Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Síða 9
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Fréttir 9 E rlendir fjárfestar, sem eru stórir hluthafar í nokkrum þekktum íslenskum fyrir- tækjum, gætu þurft að greiða til Seðlabankans milljarða króna taki þeir þátt í gjaldeyrisút- boði bankans um miðjan næsta mánuð þar sem eignarhlutur þeirra í félögunum er skilgreindur sem aflandskrónueign. Þar munar ekki síst um 25% hlut bandaríska fjár- festingasjóðsins Yucaipa í Eimskip, sem er metinn á um tólf milljarða miðað við núverandi gengi bréfa í skipafélaginu, en sjóðurinn þyrfti að leggja inn um þrjá milljarða á reikning Seðlabankans ef hann kýs að taka þátt í útboðinu. Eimskip hef- ur verið skráð í Kauphöll Íslands frá árinu 2012. Samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um meðferð aflandskrónueigna, sem var samþykkt á Alþingi síðast- liðið sunnudagskvöld, eru ýmsar eignir í formi hlutafjár í skráðum og óskráðum innlendum félögum taldar vera aflandskrónueignir. Þetta eru nýmæli en fram til þessa hefur Seðlabankinn ekki skilgreint slíkar hlutafjáreignir sem hluta af aflandskrónustabbanum. Fyrir utan eignarhlut Yucaipa í Eimskip þá nær þetta ákvæði í frumvarpinu, samkvæmt heimildum DV, með- al annars einnig til umtalsverðra eignarhluta sem erlendir aðilar eiga í HS Orku, eignaumsýslufélaginu Klakka og Verði tryggingafélagi. Gjald fyrir ráðstöfunarrétt Í útboðsskilmálum Seðlabankans, sem voru birtir á vef bankans síð- astliðinn miðvikudag, segir að upp- gjör tilboða frá eigendum slíkra aflandskrónueigna skuli fara þannig fram að milligönguaðili leggur krón- ufjárhæð inn á reikning bankans. Fjárhæðin ræðst af markaðsvirði aflandskrónueignar og útboðsgengi en Seðlabankinn hefur gefið út að það verði á bilinu 190 til 210 krón- ur fyrir hverja evru. Ef útboðsgengið verður þannig 200 krónur fyrir hverja evru, sem myndi þýða 30% afföll miðað við skráð gengi krónunnar, þá þyrfti eigandi aflandskrónueign- ar í formi hlutafjár sem væri metin á tólf milljarða króna að greiða þrjá milljarða inn á reikning Seðlabank- ans. Með því að greiða slíkt gjald – 30% af markaðsvirði eignarinnar – fá eigendur aflandskrónueigna í formi hlutafjár undanþágu frá takmörkun- um laga um gjaldeyrismál. Þannig væri fjárfestingasjóðnum Yucaipa í kjölfarið heimilt að selja hlut sinn í Eimskip, ef hann kýs, og flytja sölu- andvirðið úr landi. Þeim, sem eiga hlutabréf í íslensk- um félögum, er valfrjálst, rétt eins og gildir um alla aflandskrónueigendur, að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðla- banakans. Kjósi þeir að taka ekki þátt í útboðinu munu þeir hins vegar þurfa að koma andvirði hlutabréf- anna fyrir á bundnum reikningum á 0,5% vöxtum ef þeir selja bréfin. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sagt að það sé óvíst hvenær eigendur aflandskrónueigna, sem ekki taka þátt í útboði Seðlabankans, geti átt von á því að geta losað þær úr landi. Keyptu á árinu 2009 Bandaríski sjóðurinn Yucaipa, sem er stærsti einstaki hluthafi Eim- skips, eignaðist upphaflega 32% hlut í skipafyrirtækinu þegar hann kom að endurskipulagningu félagsins árið 2009 með því að fjárfesta í frystig- eymslustarfsemi í Norður-Ameríku og lagði inn nýtt hlutafé í Eimskip. Aðrir erlendir fjárfestar, sem eru taldir eiga aflandskrónueignir í formi hluta- fjár í íslenskum félögum, komu einnig sem hluthafar á árunum 2009 og 2010. Þannig er 66% hlutur kanadíska orkufyrirtækisins Alterra Power, áður Magma Energy, í HS Orku skilgreind- ur sem aflandskrónueign en félagið keypti upphaflega samtals 98% hlut í orkufyrirtækinu fyrir um 30 millj- arða. Þá er hlutur BankNordik í Verði tryggingafélagi, sem stendur núna í 49%, talinn vera aflandskrónueign en færeyski bankinn keypti fyrst 51% hlut í félaginu á árinu 2009. Þrem- ur árum síðar eignaðist bankinn tryggingafélagið að fullu. Á síðasta ári seldi BankNordik hins vegar 51% hlut í félaginu til Arion banka fyrir 2,7 milljarða og hefur Arion banki heim- ild til að kaupa allt hlutafé í trygginga- fyrirtækinu frá og með næsta ári. Frumvarp fjármálaráðherra um meðferð aflandskrónueigna bitn- ar einnig á hagsmunum bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner en sá sjóður var í hópi umsvifamestu kröfuhafa föllnu bankanna. Þannig er ríflega 13% eignarhlutur Burlington Loan Management, sjóður í stýr- ingu Davidson Kempner, í eigna- umsýslufélaginu Klakka skilgreind- ur sem aflandskrónueign en Klakki er sem kunnugt er móðurfélag fjár- mögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Sá sem stýrir umsvifum Burlington á Ís- landi er Bretinn Jeremy Lowe en sjóð- urinn hefur tögl og hagldir í Lýsingu sem stærsti hluthafinn – eignarhlutur hans nemur 45% – og jafnframt eini lánveitandi félagsins. Íslenska ríkið er næststærsti hluthafinn með um 30% sem það á með beinum og óbein- um hætti í gegnum eignarhald sitt á Klakka. n Eigendum aflandskrónueigna í formi reiðufjár og ríkisverð- bréfa býðst að selja eignir sínar í skiptum fyrir reiðufé í erlendum gjaldeyri á genginu 190 til 210 krónur fyrir hverja evru í gjaldeyrisútboði Seðla- bankans. Fer útboðið fram, eins og upplýst var um í DV síðastliðinn þriðjudag, hinn 16. júní næstkomandi en eigendur aflandskróna að fjárhæð tæplega 320 milljarða króna geta tekið þátt í útboðinu. Verð seldra evra í gjaldeyris- útboði Seðlabankans ræðst af þátttöku í útboðinu. Þannig fá aflandskrónueigendur hagstæðara útboðsgengi ef fleiri aðilar kjósa að taka þátt í útboð- inu og þá um leið eru auknar líkur á því að ekki verði neinar eftirlegukindur (e. hold-outs) í hópi aflandskrónueigenda eftir að útboðinu lýkur. Útboðið verður 16. júní Hörður Ægisson hordur@dv.is Gætu þurft að greiða milljarða í gjald til Seðlabankans n Stórir hlutir í íslenskum félögum taldir aflandskrónueign n Greiði gjald fyrir undanþágu Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré. · Mikið úrval efna, áferða og lita. · Framleiðum eftir óskum hvers og eins. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Eimskip Ríflega 25% hlutur bandaríska sjóðsins Yucaipa er skilgreindur sem aflandskrónueign. Mynd ArnAldur HAlldorsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.