Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2016, Qupperneq 27
Vikublað 19.–21. apríl 2016 Kynningarblað - Útivist 3 Spennandi og fjölbreyttar gönguferðir um landið Ferðafélagið Útivist Þ egar vorið nálgast leggjast margir yfir landakort og ákveða gönguferðir fyrir sumarið. Áhugi á hollri úti­ veru í náttúrunni hefur auk­ ist mikið undanfarin ár og sífellt fleiri reima á sig gönguskó og leggja af stað í óbyggðir og á heiðar. Ferðafélagið Úti­ vist er tilvalinn vettvangur til að stunda þetta heilsusamlega áhugamál. Til að taka þátt í starfi Útivistar þarf að ger­ ast félagsmaður, en skráning í félagið er einfalt ferli og kostar ekki mikið, sér­ staklega þegar haft er í huga það sem félagsmönnum stendur til boða. Gunnuhver úr Grindavík sunnudaginn 24. apríl Útivist er með starfsemi allt árið þó svo mest sé um að vera í starf­ inu yfir sumarið. Flesta sunnudaga ársins er boðið upp á dagsferðir. Rauður þráður í dagsferðum ársins í ár er raðganga þar sem gengið er eft­ ir strandlengju Reykjaness í nokkrum áföngum. Næsta sunnudag verður gengið frá Grindavík að Gunnuhver og þó svo fyrstu áfangar raðgöngunn­ ar séu að baki er vel hægt að bætast í hópinn og taka þá áfanga göngunnar sem heilla. Útivistargírinn öll miðvikudagskvöld Nýlega var hleypt af stokkunum nýrri göngudagskrá hjá Útivist, en hún kallast Útivistargírinn. Þetta eru ókeypis göngur á miðvikudögum sem eru tilvaldar til að „koma sér í gírinn“ fyrir sumarið. Þessi dagskrá tekur við af miðvikudagsgöngum Útivistarræktarinnar sem hefur verið á dagskrá Útivistar í mörg ár, en helsti munurinn er sá að hér er haldið mun meira utan um dagskrána og ferðirn­ ar. Kraftmikill hópur fararstjóra stýrir þessum göngum og sér til þess að allt gangi vel fyrir sig ásamt því að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Jónsmessugangan Þeir sem taka virkan þátt í göngum Útivistar gírsins ættu að vera að þeim loknum komn­ ir í gott form til að koma í Jónsmessu­ göngu Útivistar. Jónsmessu helgin er jafnan stærsti viðburður ársins hjá Útivist. Í ár bjóðum við upp á tvenns konar göngu. Annars vegar er boðið upp á hefð­ bundna næturgöngu yfir Fimmvörðu­ háls. Lagt verður af stað frá Reykja­ vík á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni verð­ ur stoppað á völdum stöðum og boð­ ið upp á hressingu. Í dögun á laugar­ degi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Hins vegar bjóðum við upp á skemmtilega göngu um einstakt göngusvæði á Goðalandi inn af Bás­ um. Þetta er tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja taka þátt í margrómaðri Jónsmessugleði Útivistar og kjósa þægilega göngu án mikillar hækkun­ ar. Laugardagskvöldið verður slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir. Sveinstindur og fleira spennandi Eftir Jónsmessu er á dagskrá fjöldi styttri og lengri gönguferða. Í hóp skrautfjaðra í dagskrá Útivistar má nefna göngu frá Sveinstindi við Langasjó og niður með Skaftá, leið sem nefnist Sveinstindur – Skælingar. Í beinu framhaldi af þeirri göngu er Strúts stígur sem er skemmtileg leið sem býður meðal annars upp á bað í Strútslaug sem er náttúruleg laug í Hólmsárbotnum. Þá hef­ ur félagið verið að móta nýja leið að Fjallabaki sem nefn­ ist Dalastígur og býður upp á flest það sem gerir Fjallabaks­ svæðið svo