Ráðunautafundur


Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 258

Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 258
256 RflÐUNAUTflfUNDUR 2003 Notkun fjarkönnunar við mat á gróðurfarsbreytingum Þórunn Pétursdóttir Landgrœðslu ríkisins YFIRLIT Markmið rannsóknarinnar var nota loftmyndir og landfræðileg upplýsingakerfí (LUK) til að skoða og skrá út- breiðslu alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) í Morsárdal í Skaftafelli og skoða jafnframt hvort einhveijar breytingar hefðu átt sér stað á stærð Bæjarstaðarskógar samhliða útbreiðslu lúpínunnar. Skoðaðar voru loft- myndir frá árabilinu 1965-2000. Þekja lúpínu og skógarins var mæld í LUK og borin saman yfir tímabilið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að á árabilinu 1965-1982 urðu litlar breytingar á útbreiðslu tegundanna, en ftá 1982 til 2002 jókst útbreiðsla lúpínu úr 0,5 ha í tæpa 32 ha og Bæjarstaðaskógur stækkaði úr 11,4 ha í 22,4 ha. Einnig kom í ljós að víða á svæðinu er að finna staka lúpínubletti, sem benda til að á næstu árum muni lúpínan halda áffarn að breiðast hratt út. FJARKÖNNUN OG LANDFRÆÐILEG UPPLÝSINGAKERFI Fjarkönnun er samheiti yfír ýmsa tækni, þar sem verið er að safna upplýsingum um land, vatn og andrúmsloft úr fjarlægð og eru til dæmis loft- og gervihnattamyndir dæmi um fjar- könnunargögn (Lillesand og Kiefer 1994). Fjarkönnun hentar einstaklega vel til athugana og mælinga á líf- og landffæðilegum einkennum landslags, vegna þess hve stórt og fjölbreytt svæði er hægt að skoða í einu. Þannig myndar landslagið eina heild og auðveldara er að sjá orsakasamhengi á milli ákveðinna vistfræðilegra ferla (Skánes 1996). Það hvaða fjarkönnunartækni nýtist best fer eftir því hvers konar rannsóknir eiga í hlut. Atriði eins og stærð, dreifing og tíðni fyrirbæris sem á að skoða hafa mikið að segja um hvaða aðferð verður fyrir valinu í hvert skipti. Sem dæmi má nefna að þegar breytingar á smáum skala yfír 50 ára tímabil em skoðaðar fer best á að nota loftmyndir og vinna með þær í þrívídd (Ihse 1989). Landffæðilegt upplýsingakerfí (LUK) er gagnagrunniu- sem nota má með loftmyndum. Þetta em kerfi sem em notuð til að safna, geyma, greina og túlka upplýsingar um ýmiskonar fyrirbæri á jörðinni (Lillesand og Kiefer 1994). Ein algengasta greiningin sem hægt er að vinna í LUK er yfirlagning; það er að leggja eina gerð gagna ofan á aðra til samanburðar og samþættingar. Þannig má leggja mörg lög korta/mynda, svokallaðar þekjur, saman í tímaröð og er þessi aðferð mjög mikilvæg til að rekja breytingar í landslagi í tíma og rúmi (Skánes 1996). LÚPÍNA í BÆJARSTAÐASKÓGI Alaskalúpína er dæmi um tegund sem getur ýmist hindrað viðgang annarra tegunda eða búið í haginn fyrir þær (Morris og Wood 1989). Lúpína virðist oft haga sér sem ágeng planta í ís- lensku umhverfi, þó hún geti vaxið í jafnvægi við annan gróður í uppmnalegum heimkynnum sínum. Hún hefur stór fræ, er hávaxin, myndar breiður og getur þar að auki unnið köfiiunar- efhi úr andrúmslofti með hjálp baktería. Þannig er hún sjálffi sér nóg um það áburðarefni sem er hvað mest takmarkandi þáttur í íslenskum vistkerfum og getur vaxið á svæðum þar sem aðrar tegundir eiga erfítt uppdráttar (Borgþór Magnússon o.fl. 2001). íslenskar rannsóknir sýna að þar sem lúpína nemur land og myndar breiðu á snauðum jarðvegi eykst köfnunar- efnisinnhald hans allt að tífalt (Borgþór Magnússon o.fl. 1995a).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.