Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 27.–30. maí 201610 Fréttir » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Framsóknarmenn vilja síður kosningar í haust n Meiri fyrirvari á þingmönnum Framsóknar sem segjast fylgjandi n DV spurði stjórnarþingmenn M inni stuðningur er innan þingflokks Framsóknar- flokksins við áform forystu- manna ríkisstjórnarinnar um að stytta kjörtímabilið og boða til alþingiskosninga í haust. DV sendi fyrirspurnir á alla þing- menn og ráðherra stjórnarflokkanna þar sem þeir voru spurðir hvort þeir væru persónulega fylgjandi eða and- vígir þeim áformum. Meirihluti þing- manna Framsóknarflokksins, sem svöruðu fyrirspurn DV, eru and- vígir því að gengið verði til kosninga í haust og þeir sem segjast ætla að styðja ákvörðunina hafa flestir mik- inn fyrirvara á afstöðu sinni og virð- ast gera það af semingi. Á sama tíma er meirihluti þingmanna Sjálfstæðis- flokksins sem svöruðu fylgjandi því að ganga til kosninga fyrr. Hægt að kortleggja meirihlutann 16 af 38 þingmönnum stjórnarflokk- anna svöruðu skriflegri fyrirspurn DV og lýstu afstöðu sinni til kosninga í haust. Tíu framsóknarmenn og sex sjálfstæðismenn. Einn þingmaður af- þakkaði að svara spurningu DV. Það var Vigdís Hauksdóttir, sem kvaðst á sjö árum sínum á þingi aldrei hafa tekið þátt í „skoðanakönnun þing- manna frá fjölmiðlum“ og frá þeirri reglu ætlaði hún ekki að víkja. En þrátt fyrri dræm viðbrögð meirihlutans hafa ýmsir þeirra þegar tjáð hug sinn opinberlega á undanförnum vikum. Þegar sú af- staða sem endurspeglast í þeim er tekin með í reikninginn er hægt að kortleggja afstöðu minnst 22 þing- manna. Aðrir virðast hafa haldið spilunum þétt upp að sér. Framsóknarmenn á móti Af þessum 22 sem ýmist svöruðu fyrirspurn DV eða hafa tjáð sig op- inberlega um kosningarnar í haust eru 9 úr röðum Framsóknarflokks andvígir því að kjósa fyrr, en aðeins 2 úr Sjálfstæðisflokki. Þegar kemur að því að vera fylgj- andi því að ganga til kosninga í haust segjast þrír þingmenn Framsóknar munu vera það. Auk þeirra stendur Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráð- herra, í það minnsta opinberlega, með þeirri yfirlýsingu sem hann gaf ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármálaráð- herra og formanni Sjálfstæðisflokks- ins, í byrjun apríl um að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing og boð- að yrði til kosninga í haust. Allir þeir framsóknarmenn sem svöruðu DV og túlka má sem stuðningsmenn þess að kjósa í haust gera það hins vegar með semingi. Segjast persónulega á móti því að flýta kjörtímabilinu eða að eðli- legast væri að kjósa í vor. En þeir muni virða og/eða styðja áform um kosn- ingar í haust. Alls eru sjö þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, að Bjarna meðtöldum, sem segjast, eða hafa áður sagst, fylgjandi því að ganga til kosninga fyrr. Sigmundur gaf tóninn Af þessu má bersýnilega sjá að það er alls ekki einhugur innan stjórnar- flokkanna hvort boða eigi til kosn- inga í haust. Nú síðast steig Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, fram í fjölmiðlum á sunnudag og lýsti því yfir að hann teldi ekkert liggja á að kjósa fyrr. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnu- dag að hann hefði heyrt á þing- mönnum, ekki aðeins í hans eigin flokki, að þeir teldu ekki viturlegt að fara í kosningar núna. Opinberlega virðast því þing- menn Framsóknarflokksins vera að fylkja sér á bak við formann flokks- ins í andstöðu sinni til snemm- búinna kosninga og halda fastar í þá fyrirvara og loðna orðalag sem loðað hefur við loforð forystu- mannanna í umrótinu í byrjun apríl. Á sama tíma virðast þingmenn Sjálf- stæðisflokks einnig styðja formann sinn og taka undir afstöðu Bjarna Benediktssonar um að boðað verði til kosninga. Fælir fylgið? Ástæðan kann að liggja í því að sam- kvæmt skoðanakönnunum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks minni ástæðu til að óttast um hag sinn og stöðu í kjölfar kosninga. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup 3. maí mælist flokkurinn með 27% fylgi. En Fram- sóknarflokkurinn mælist með 10,5% fylgi og myndi tapa ansi mörgum þingsætum ef það yrði uppskeran úr haustkosningum. Sem fyrr segir sendi DV öllum þingmönnum og ráðherrum stjórn- arflokkanna skriflega fyrirspurn, mánudaginn 23. maí síðastliðinn, þar sem spurt var hvort viðkomandi væri persónulega fylgjandi eða and- vígur því að kjörtímabilið verði stytt og gengið verði til alþingiskosn- inga í haust, eins og stefnt er að og þingmönnum boðið að rökstyðja svör sín í hnitmiðuðu máli. Erindið var síðan ítrekað miðvikudaginn 25. maí og fimmtudaginn 26. maí en viðbrögðin voru, sem fyrr segir, fremur dræm. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ekki eining Þótt Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson hafi lofað og ítrekað áform sín um þingkosningar strax í haust þá er alls ekki eining um málið innan þingflokka stjórnarflokk- anna. Framsóknarmönnum hugnast illa að ganga til kosninga. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.