heillandi. Sjá nán­ ar á heimasíðu Útivistar, www. utivist.is. n Ferðafélagið Útivist Laugavegi 178 105 Reykjavík Sími: 562-1000 utivist@utivist.is Opið alla virka daga frá kl. 12–17 Heillandi útivistarferðir um náttúruperlur Evrópu Íslandsvinir bjóða fjölbreyttar ferðir F erðaskrifstofan Íslandsvinir býður í sumar og haust upp á fjölbreytt úrval göngu­ og hjólaferða til Evrópu, í fararstjórn reyndra farar­ stjóra. Brandur Jón Guðjónsson er ábyrgðaraðili utanlandsferða Ís­ landsvina: „Ferðirnar okkar eru hugsaðar fyrir hvern þann sem hefur löngun til þess að fara ÚT og reyna passlega mikið á sig, en einnig að upplifa nýtt umhverfi, landslag, loftslag, gróðurfar og dýralíf, að ógleymdri menningu. Það er margsannað að fólk sem skellir sér með í svona ferð kemur, þrátt fyrir smá puð, heim aftur vel úthvílt og sælt og tilbúið að takast á við hversdaginn, uppfullt af skemmtilegum minningum. Og mjög oft myndast traust vinabönd sem endast alla ævi, eftir sameigin­ lega upplifun.“ Ferðirnar sem Íslandsvinir bjóða upp á í ár eru að sögn Brands til áhugaverðra staða: „Hjólaferðirnar eru fimm: að Gardavatninu á Ítalíu, tvær með­ fram Dóná í Austurríki, frá fjöru til fjalls í Slóveníu og um eyjar í Kvarner­ flóanum í Króatíu. Og síð­ an eru fjórar gönguferðir: að Garda­ vatninu á Ítalíu, um fallegt svæði í Noregi, uppi í Tíról í Austur ríki og umhverfis Mont Blanc þar sem farið er um Frakkland, Ítalíu og Sviss, og allar eru þessar ferðir að sjálfsögðu hver annarri áhugaverðari“ segir Brandur og bætir við að vissulega séu þær miserfiðar, en að allir ættu að geta fundið sér ferð við hæfi. Spurður hvort að hann vilji nefna einhverja eina ferð sérstak­ lega segist hann helst ekki vilja það því þá komi að sjálfsögðu upp þessi sígildi frasi um að maður geri ekki upp á milli barnanna sinna: „Nei, því miður legg ég ekki í það, en ég get í hverju tilfelli fyrir sig lofað góðu ferðalagi um fallegar slóðir og að við öll sem erum farar­ stjórar í þessum ferðum leggjum okkur fram við að gera hverja ferð sem besta fyrir hvern þann sem með okkur kemur,“ segir Brandur og bætir við: „Við erum stolt af úr­ valinu og ég vil hvetja þá sem enn eiga eftir að ákveða hvort eða hvert á að fara í ár til þess að kíkja inn á heimasíðuna okkar til þess að skoða spennandi ferðir, og þar sést einnig að við erum með valkosti sem henta nánast hverjum sem er.“ n islandsvinir.is facebook.com/islandsvinir info@explorer.is sími 510-9500 Mont Blanc Þeir eru margir tignarlegir fjallasalirnir í nágrenni Mont Blanc. Íslandsvinir verða með ferð síðsumars þegar genginn verður TMB-hringurinn umhverfis tindinn (Tour du Mont Blanc). Hjólreiðar Það er létt að renna um á reiðhjóli eftir sléttum og góðum hjólastígunum með- fram Dóná. Í svona hópferðum myndast yfirleitt góður vinskapur og samheldnin verður mikil. Strada del Ponale Hér er farið um magnað mannvirki við Gardavatnið á Ítalíu, Strada del Ponale, en í þeirri hjólaferð, eins og öllum öðrum ferðum Íslandsvina, er farið um fjölbreytt og fallegt landslag og ótal margt að sjá og upplifa. „Brölt og Bjór“ Í langri göngu- eða hjólaferð er nauðsyn- legt að gæta vel að vökvabúskap líkamans, og þessi drykkur á því sérlega vel við í gönguferð sem heitir „Brölt og Bjór“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.