Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 30
28
samræmdari. Á grunni „Betra bús“ getur bóndinn síðan leitað frekari fræðslu hjá viðkomandi
aðila, eftir því hvaða áherslur hann hefúr sett sér.
Samvinna stofnana að þessu verkefhi getur einnig bætt nýtingu opinbers íjármagns og
mannafla í landbúnaðargeiranum, t.d. með fjölbreyttari afnotum loftmyndagagna. Verkefiiið
mun stuðla að gagnkvæmum skilningi, bæði milli bænda og leiðbeinenda og einnig milli leið-
beinenda frá mismunandi stofhunum.
TENGING „BETRA BÚS“ VE) ÖNNUR VERKEFNI
Landnýtingaráætlun sem unnin er á víðum grunni eins og „Betra bú“gefur bændum mögu-
leika að setja sínar eigin áherslur. Þar með getur slíkt verkefhi þjónað mörgum markhópum
og tengst verkefiium sem nú þegar eru til á vegum landbúnaðarstofhana.
Bændur sem þurfa á landbótaáætlun að halda vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt geta
notað verkeíhið til að búa til slíka áætlun, sem og bændur sem taka þátt í gæðastýringu í
hrossarækt. Lögð hefur verið áherslu á að verkefnið Nytjaland nýtist í „Betra bú“ og er m.a.
notað sama gróðurflokkunarkerfi og í Nytjalandi.
„Betra bú“ er vettvangur fyrir bændur sem stunda landbætur, m.a. í gegnum verkefnið
„Bændur græða landið", að gera sína beitar- og uppgræðsluáætlun. Ef til vill verður verkefhið
einnig leið til að halda utan um kolefnisbindingu með landbótum á vegum bænda.
Vinna við gerð landnýtingaráætlana er farvegur til þess að finna skógrækt stað og mark-
mið. Siðan er hægt að vinna nákvæmari skógræktaráætlun með skógræktarleiðbeinendum á
þeim grunni sem lagður var í „Betra bú“.
Mjög gott er að bændur tengi rekstrargreiningar og -áætlanir við vinnu við „Betra bú“.
Þegar bóndi sér t.d. í rekstrargreiningu að afkoman af ákveðnum þætti er ekki nógu góð getur
hann leitað ástæðunnar og e.t.v. bætt afkomu með því að fylgja góðri áætlun. Einnig er
hentugt að tengja kostnaðaráætlun vegna landnýtingar beint við rekstraráætlun, s.s. áburðar-
kaup eða vélavinnu.
Átaksverkefnið „Fegurri sveitir" hefur skilað góðum árangri við hreinsun á landi og
fegrun mannvirkja i sveitum landsins. Átaksverkefninu sem slíku er nú, skv. vinnuáætlun,
lokið en starfið heldur þó áfram, m.a. í gegn um „Betra Bú“, þar sem umhverfismálum í dreif-
býli hefur verið fléttað inn í áætlanagerð og fræðslu (Ragnhildur Sigurðardóttir 2002).
Á grunni „Betra bú“ getur bóndinn unnið að skráningu ömefha, fomleifa og náttúru-
vemdarsvæða. Hann getur búið til áætlun um hvemig hann vill vemda þessi svæði. Ef
bóndinn er með ferðaþjónustu getur hann sett sér markmið og áætlun um nýtingu lands til úti-
vistar, merkingu göngu- eða reiðleiða o.fl. sem kann að skipta máli.
Mikilvægt er að „Betra bú“ verði nýtt af öllum er málið varðar. Síðastliðið ár var „Betra
bú“ kennt i búvísinda- og bændadeild við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri með góðum
árangri.
Sveitarfélögin geta nýtt sér ferlið í „Betra bú“ til að vinna að landnýtingarþætti í Staðar-
dagskrá 21 eða öðmm áætlanagerðum. Ef fleiri bændur af einu svæði hafa búið til sína áætlun
væri hægt að leggja áætlanir þeirra saman og búa þannig til svæðisáætlun. Slík skipulags-
áætlun hefur þá verið unnin frá grasrótinni og inniheldur þarfir og óskir fólks sem býr á
svæðinu.
VINNUFERLIÐ OG NÁMSKEIÐSGÖGN
Áætlunin er unnin í sjö skrefum (sjá 1. mynd):
1. Söfhun upplýsinga og úttekt á landkostum.
2. Framtíðarsýn.