Svava - 01.09.1898, Síða 26
Ti'2'2 HIN K.hrTA OG HIN HANGA MISS DALTON.
’Hún hlýtur að vera dóttir Ronalds, eins og Mont-
ford fullvissar mig um, á því er enginn efi. Hann segir
það líka satt, að ég ætti ekki að útskúfa lienni, og það
því síður, sem ég hefi eftil vill verið of harður við Ron-
ald‘, sagði Gerald Dalton.
’Eg ímynda mér að ég eigi þá að fara, þegar stúlka
þessi er komin‘, sagiji Oecil, mjög ólundarlega; því hanu
sá hvaða afleiðingar koma hennar gat liaft fyrir sig.
’Hei, engan veginn', ansaði Gerald Dalton. ’Auð-
vitað geri ég stúlku þessa að erfingja mínum, ef hún er
dóttir Ronalds; en þú mátt samt sem áður vera viss um
það, að ég gleymi ekki syni stjúpbróður míns. Ég veit
að þú hefir gert þér von um að verða einka-erfingi minn,
svo þetta eru vonbrigði fyrir þig, en hins vegar getur þú
ekki með sanngirni ætlast til, að ég geri eina barnið
einkasonar míns arflaust'.
’Yitaskuld ekki, fræn di minn‘, ansaði Cecil strax,
því hann hélt sig hafaosagt of mikið.
’Montford skrifar mér að hún sé hjá vinum sínum í
Brentrvoo d, og ég óska helzt að þú farir að finna hana‘,
og segir henni að mig langi .til að hún komi hingaö til
Ravensmere. Líklega veit hún eigi að hún á afa á lífi,
en samt vil ég að hún komi hingað. Mér þætti ekkert
að fara þetta sjálfur, ef gigtin ekki bannaði það‘.