Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 258
256
RflÐUNAUTflfUNDUR 2003
Notkun fjarkönnunar við mat á gróðurfarsbreytingum
Þórunn Pétursdóttir
Landgrœðslu ríkisins
YFIRLIT
Markmið rannsóknarinnar var nota loftmyndir og landfræðileg upplýsingakerfí (LUK) til að skoða og skrá út-
breiðslu alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) í Morsárdal í Skaftafelli og skoða jafnframt hvort einhveijar
breytingar hefðu átt sér stað á stærð Bæjarstaðarskógar samhliða útbreiðslu lúpínunnar. Skoðaðar voru loft-
myndir frá árabilinu 1965-2000. Þekja lúpínu og skógarins var mæld í LUK og borin saman yfir tímabilið.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að á árabilinu 1965-1982 urðu litlar breytingar á útbreiðslu tegundanna, en
ftá 1982 til 2002 jókst útbreiðsla lúpínu úr 0,5 ha í tæpa 32 ha og Bæjarstaðaskógur stækkaði úr 11,4 ha í 22,4
ha. Einnig kom í ljós að víða á svæðinu er að finna staka lúpínubletti, sem benda til að á næstu árum muni
lúpínan halda áffarn að breiðast hratt út.
FJARKÖNNUN OG LANDFRÆÐILEG UPPLÝSINGAKERFI
Fjarkönnun er samheiti yfír ýmsa tækni, þar sem verið er að safna upplýsingum um land, vatn
og andrúmsloft úr fjarlægð og eru til dæmis loft- og gervihnattamyndir dæmi um fjar-
könnunargögn (Lillesand og Kiefer 1994). Fjarkönnun hentar einstaklega vel til athugana og
mælinga á líf- og landffæðilegum einkennum landslags, vegna þess hve stórt og fjölbreytt
svæði er hægt að skoða í einu. Þannig myndar landslagið eina heild og auðveldara er að sjá
orsakasamhengi á milli ákveðinna vistfræðilegra ferla (Skánes 1996).
Það hvaða fjarkönnunartækni nýtist best fer eftir því hvers konar rannsóknir eiga í hlut.
Atriði eins og stærð, dreifing og tíðni fyrirbæris sem á að skoða hafa mikið að segja um hvaða
aðferð verður fyrir valinu í hvert skipti. Sem dæmi má nefna að þegar breytingar á smáum
skala yfír 50 ára tímabil em skoðaðar fer best á að nota loftmyndir og vinna með þær í þrívídd
(Ihse 1989).
Landffæðilegt upplýsingakerfí (LUK) er gagnagrunniu- sem nota má með loftmyndum.
Þetta em kerfi sem em notuð til að safna, geyma, greina og túlka upplýsingar um ýmiskonar
fyrirbæri á jörðinni (Lillesand og Kiefer 1994). Ein algengasta greiningin sem hægt er að
vinna í LUK er yfirlagning; það er að leggja eina gerð gagna ofan á aðra til samanburðar og
samþættingar. Þannig má leggja mörg lög korta/mynda, svokallaðar þekjur, saman í tímaröð
og er þessi aðferð mjög mikilvæg til að rekja breytingar í landslagi í tíma og rúmi (Skánes
1996).
LÚPÍNA í BÆJARSTAÐASKÓGI
Alaskalúpína er dæmi um tegund sem getur ýmist hindrað viðgang annarra tegunda eða búið í
haginn fyrir þær (Morris og Wood 1989). Lúpína virðist oft haga sér sem ágeng planta í ís-
lensku umhverfi, þó hún geti vaxið í jafnvægi við annan gróður í uppmnalegum heimkynnum
sínum. Hún hefur stór fræ, er hávaxin, myndar breiður og getur þar að auki unnið köfiiunar-
efhi úr andrúmslofti með hjálp baktería. Þannig er hún sjálffi sér nóg um það áburðarefni sem
er hvað mest takmarkandi þáttur í íslenskum vistkerfum og getur vaxið á svæðum þar sem
aðrar tegundir eiga erfítt uppdráttar (Borgþór Magnússon o.fl. 2001). íslenskar rannsóknir
sýna að þar sem lúpína nemur land og myndar breiðu á snauðum jarðvegi eykst köfnunar-
efnisinnhald hans allt að tífalt (Borgþór Magnússon o.fl. 1995a).