Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 55
rekja til mistaka í landnýtingu. Aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu kórónar svo
þessa döpru framtíðarsýn.
Vísindamenn eru almennt sammála því að jarðvegseyðing sé nú ein mesta ógn jarðarbúa.
Talið er að frá því að landbúnaður hófst á jörðinni hafí meira en helmingur af fijósömu landi
hennar farið forgörðum. Eyðimerkur jarðar eru taldar stækka um 60 þús. ferkílómetra á ári.
Gróðurþekja eða auðn getur færst til um 240 km á ári, t.d. við Sahara. Þjóðir heims þurfa að
veija 2000 milljörðum ísl. króna árlega á næstu 20 árum, ef takast á að stöðva eyðimerkur-
myndunina að mati Umhverfisstofiiunar Sameinuðu þjóðanna, sem áætlar að lifsviðurværi um
eins milljarðs jarðarbúa sé nú ógnað vegna myndunar eyðimarka.
Verði ekki er gripið til nægra ráðstafana til að hamla gegn uppbyggingu gróðurhúsaloft-
tegunda í lofthjúpnum er talið að meðalhiti á jörðinni geti aukist um 2 til 6 gráður Celsíus á
næstu áratugum. Svo hröð breyting, sú örasta frá lokum síðustu meginísaldar fyrir um 150
þúsund árum, gæti valdið miklu álagi á vistkerfi heimsins, á matvælaframleiðslu þjóða og
breytt landnýtingarþörf.
Hin takmarkaða jarðvegsauðlind jarðar er undirstaða fæðu fyrir meginhluta jarðarbúa. Á
§órða aðildarþingi Sáttmálans um vamir gegn myndun eyðimarka, sem haldið var í desember
2000, var sett fram spá um að tvöfalda þurfi matvælaframleiðslu heimsins til 2030, þ.e. að
metta þurfi 3 milljarða manns í viðbót, en þrefalda matvælaffamleiðsluna til 2050. í fjöl-
mörgum löndum gengur illa að auka matvælaffamleiðsluna vegna landhnignunar og tölur um
jarðvegseyðingu í heiminum eru ógnvekjandi. Sem dæmi má nefna að árið 2000 hafði hvert
mannsbam um 32% minni jarðveg til umráða en 1980. Jarðvegsrof á ári hveiju nemur um
þremur tonnum jarðvegs á hvert mannsbam, einkum vegna ósjálfbærrar landnýtingar. Af
þessum stefnir í það að milljarðar manna hafi ónóga fæðu og víða er mikill skortur á vatni.
Þeim fjölgar sem lenda á vergangi og baráttan um brauðið er vaxandi og er rót ófriðar víða
um heim. Baráttan um brauðið mim leiða til hærra verðs á komi á matvælamörkuðum
heimsins og verð á öðrum búvörum mun væntanlega hækka.
ALÞJÓÐLEGIR ÁHRJFAVALDAR
Ytri aðstæður hafa í vaxandi mæli áhrif á landnýtingu og landkosti hér á landi. Meðal slíkra
áhrifavalda er alþjóðleg áhersla á sjálfbæra þróim, alþjóðlegir samningar sem Islendingar eru
aðilar að, samspil landhnignunar og fólksfjölgunar í heiminum og veðurfarsbreytingar af
mannavöldum. Sívaxandi fjöldi ferðamanna stækkar innanlandsmarkað fyrir landbúnaðar-
vörur, auk þess sem vænta má að markaðir fari stækkandi erlendis fyrir vöm sem framleidd er
undir merkjum hollustu og sjálfbærrar landnýtingar.
Þessir ytri áhrifavaldar undirstrika mikilvægi þess að auka landkosti hér á landi, og það er
rík ástæða til að veija til þess miklu fjármagni, m.a. í tengslum við bindingu kolefiiis, sem lið
í aðgerðum til vamar gegn loffslagsbreytingum.
SÉRSTAÐA ÍSLENDINGA
Við íslendingar höfum mikla sérstöðu hvað varðar hnignun og endurheimt landgæða. Við
eigum merkilega sögu af baráttunni við eyðingaröflin. Umgjörð landvemdarstarfs og lög þar
um vom mótuð fyrir nærri 40 árum, en vemlegra úrbóta er þörf, ekki síst á sviði gróður-
vemdar, til að tryggja sjálfbæra nýtingu gróðurs og jarðvegs. Brýnt er að marka hér framtíðar
landnýtingaráætlun er byggir á umhverfisvemd og meðferð á landi i sátt við náttúruna. Leggja
þarf áherslu á að þróa aðferðir sem byggja á sjálfbærri framleiðslu afiirða landsins og binda
eins mikið af kolefiii í jarðvegi og gróðri og mögulegt er.
Skilningsleysi manna á hlut umhverfisins í framfomm á að nokkm leyti rætur að rekja til