Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 70
68
lands sem liggur á miðhálendi íslands. Hún er að hluta til byggð á rannsókn höfimdar á beitar-
nýtingu á afréttum ámiðhálendi íslands 1999.
STJÓRNKERFIBEITARNÝTINGAR
Samkvæmt lögum nr. 6/1986, um afféttamálefni, fjallskil o.fl., er upprekstrarréttur eða afnota-
réttur af beitilandi afréttar bundinn við búQáreigendur, sem landsafnot hafa í hreppi eða á
félagssvæði. Sömu lög kveða á um að stjómun beitamýtingar á afréttum hér á landi sé að
mestu á hendi heimaaðila, þ.e. sveitarstjóma og stjóma fjallskiladeilda. Slíkt fyrirkomulag er
talið forsenda árangursríkrar auðlindastjómunar, að því tilskildu að fyrir liggi fúllnægjandi
þekking á auðlindinni (McCay og Acheson 1987, Berkes 1995, Hanna 1995). Þekkingu á
ástandi auðlinda er oft ábótavant, m.a. vegna ósamræmis i hugtakanotkun og víða er ekki lagt
mat á ástand auðlinda á kerfisbundinn hátt (Steer og Luntz 1994). Áherslur sérfræðinga i beit-
armálum hér á landi virðast í sumum tilvikum aðrar en þeirra sem fara með stjómun
nýtingarinnar (Sveinn Runólfsson 1994) og því hefur verið haldið ffarn að um beitarmál hafi
oft verið fjallað af vanþekkingu og án tillits til aðstæðna í viðkomandi sveitum (Ólafur R.
Dýrmundsson 1990). Stafford Smith (1996) telur þessar mismunandi áherslur einkum stafa af
því að vandamál tengd nýtingu úthaga em illa skilgreind, ráðleggingar em mismunandi eftir
aðstæðum, góður árangur eins aðila er lengi að skila sér til aimarra og menn virðast ekki leita
upplýsinga hver hjá öðmm.
Hér á landi varð tjón á beitilöndum víða um land vegna ofbeitar á ámnum 1979-1983
(Landbúnaðarráðuneytið 1986), þrátt fyrir að í landgræðsluáætlun frá 1974 væri bent á að
víða um land væm afféttir ofsemir (Landbúnaðarráðuneytið 1974). Á þessum ámm fór saman
mikill fjöldi sauðfjár og hrossa á landinu og köld ár (Búnaðarfélag íslands 1988). Líklegt er
að búfé á afféttum hafi í mörgum tilvikum fjölgað á árabilinu 1974-1979 í samræmi við
fjölgun á landsvísu.
Stjómkerfi beitamýtingar á afféttum hefur því ekki verið óbrigðult, þrátt fyrir að nægjan-
legar upplýsingar um ástand auðlindarinnar liggi fyrir.
VIÐHORF SVEITARSTJÓRNA
Eins og segir að ffaman fara sveitarstjómir með stjómun nýtingar á afféttum. Viðhorf sveitar-
stjóma til nýtingar á afréttum á miðhálendinu sýnir að á 65% afrétta telja þær hana sjálfbæra
(1. tafla) (Bjöm H. Barkarson 2002). Þetta viðhorf er óháð ástandi gróðurs og jarðvegs.
Óvissa um sjálfbæmi er hins vegar hjá um þriðjungi sveitarstjóma, sem er e.t.v. skiljanlegt i
ljósi þess að margir hafa bent á að skilgreiningar á sjálfbæmi séu afar óljósar og veikar og
gefi mikið rými til túlkunar (Callicott og Mumford 1997, Heilig 1997).
Að mati Lebel og Kane (1991) er það meðal grundvallaratriða sjálfbærrar þróunar að
varðveita og efla auðlindir og gefa endumýjunarsvæðum, þar sem jarðvegur hefur misst nær
alla ffamleiðslugetu ffið, til að náttúrulegur bati geti orðið. í þessari umfjöllun em ekki for-
sendur til að skera úr um hvort þessi skilyrði em uppfyllt, en fulltrúar bænda hafa bent á að
víða er land í bata vegna minnkandi beitar (Amór Karlsson 1999, Ari Teitsson 2000). Hamli
búfjárbeit hins vegar bata mikið hnignaðra vistkerfa, eða ýtir undir jarðvegsrof, em minni
líkur á að nýtingin geti talist sjálfbær.
KOSTNAÐUR VEGNA NÝTINGAR
Beinn arður af nýtingu affétta hefiir hingað til einkum komið af því búfé sem þar gengur.
Kostnaður vegna nýtingar affétta er umtalsverður og kemur helst til vegna fjallskila (1. tafla),
en meðalkostnaður vegna fjallskila á afféttum á miðhálendinu var 373 kr/ærgildi sem þar