Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 147
145
RRÐUNRUTAfUNDUR2003
Gróffóðuröflun á kúabúi
Gunnar Sigurðsson
Slóru-Ökrum, Skagafirói
YFIRLIT
í þessari grein er sagt írá þeim breytingum sem ég hef gert á gróffóðuröflun á mínu búi
undanfarin ár, sem m.a. felast í því að ég nota nú orðið verktaka við heyskap. Einnig reyni ég
að skýra áhrif þessara breytinga á búskap minn.
INNGANGUR
Jörðin Stóru-Akrar 1 er um 100 ha að stærð, þar af um 40 ha afgirt fjalllendi. Tún og annað
ræktunarland er um 50 ha. Meginhluti þess er fijósöm framræst mýri. Frá 1997 hef ég leigt
um 10 ha til komræktar og slægna. Túnin skiptast jafnt á tvö svæði og er ijarlægðin þar á
milli um 2 km. Þetta er að sjálfsögðu mikið atriði þegar þau eru öll undir í heyskap samtímis.
Fram til ársins 1995 var framleiðslan á búinu, um 95.000 lítrar mjólkur árlega og rúm 2
tonn kindakjöts. Sumarið 1997 breytti ég ijósinu þannig að ég setti básaröð í geldneyta-
stíumar, hætti nautaeldi og setti upp aðstöðu fyrir kvígur í hesthúsi og hluta fjárhúsa. Þá
keypti ég kýr, kvígur og kvóta til að fylla í þessa stækkun. Síðan hefur framleiðsla mjólkur
aukist stöðugt og var á síðasta ári 186.313 litrar. Síðastliðið haust vom lögð inn um 3,5 tonn
kindakjöts.
Faðir minn hefúr alla tíð séð að miklu leyti um fóðmn kúnna og segja má að hann hafi
verið eini fasti vinnukrafturinn á búinu auk mín ffá 1990. Á sumrin hef ég alltaf ráðið einn
aðstoðarmann og nú síðustu tvo vetur hefur einnig verið vetrarmaður í hlutastarfi. Segja má
að vinnuafl hafi alla tíð verið í lágmarki.
VERKTAKI í HEYSKAPINN
Heyöflun búsins var í föstum skorðum allt til 1997. Þá heyjaði ég í 250 rúmmetra votheystum
og rúllaði afganginn. Ég átti þau tæki sem þurfti til að heyja í tuminn, en rúllur heyjaði ég í
félagi við nágranna minn. Ég átti fastkjama rúlluvél, en hann pökkunarvél, og þannig
heyjuðum við saman á báðum jörðunum. í miðjum heyskap sumarið 1997 bilaði rúlluvélin.
Bessi Vésteinsson í Hofsstaðaseli, sem hafði stundað verktöku við heyskap í nokkur ár, var þá
nýbyijaður að heyja í ferbagga (80x80x200 cm). Ég fékk hann til að ljúka fyrri slættinum og
likaði þessi aðferð strax mjög vel. í framhaldinu samdi ég við hann um að binda og pakka
fyrir mig það sem eftír var, hána og grænfóðrið. Síðan gerði ég við rúlluvélina og seldi hana,
en þá var nágranni minn, sem unnið hafði með mér, að hætta búskap. Þó að þetta líti út fyrir
að vera skyndiákvörðun var alls ekki svo. Ég hafði velt talsvert fyrir mér leiðum til að minnka
vinnuálag og skapa tíma til að taka sumarffí með fjölskyldunni og með þessu sýndist mér
gefast svigrúm til þess.
Árið 1999 hætti ég að heyja í votheystuminn. Setti í hann stóran seglpoka og geymi í
honum heimaræktað kom. Ég seldi allt úthaldið við tuminn, heyhleðsluvagn, blásara, rör og
dreifitúðu, ásamt 25 ára gömlum Zetor sem notaður hafði verið síðustu árin til að knýja
blásarann. Samtals seldi ég vélar og tæki vegna breyttrar aðferðar við heyskap fyrir 700
þúsund krónur. Frá árinu 2000 hefúr öllu mínu heyi verið pakkað í plast. Heildarheyskapur á