Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2016, Síða 16
Helgarblað 27.–30. maí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Hindrun rutt úr vegi M eð frumvarpi fjármála- ráðherra um meðferð aflandskrónueigna að fjár- hæð 320 milljarða króna er tekið enn eitt risaskrefið við að hrinda í framkvæmd áætlun stjórnvalda um afnám hafta. Allt útlit er fyrir að með þeim aðgerðum sem núna hafa ver- ið boðaðar til að leysa aflandskrónu- vandann verði í kjölfarið hægt að lyfta höftum á íslensk heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði með afgerandi hætti á komandi mánuðum – átta árum eftir að þau voru fyrst kynnt til sögunnar af brýnni nauðsyn. Aflandskrónueigendur eru að stærstum hluta aðeins nokkrir banda- rískir fjárfestingasjóðir. Valkostir þeirra eru skýrir. Í gjaldeyrisútboði Seðla- bankans í næsta mánuði býðst þeim að selja eignir sínar í skiptum fyrir reiðufé í erlendum gjaldeyri á genginu 190 til 210 krónur fyrir hverja evru. Að öðrum kosti verða fjármunir þeirra fluttir á læsta reikninga sem bera 0,5% vexti. Þá fá aflandskrónueigendur sem ekki taka þátt í útboðinu tímabundna heimild – frá 1. september til 1. nóv- ember 2016 – til þess að eiga í gjaldeyr- isviðskiptum við Seðlabankann á við- miðunargenginu 220 krónur gagnvart evru. Ríkur hvati er því fyrir þátttöku í útboðinu fyrir þá sem vilja losna með fé sitt strax úr landi. Lykilatriði í áætlun stjórn- valda er að enginn er þvingaður til að selja aflandskrónueignir sínar. Fjárfestingar- og úttektarheimild- ir aflandskrónueigenda eru þvert á móti rýmkaðar og þá geta þeir áfram átt eignir sínar, sem eru einkum rík- isskuldabréf, þangað til á gjalddaga – en eftir þann tíma flytjast þær yfir á bundna vaxtalausa reikninga. Með þessu móti er tryggt að böndum verð- ur komið á allar aflandskrónueign- ir og síðustu hindruninni þannig rutt úr vegi fyrir almennri haftalosun á Ís- lendinga. Æskilegast væri vitaskuld að sem flestir aflandskrónueigendur taki þátt í útboðinu þannig að vandinn verði leystur með endanlegum hætti. Ómögulegt er hins vegar að segja fyrir um hvort það verði niðurstað- an. Sumir bandarískir fjárfestinga- sjóðir hafa látið að því liggja að þeir séu ekki reiðubúnir að selja krónu- eignir sínar með tugprósenta afföll- um miðað við skráð gengi krónunnar. Ekki er hægt að útiloka að þeir muni láta reyna á rétt sinn fyrir dómstól- um. Engin ástæða er aftur á móti til að hafa áhyggjur af slíkum lagalegum ágreiningi. Aðgerðirnar grundvall- ast á nálgun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins við losun hafta frá árinu 2012 og þá hafa stjórnvöld notið liðsinnis fær- ustu innlendra og erlendra ráðgjafa við undirbúning útboðsins. Röksemdir bandarískra vogunar- sjóða fyrir því að aðgerðir stjórnvalda séu óréttmætar eru einkum af tvenn- um toga. Í fyrsta lagi séu efnahagsað- stæður með þeim hætti á Íslandi, þar sem óskuldsettur forði Seðlabank- ans er orðinn meiri en 400 milljarð- ar, að stjórnvöld geti ekki borið fyrir sig neyðaraðstæður til að réttlæta að- gerðir sem fela í sér skerðingu á eign- um aflandskrónueigenda. Í öðru lagi sé rangt að skilgreina eignir þeirra sem kvikar krónueignir sem myndu leita úr landi um leið og höftum yrði aflétt; þvert á móti hafi þeir áhuga á frekari fjárfestingum á Íslandi. Þrátt fyrir að gjaldeyrisstaða þjóðarbús- ins hafi vitaskuld tekið stakkaskipt- um á allra síðustu árum þá hefur stefna stjórnvalda ávallt verið sú að nýta hana til að skapa forsendur fyr- ir afnámi hafta á Íslendinga. Erlend- ir kröfuhafar föllnu bankanna fengu þannig með engum hætti hagstæðari niðurstöðu í uppgjöri slitabúanna sökum góðrar stöðu þjóðarbúsins – og það nákvæmlega sama mun gilda aflandskrónueigendur. Þegar um er að ræða eignir sem nema um 15% af landsframleiðslu þá er það jafnframt óforsvaranleg áhætta að treysta að- eins orðum bandarískra vogunar- sjóða um að það sé ekkert fararsnið á