Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Síða 4
Helgarblað 27.–30. maí 20164 Fréttir Safna 150 milljónum fyrir skuldum Fáfnis n Boðað til hluthafafundar hjá Fáfni Offshore n Stjórnin vill gefa út skuldabréf S tjórn Fáfnis Offshore hef­ ur boðað til hluthafafundar í dag þar sem tillaga henn­ ar um 150 milljóna króna skuldabréfaútgáfu fyrirtækis­ ins verður tekin fyrir. Með fjármögn­ uninni á að greiða afborganir lána og vexti til Íslandsbanka og norska fjármálafyrirtækisins EksportKreditt Norge AS og þannig tryggja áfram­ haldandi rekstur fyrirtækisins. Fáfn­ ir rekur sérútbúna fimm milljarða króna olíuþjónustuskipið Polarsys­ sel, dýrasta skip Íslandssögunnar, en smíði á öðru skipi fyrirtækisins, Fáfni Viking, var stöðvuð vegna verk­ efnaskorts. Lengt í lánum Samkvæmt fundarboði stjórnarinnar, sem DV hefur undir höndum, vill hún fá leyfi hluthafa Fáfnis fyrir skulda­ bréfaútgáfu upp á allt að 150 millj­ ónir króna. Breytanleg skuldabréf verði gefin út ekki seinna en 11. júní næstkomandi, með 20% ársvöxtum, sem hægt verði að skipta fyrir hluta­ fé í olíuþjónustufyrirtækinu. Jóhann­ es Hauksson, stjórnarformaður Fáfn­ is og starfsmaður Íslandssjóða, sem stýrir framtakssjóðnum Akri, stærsta hluthafa Fáfnis, segir samkomulag við Íslandsbanka og EksportKreditt, um lengingu á lánum fyrirtækisins, vera á borðinu. Fáfnir réðst einnig í skuldabréfa­ útgáfu í febrúar síðastliðnum og hljóðaði hún upp á allt að 195 millj­ ónir króna. Tilgangur hennar var að útvega félaginu fé fyrir greiðslu til norsku skipasmíðastöðvarinnar Hay­ vard vegna fimm milljarða króna skipsins Fáfnir Viking sem fyrirtæk­ ið átti upphaflega að fá afhent fyr­ ir tveimur mánuðum. Þau bréf voru einnig gefin út með 20% ársvöxtum og með heimild til að skipta þeim fyr­ ir hlutafé sem samsvaraði meirihluta hlutafjár í Fáfni. Eignarhlutur þeirra hluthafa sem tóku ekki þátt í skulda­ bréfaútgáfunni þynntust því út eins og mun koma til með að gerast á næstu dögum og vikum fari svo að hluthafafundurinn samþykki seinni útgáfuna næsta föstudag. Fluttu út Framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, á 30% hlut í Fáfni. Þar á eftir kem­ ur Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta, með 23%. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Fáfnis á Stein­ grímur Erlingsson, stofnandi og fyrr­ verandi forstjóri fyrirtækisins, 21% hlut í gegnum einkahlutafélagið Fafni Holding. Hinir fimm hluthafarnir, þar á meðal Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfest­ is og fyrrverandi forstjóra Glitnis, og Hav yard Ship Invest AS, sem er í eigu norsku skipasmíðastöðvarinnar Hav­ yard, eiga minna en 10% hver. Steingrími var eins og komið hef­ ur fram sagt upp störfum í desember. Lækkun olíuverðs hafði þá gjörbreytt verkefnastöðu margra fyrirtækja sem þjónusta olíuiðnaðinn. DV fjallaði í febrúar um árangurslausa tilraun hans til að kaupa fyrirtækið af nú­ verandi eigendum þess. Á hluthafa­ fundinum í febrúar reyndi Stein­ grímur að koma Katli Sigurjónssyni, sérfræðingi í orkumálum og fyrrver­ andi orkubloggara, inn í stjórn félags­ ins fyrir hans hönd. Aðrir hluthaf­ ar Fáfnis studdu Davíð Stefánsson, starfsmann Íslandssjóða. Í apríllok barst Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra síðan tilkynning um að höfuðstöðv­ ar Fáfnis væru ekki lengur staðsettar á Bárugötu 4 í Reykjavík en húsnæðið er í eigu Steingríms. Þjónustusamningur Fáfnis Off­ shore við Sýslumanninn á Svalbarða hefur um langt skeið verið eina verk­ efni fyrirtækisins en hann var í vetur lengdur úr sex mánuðum á ári í níu. Samkvæmt upplýsingum DV reyna stjórnendur Fáfnis að ná samningi við sýslumanninn um að hann nái til tólf mánaða á ári. Jóhannes Hauks­ son vill í samtali við DV ekki staðfesta það. „Það er verið að skoða verkefni fyrir þessa þrjá mánuði sem eru til viðbótar og það er bara í vinnslu,“ segir Jóhannes. n Stjórnarformaðurinn Jóhannes Hauksson segir skuldabréfaútgáfuna þurfa til svo Fáfnir geti staðið við samkomulag við Íslandsbanka og Eksportkreditt um lengingu í lánum olíuþjónustufyrirtækisins. Polarsyssel Lækkun olíuverðs hefur haft áhrif á verkefnastöðu Fáfnis Offshore en íslenskir lífeyrissjóðir og ríkisbankinn Íslands- banki eru í hluthafahópi þess. Bankinn er einnig stór lánveitandi fyrirtækisins. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.