Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 69
RRÐUNRUTRfUNDUR 2003
Nýting afrétta á miðhálendi íslands
Bjöm H. Barkarson
Landgrœðslu ríkisins
YFIRLIT
Á miðhálendi íslands eru afréttir sem nýttir eru til sumarbeitar fyrir sauðfé og hross. Ástand jarðvegs og út-
breiðsla gróðurs á þessum afféttum er afar mismunandi og víða á sér stað jarðvegsrof og auðnir eru ríkjandi. Bú-
fé sem beitt er á afrétti á miðhálendinu hefur fækkað mikið siðan það var flest um 1980. Fjallað er um sjálfbæmi
beitamýtingar á afréttum miðhálendisins í ljósi menningar, kostnaðar vegna nýtingarinnar og ástands þess lands
sem verið er að nýta.
INNGANGUR
Afféttir á hálendi íslands hafa vafalítið verið nýttir til búfjárbeitar ffá upphafi íslandsbyggðar.
í Jónsbók ffá 1281 er að finna ákvæði um afféttanýtingu, þ.á.m. um upprekstrartíma og hvaða
búfénað var heimilt og/eða skylt að reka á afrétt (Grétar Guðbergsson 1996). Ofan skógar-
marka vom góð beitilönd um landnám, þar sem ekki þurffi að ryðja kjarr (Sturla Friðriksson
1987). Hraðari vöxtur Iamba á hálendum afréttum en á láglendi yfír sumartímann hefur ýtt
undir þessa nýtingu (t.d. Ólafur Guðmundsson 1988, Ólafur Guðmundsson 1993).
Mikil breyting hefur orðið á beitarálagi á einstökum afféttum síðustu tvo áratugi einkum
vegna mikillar fækkunar sauðfjár á landsvísu (Umhverfisráðuneytið og Skipulagsstofiiun
1999). Hrossum fjölgaði á sama tíma, en þeim er að mestu beitt á láglendi (Ólafur R. Dýr-
mundsson 1990). Ætla má að aldrei hafi verið eins mikið beitarálag á affétti landsins frá upp-
hafi byggðar í landinu og á tímabilinu 1960-1980 (Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1991). Sam-
kvæmt könnun á afréttanýtingu árið 1977 gengu yfir sumartímann rúm 200 þúsund sauðfjár á
afréttum sem liggja á miðhálendi landsins og um 3500 hross (Ólafur R. Dýrmundsson óbirt
gögn 1978). Á þeim tíma var sauðfjáreign á íslandi í hámarki, eða um 900 þúsund vetrar-
fóðraðar kindur, en hross voru um 50 þúsund (Ólafur R. Dýrmundsson 1978). Um 1990 var
áætlað að á bilinu 140-190 þúsund fjár gengi inn á miðhálendi landsins (Anna Guðrún Þór-
hallsdóttir 1991). Samanburður þessara talna er hins vegar erfiður, því misjafiit er hvemig
miðhálendið er skilgreint.
Jarðvegi og gróðri hefur hnignað verulega hér á landi ffá landnámi (Sigurður Þórarinsson
1994, Steindór Steindórsson 1994, Þorleifur Einarsson 1994). Stórir hlutar miðhálendisins
munu hafa verið grónir um landnám, en eru nú örfoka land með afar stijálan gróður (Amór
Siguijónsson 1958, Sturla Friðriksson 1987, Ólafur Amalds 2000). Umhverfisaðstæður á
miðhálendi íslands ráða því að þar em gróðurskilyrði almennt mun verri en á láglendi (Bjöm
Jóhannesson 1960, Helgi Hallgrímsson 1969, Páll Bergþórsson 1987), en talið er að víða á
landinu sé gróður ekki í samræmi við skilyrði (Ingvi Þorsteinsson 1973). Samfelldiu- gróður
nær óvíða hærra en í 700 m hæð (Steindór Steindórsson 1964) og mjög dregur úr uppskeru
með vaxandi hæð yfir sjó (Borgþór Magnússon o.fl. 1999). Aðeins brot af grónum svæðum á
hálendi landsins hefur ekki verið nýttur til búfjárbeitar og án vafa hefur stærstur hluti allra
gróðurlenda orðið fyrir miklum áhrifum beitar sauðfjár á siðustu 1100 árum (Þóra E. Þór-
hallsdóttir 1997). Til þess benda ekki síst svæði sem friðuð hafa verið fyrir beit um aldir
(Hörður Kristinsson 1979).
Umfjölluninni hér á eftir er ætlað að vera innlegg í umræðu um ffamtíðamýtingu þess