Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Síða 14
Helgarblað 27.–30. maí 201614 Umræða
É
g held það deili margir með
mér þeirri tilfinningu að tím-
inn líði hratt, en mér finnst
ég vera tiltölulega nýkom-
inn úr merkilegu ferðalagi yfir
alla norður-amerísku heimsálfuna á
hálfrar aldar gömlum bíl. En samt er
það svo að um daginn hringdi Sveinn
vinur minn í Plúsfilm og sagði að þar
sem nú þessa dagana væru rétt tíu ár
frá þeirri för þá ætlaði hann að frum-
sýna heimildamynd um reisuna í Bíó
Paradís. Og ég áttaði mig á því að ég
yrði að búa mig undir það andlega
að endurlifa förina, horfa á sjálfan
mig á bíótjaldi, aðeins dökkhærðari
en ég er núna en samt sami kján-
inn; endurlifa för sem útgefandinn
Jóhann Páll Valdimarsson, sem var
ljósmyndarinn í hópnum, sagði að
hann hygðist skrifa bók um, eða eins
og hann orðaði það: „bók sem fjall-
aði um hvernig lifa skuli af slíka hel-
reið með fjórum geðsjúklingum og
yrði notuð við kennslu í geðhjúkr-
unarfræði í skólum landsins.“
„Hef lesið bókina þína“
Reyndar hefur sú bók enn ekki birst,
en þó kom út bókin „Úti að aka – á
reykspúandi kadillakk yfir Ameríku“
með ljósmyndum Jóhanns og texta
okkar Ólafs Gunnarssonar og gerði
það gott á markaði hér um árið. Hún
hefur dálítið sérstakan sess í höf-
undarferlinum því að hún vann að
einhverju leyti nýjan lesendahóp,
og þá hjá fólki sem er ekki endilega
spennt fyrir bókmenntum en hef-
ur þeim mun meira gaman af bílum
og ferðalögum; ég hef á síðasta ára-
tug ósjaldan lent á spjalli við stór-
skemmtilega menn sem hafa lesið
þessa bók eina af höfundaverki okk-
ar Ólafs, og reyndar veit ég alltaf um
hvað er verið að tala þegar einhver
segir við mig: „Já, ég hef lesið þarna
bókina!“ að þá er átt við Úti að aka.
Sumir hafa gert grín að okkur Óla,
tveimur miðaldra mönnum að láta
einhvern stráka- og töffaradraum
rætast, og sumpart gerum við það
sjálfir í bókinni, en auðvitað var það
fyrst og fremst löngunin til að ferðast
á spennandi slóðir sem kveikti í okk-
ur. Sjálfur þýddi Óli Gunn fyrir aldar-
fjórðungi bókina „Á vegum úti“ eftir
bítskáldið Jack Kerouac, mikla uppá-
haldsbók okkar beggja, og í kringum
mann hafa alla ævi hljómað lög eins
og „You get your kicks / on Route 66“
en það er einmitt sá vegur sem við
fylgdum megnið af leiðinni. Við Óli,
sem höfum lengi þekkst, höfðum oft
talað um að fara svona ferð, og þegar
við ákváðum loks að láta verða af
henni og skrifa svo bók um reisuna
og bárum málið undir útgefanda
vorn, Jóhann Pál, þá varð hann svo
spenntur að hann ákvað semsagt að
slást í förina. Þegar svo var orðið klárt
að við færum þetta á hálfrar aldar
gömlum kagga varð ljóst að einhver
yrði að vera með sem kynni að laga
bilanir í þannig bílum, og það varð
okkur til happs að meginsnillingur-
inn Steini í Svissinum var tilbúinn í
slaginn. Enn bættist svo í föruneytið
þegar ég hitti semsé gamlan vin og
samstarfsmann, Svein M. Sveinsson
í Plúsfilm, og þegar hann heyrði um
væntanleg plön fannst honum ekki
annað koma til greina en að hann
fylgdi í humátt á eftir og filmaði okk-
ar för. Og er hann semsé að frumsýna
afraksturinn þessa dagana.
Arnaldur Indriða í San Fransisco
Svo gerast óvæntir hlutir í sambandi
við svona lagað, eins og allt annað.
Þegar við, fyrir semsé rúmum ára-
tug, vorum að búa okkur undir að
leggja af stað, þá hitti ég kollega okk-
ar Óla, Arnald Indriðason, í einhverju
boði með útlendingum sem hér voru
staddir. Í spjalli okkar tveggja barst í
tal væntanleg ökuferð yfir Ameríku
Tilboð þér að kostnaðarlausu
Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is
ALHLIÐA
FASTEIGNAVIÐHALD
Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir
Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir
Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna
Úti að aka
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
n Nú er það bíómyndin „Og ég áttaði mig
á því að ég yrði að
búa mig undir það and-
lega að endurlifa för-
ina, horfa á sjálfan mig
á bíótjaldi, aðeins dökk-
hærðari en ég er núna en
samt sami kjáninn.
Kærkomin hvíld Steini í Svissinum
leggur sig á bílhúddinu eftir stranga
viðgerðartörn. Mynd JoHAnn PAll VAldIMArSSon