Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 86
84
sveitum. Þessi svör gefa til kynna að grunnskólinn taki meira mið af aðstæðum bama í þétt-
býli en dreifbýli varðandi skipulag og umgjörð.
Þátttaka kvennanna í félagsmálum landbúnaðarins og sveitarstjómarmálum er vægast
sagt mjög lítil. Konumar eru sammála um að það þurfi að bæta þar um betur, en flestar þeirra
bera fýrir sig áhugaleysi.
NEÐURLAG
Samkvæmt því sem sagt hefur verið hér fyrir framan má sjá að félagslegar aðstæður fólks í
dreifbýli em almennt frekar slæmar, en þó ræðst það af nálægð við stærri þéttbýliskjama.
Staða menntamála er verri í hinum dreifðu byggðum landsins, atvinnulífið einhæfara, sam-
göngur erfiðar og minni möguleikar til menningar- og afþreyingameyslu. Það sætir því þó ef
til vill fiirðu að nokkur skuli vilja búa við slíkar aðstæður. En þó ekki, því kannski er óeðlilegt
að setja lífsaðstæður fólks sem kýs að búa í hinum dreifðu byggðum lands á sömu mælistiku
og þeirra sem hafa valið búsetu á þéttbýlustu stöðunum. Þeirra lífsgildi em ekki endilega þau
sömu, en hver og einn einstaklingur setur sér ákveðin markmið í lífmu og leiðin til þess að ná
þessum markmiðum er ekki endilega sú sama.
Fólk sem velur sér búsetu á landsbyggðinni og stundar landbúnaðarstörf velur sér þetta
lífsform vegna fyrri tengsla sinna við landbúnaðarsamfélagið eða vegna brennandi áhuga á
starfinu. Sem betur fer finnst nógu mörgum landbúnaðarstörfm það eftirsóknarverð að hægt
sé að halda uppi framleiðslu á landbúnaðarafurðiun sem annar innanlandsmarkaði.
Lífstíll eða lífsviðurværi? Ætli verði ekki að álykta svo að lífstíllinn vegi meira.
HEIMILDASKRÁ
Byggðastofnun, 1994. Breyttar áherslur í byggðamálum. Reykjavík október 1994.
Hjalti Jóhannesson, 1999. Inemal Migration in Iceland 1983-1987. A study of Regional Differences. YorkUni-
versity, Ontario.
Hjördís Sigursteinsdóttir, 1998. Staða kvenna í dreifbýli á Norðurlandi Vestra. Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri, Akureyri.
Ingi Rúnar Eðvarðsson, 1991. Frá landbúnaðarsamfélagi til upplýsingasamfélags. Rannsóknastofnun Háskólans
á Akureyri, Akureyri.
Ingi Rúnar Eðvarðsson, 1998. Byggðastefna til nýrrar aldar. Byggöastofiiun, Akureyri.
Ingi Rúnar Eðvarðsson o.fl., 2002. Háskólamenntun og búseta. Tengsl menntunarstaðar og búsetuvals. Byggða-
rannsóknastofnun íslands, Akureyri.
Karl Sigurðsson & Stefán Ólafsson, 1989. Búsetuóskir og fólksflutningar. Húsnæðisstofnun ríkisins, Reykjavík
Sigurður G. Magnússon, 1993. Alþýðumenning á íslandi 1985-1940. í: íslensk Þjóðfélagsþróun 1880-1990.
Félagsvísindastofnun og Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, Reykjavík.
Stefán Ólafsson, 1990. Lífskjör og lífshættir á Norðurlöndum. Iðunn, Reykjavík.
Stefán Ólafsson, 1993. Forsendur ffamfara í íslensku atvinnulífi. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands, Reykja-
vík.
Stefán Ólafsson, 1997. Búseta á íslandi. Rannsókn á orsökum búferlaflutninga. Byggðastofhun, Reykjavík.