Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 114
112
svo upp í nokkrar svipgerðir og eru þar helstar as!, aS2,
P, k og y kasein. Af mysupróteinunum eru stærstu
flokkamir P-laktóglóbúlín, a-laktalbúmín, immúnó-
glóbúlín og önnur serumprótein. Mjólkurpróteinin eru
misstór. Upplýsingar um sameindaþunga og fjölda am-
ínósýra fyrir mismunandi mjólkurprótein eru í 2. töflu.
Myndun hvers mjólkurpróteins er stjómað af erfða-
vísum. Fjöldi þekktra erfðavísa fyrir hvert prótein er
breytilegur, en hver erfðavísir hefur í för með sér mis-
munandi amínósýmsamsetningu á próteininu. Munur
milli próteingerða er yfirleitt fólginn í breytingum á
amínósýrum í einu til þremur sætum og í stöku tilfelli er
um úrfellingu eða viðbætur að ræða (Formaggioni o.fl.
1999). Helstu arfgerðir af mjólkurpróteinum sem búast
má við í vestrænum kúakynjum em sýndar í 3. töflu.
Erfðavísar sem skrá fyrir kaseinum hjá nautgripum
em allir í röð á um 200 kb svæði á litningi nr. 6, ctsi-P-
aS2-K. Vegna þessarar nálægðar þá erfast kaseingerðir
ekki óháð hver annarri heldur sem samhangandi eining
(,,haplótýpa“) sem flyst í einu lagi milli kynslóða. Sam-
setning þessara eininga getur verið mjög mismunandi
milli kúakynja.
Erfðavísar sem skrá fyrir P-laktóglóbúlíni hjá nautgripum em á litningi nr. 11, en erfða-
vísar sem skrá fyrir a-laktalbúmíni hjá nautgripum em á litningi nr. 5, þannig að þessar
próteingerðir erfast óháðar hvor annarri og óháð kaseinum. Mismunandi erfðavísar í hveiju
sæti fyrir kasein og mysuprótein em jafnríkjandi („codominant"), sem þýðir að arfgerð kemur
alltaf fram í svipgerð, þ.e. próteini sem sést í mjólkinni.
Rannsóknir á erfðum og gerðum mjólkurpróteina hafa einkum beinst að eftirfarandi þáttum:
• Samhengi við nyt og efnasamsetningu mjólkur.
• Samhengi við vinnslueiginleika mjólkur.
• Samhengi við hollustu mjólkur.
• Ýmsar rannsóknir á sviði hóperfðaffæði og sameindaerfðafræði.
p-laktóglóbúlín var fyrsta mjólkurpróteinið þar sem sýnt var ffarn á mismunandi arfgerðir
(Aschaffenburg og Drewry 1955). Hin próteinin fylgdu smám saman á eftir og enn er verið að
finna nýjar arfgerðir. A síðustu 15-20 árum hefur verið töluverður áhugi á rannsóknum á
ofangreindum þáttinn, vegna mögulegs efnahagslegs mikilvægi þeirra. Hér verður drepið á
helstu niðurstöður og stuðst við yfírlitsgreinar Jakob 1994, Lin o.fl. 1992 og Ng-Kwai-Hang
1998.
BC arfgerð af asi-kaseini tengist meiri prótein- og fitustyrk í mjólk og minni nyt en otsi-
kasein BB. Þess ber að geta að C erfðavísirinn af asi-kaseini er sjaldgæfur í þeim kúakynjum
sem rannsökuð hafa verið mest og engar heimildir em um áhrif CC arfgerðar af asi-kaseini.
P-kasein A2 tengist meiri nyt og lægri próteinstyrk í mjólk en P-kasein A1. B gerðin af k-
kaseini tengist meiri kasein, prótein og fitustyrk í mjólk en K-kasein A. P-laktóglóbúlín A
tengist minni fitu og meiri styrk af mysupróteini og heildarpróteini í mjólk en P-laktóglóbúlín
B. p-laktóglóbúlín B tengist aftur á móti meiri kaseinstyrk og hærra kaseinhlutfalli en P-
laktóglóbúlín A.
Sherbon o.fl. (1967) uppgötvuðu fyrstir að K-kasein AA mjólk ystist hægar og ysting-
2. tafla. Eiginleikar mjólkurpróteina.
Prótein Mol þungi Amínó- sýrur/mol
aspkasein 23614 199
aS2-kasein 25200 207
þ-kasein 23983 209
k - kasein 19007 169
a-laktalbúmín 14175 123
P-laktóglóbúlín 18277 162
Serum albúmín 66200 582
3. tafla. Helstu arfgerðir mjólkur- próteina.
Prótein Arfgerðir
asrkasein B, C, D (A)
as2-kasein A, D
P-kasein A1,A2,(A3,B)
K-kasein A, B, (E)
a-laktalbúmín A
P-laktóglóbúlín A, B, (C)