Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Síða 24
Vikublað 19.–21. apríl 201624 Fólk Viðtal
H
afdís var sex árum eldri en
ég og það var svolítið sér-
stakt að á einum tíma-
punkti var hún eldri systir
mín, svo vorum við jafn-
ingar að vissu leyti og síðan tók ég
fram úr henni í þroska og þá varð
hún þannig séð yngri systir mín. En
við vorum mjög náin, alla vega eins
náin og hægt er miðað við aðstæður
af þessu tagi. Mér þótti gríðarlega
vænt um Hafdísi,“ segir Hafsteinn
um systur sína sem lést við voveif-
legar aðstæður árið 1991.
Hafsteinn er fæddur árið 1972
og ólst upp hjá foreldrum sínum,
Hafsteini og Ritu, í Kópavoginum.
Skólagangan var Kárnesskóli, svo
Þinghólsskóli, MK og FG. Eldri
systur hans eru þrjár: Sonja, Linda
og svo Hafdís. Samband Hafsteins
og Hafdísar var óvenjulegra en
gengur og gerist en hún glímdi við
þroskaskerðingu. Þegar hún komst
á fullorðinsár hafði hún þroska á við
12 ára barn.
Hefur aldrei reiðst
banamanni systur sinnar
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson var 18 ára gamall þegar eldri
systur hans var ráðinn bani á hrottalegan hátt og þá missti hann föður sinn
óvænt einum og hálfum mánuði síðar. Móðir hans og systir létust með stuttu
millibili og í millitíðinni missti hann heimili sitt og allar eigur eftir íkveikju. Þrátt
fyrir síendurtekin áföll má hvergi greina hjá honum angur af hatri eða biturleika.
Hann er einn af þeim fáu hér á landi sem bera starfsheitið sáttamiðlari en í starfi
sínu hefur hann meða annars leitt saman ósátt pör og komið að vinnustaða-
deilum og sáttum í forræðismálum. Stundum gengur það út á að að fyrirgefa og
halda áfram en fáir geta sett sig jafn vel í þau spor og Hafsteinn sjálfur.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
„Ég
man að
ég var hræddur
við hann. Mér
leið ekki vel í
kringum þenn-
an mann.
AP
ÓT
EK
UM
SN
YR
TIS
TO
FU
M
&
SN
YR
TIV
ÖR
UV
ER
SL
UN
UM
Marg
verðlaunaðar
snyrtivörur frá
Þýskalandi
Fermingagjafir
www.artdeco.de
artdecois
f