Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 82
80
í rannsókn Stefáns Ólafssonar (1997) kemur ffam að áhugi landsbyggðarfólks á nútíma-
legum lífsháttmn, s.s. fjölbreytilegum atvinnutækifærum, góðu aðgengi að verslun og
þjónustu, möguleika á menningameyslu og afþreyingu, góðum húsnæðiskosti og samgönginn,
hefiir mikla þýðingu fyrir val á búsetustað. Meginniðurstöður hans eru að óskir um aðgang að
nútímalegum lífsháttum er einn mikilvægasti drifkraftur þéttbýlismyndunar og búferla-
flutninga.
Þrátt fyrir þessa miklu byggðaröskun á undanfömum áratugum em þó einhveijir sem enn
em viljugir til þess á búa á landsbyggðinni og stunda sína vinnu þar. Hjá þeim hljóta það að
vera aðrir þættir sem hafa áhrif á búsetuval þeirra en hefðbundin sjónarmið sem fram hafa
komið í rannsóknum á orsökum búferlafluminga.
Rannsóknir á búsemskilyrðum em síður en svo einfalt fyrirbrigði og oftar en ekki ná
slíkar rannsóknir aðeins til einstakra þátta í samfélagsins. Líta ber á félags-, efiiahags- og um-
hverfislega þætti í samhengi og skoða verður tengsl þeirra, því t.d. breyting á félagslegum
þáttum hefur áhrif á efnahag o.s.frv. Lykillinn að bættum búsetuskilyrðum er að skilja
hvemig þessir þrír þættir hafa áhrif hver á annan. Ef til vill mætti einnig segja að byggða-
þróun ætti þannig ekki einungis að snúa um búsetuskilyrði heldur um það að skapa lífVænlegt
samfélag, þar sem efnahagur, félagsgerð og umhverfi em í jafnvægi. í grundvallaratriðum er
markmiðið ætíð það sama: Að skapa samfélag sem getur mætt þörfum þeirra einstaklinga sem
það byggja og haldið áfram að gera það um ókomna framtíð.
Búsetuskilyrði
„Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til“ stendur einhvers staðar skrifað og virðist
vera í fullu gildi enn. Nýlegar rannsóknir á búsetuskilyrðum hafa leitt í Ijós að val á búsetu
skýrist m.a. af atvinnumöguleikum og fjölskyldutengdum þáttum, þ.e. uppruna, búsetu fjöl-
skyldu og atvinnu eða námi maka. Stefán Ólafsson kemst að eftirfarandi niðurstöðu er hann
ber saman lifshætti á Norðurlöndunum: Almennt virðist því óhætt að segja að fjölskyldulíf og
tengsl fjölskyldumanna séu meiri á íslandi en i hinum þjóðfélögunum. Hér býr stærri hluti
þjóðarinnar í fjölskyldum, böm á heimilum em fleiri, nákomnir ættingjar umgangast meira
hér og hafa oftar samband í síma. Samkvæmt þessu ætti fjölskyldan að hafa meiri hlutverk í
lífi íslendingsins en er hjá hinum þjóðunum.
Þessi fjölskyldutengsl eiga ekki síður við innan bændastéttarinnar, þar sem ákveðnum
menningararfi er haldið mjög á lofti. Að eiga sína eigin jörð og rækta á sér djúpar rætur í ís-
lensku þjóðlífi og er enn eftirsóknarvert í augum margra. Það þarf því að gefa fólki kost á því
að velja þetta lífsform, án þess þó að afsala sér heimtingu á ákveðinni grunnþjónustu sem þarf
til þess að geta lifað sómasamlegu lífi. Þessir grunnþættir sem þurfa að vera í lagi em atvinnu-
skilyrði, menntamál, heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Hér verður fjallað stutt um hvem
þessara þátta fyrir sig.
Atvinnuskilyrði
Landbúnaðurinn er burðarás byggðar í stijálbýli og verður hann seint metinn til fulls við þá
vog sem mælir beinan afrakstur hans. Hafa verður í huga úrvinnslugreinar og þjónustu sem
honum tengjast og þýðingu hans fyrir samhengi byggðarinnar. Einnig er hægt að segja að
hann sé bakhjarl margra þéttbýlisstaða hvarvetna um landið. Atvinnumöguleikar í dreifbýli
em víða fábreyttir og hefur nálægð við þéttbýlisstað mikið að segja í því efiii.
Landbúnaðurinn hefur það hlutverk að fullnægja þörfum landsmanna fyrir landbúnaðar-
afurðir til manneldis og iðnaðarífamleiðslu og að tryggja þeim sem vinna við landbúnaðar-
störf sambærileg kjör og aðrir landsmenn njóta. Það hefur þó á mörgum stöðum vantað tölu-
vert upp á að endar nái saman hjá þeim sem stunda landbúnaðarstörf og hafa bændur í