust,
• þjónusta og stýra hestaumferð um afféttinn,
• græða upp örfoka land til beitar,
• loka rofabörðum,
• girða af og friða viðkvæmustu svæðin.
NIÐURLAG
Afréttur Biskupstungna hefur verið mikilvægur fyrir byggðina, einkum á seinustu öld þegar
sauðfé var flest. Mannlífið í sveitinni tengist mjög afféttarmálum og íjallferð. Fjallferðir og
réttir eru jafngildi sólarlandaferðar fyrir margan sveitamanninn og hafa menn bundist til-
finningaböndum við afféttinn og náttúru hans.
Nú seinni árin koma ferðamálin meira við sögu, bæði sumar og vetur. Lagður hefur verið
vegur að Langjökli um Skálpanes, en þar er farið með ferðamenn upp á jökulinn. Hópferðir á
hestum eru vaxandi þáttur og nú seinustu árin gönguferðir, bæði íslendinga og útlendinga.
Það er óljóst mörgum hvaða hagsmunir eru í húfi í sambandi við Þjóðlendumálið. Eflaust
munu margir kunna illa við að þurfa að fá leyfi hjá forsætisráðherra til ffamkvæmda í afréttar-
löndum sínum. Hefðbimdinn beitarréttur helst áffam í þjóðlendum, samanber 5. gr. þjóð-
lendulaga. Ef eignarhald er annað er það væntanlega landeigandi sem getur ráðið nýtingunni.
Það eru önnur óljós réttindi í ffamtíðinni sem verið er að veija. Síðan er sú réttlætiskennd
sterk að það sem maður á geti ekki aðrir eignað sér.