þeim. Skylda stjórnvalda er aðeins gagnvart almenningi og við þess- ar aðstæður ber þeim að ganga eins langt og íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar heimila í því skyni að tryggja ýtrustu þjóðarhagsmuni. Það hefur verið gert með þessu frumvarpi. Nýti aflandskrónueigendur ekki þetta síðasta tækifæri – að minnsta kosti í bili – til að selja eignir sínar fyrir gjaldeyri í úboði Seðlabankans er alls óvíst hvenær sá gluggi mun opnast að nýju. Þess í stað fara þeir aftast í röðina þar sem eignir þeirra munu rýrna með tímanum á bundn- um reikningum á nánast engum vöxt- um. Fyrir liggur að uppsöfnuð erlend fjárfestingaþörf íslenskra lífeyrissjóða og fyrirtækja hleypur á hundruðum milljarða króna. Nauðsynlegt er að aðlaga innlend eignasöfn þannig að þau samanstandi í hlutfallslega miklu meira mæli af erlendum eignum – og á þetta ekki síst við um eignir lífeyr- issjóðanna. Það er því ljóst að það munu líða mörg ár þangað til rétt- lætanlegt verður fyrir íslensk stjórn- völd að hreyfa við þeim möguleika að nýju að létta kvöðum af þeim aflandskrónueigendum sem kjósa að festast með fé sitt hér á landi. n Björn talar fyrir kosningum Björn Bjarnason telur enga meinbugi á því að gengið verði til þingkosninga í haust. Á net- síðu sinni segir hann að ríkis- stjórnin hafi lokið meginverk- efni sínu: „Hún hefur mótað og framkvæmt stefnu um leið þjóðarinnar út úr fjármagns- höftunum. Að gera lítið úr þeim sögulega árangri með því að setja á deilur um hvort kjósa eigi nokkrum mánuðum fyrr en síð- ar er einkennilegt ... Stjórnmála- lífið ber svipmót upplausnar og brýnt er að jarðtengja það sem fyrst. Það verður best gert með kosningum. Þegar stjórnmála- ástandið er á þann veg sem það er núna er eðlilegt að kjósend- ur komi sem fyrst til sögunnar til að greiða úr flækjunni og ákveða hverjum þeir treysta til að fara með landstjórnina að kosning- um loknum.“ Örugg hýsing gagna Traustur rekstur tölvukerfa Sérhannaðar hugbúnaðarlausnir Hádegismóum 4 · 110 Reykjavík · 547 0000 · premis.is Við erum alltaf með lausnir Við sérhæfum okkur í uppsetningu og þjónustu við fyrirtæki sem vilja nýta sér kosti Office 365. Við erum svo sannarlega á heimavelli þar enda höfum við aðstoðað á annað hundrað fyrirtæki og sveitarfélög í vegferð þeirra í Office 365. SharePoint OneDrive CRM Office 2016 Yammer Exchange Skype for businessDelve Power BI ÞETTA ER OKKAR HEIMAVÖLLUR Formannskjör um breytingar S amfylkingin er sá flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu eða sósíaldemokratisma. Það er sú stefna sem hin sterku ríki Norðurlandanna eru byggð á og við teljum að stór hluti Íslendinga séu sammála. En oft erum við spurð hvað það þýði í raun að vera jafnaðarmað- ur? Hvað er það sem við viljum gera ef við komumst í ríkisstjórn? Jafnað- armenn eru alþjóðasinnaðir og vilja að fólk fái að kjósa um aðild að ESB. Þeir vilja uppstokkun landbúnaðar- kerfisins, lýðræðisumbætur, neyt- endavernd og jöfnun atkvæðisrétt- ar. Þeir leggja áherslu á jöfn tækifæri, samábyrgð og jöfnun byrðanna með öflugu velferðar- og menntakerfi. Þeir vilja þróttmikið atvinnulíf sem byggir á hugviti, athafnafrelsi og alþjóðlegri samkeppnishæfni. Allt eru þetta hlutir sem höfða til okkar Íslendinga allt frá vinstri og inn á miðju stjórnmálanna. Á undanförnum árum hefur Sam- fylkingin verið sögð hafa glatað er- indisbréfi sínu. Því er ég algerlega ósammála. Engu að síður tel ég að við þurfum að horfast í augu við fylgistap- ið og leggja mikið á okkur til að safna jafnaðarmönnum saman að nýju því það þarf alvöru afl til að gera alvöru breytingar. Til þess var Samfylkingin stofnuð. Flokkur jafnaðarfólks verður aldrei lagður niður. Hann verður hins vegar að þróast áfram. Við þurfum að tala máli hinnar breiðu miðju til að verða fjöldahreyfing jafnaðarmanna á nýjan leik. Það gerist ekki ef við neit- um að horfast í augu við veruleikann. Þá erum við að fjarlægjast upphaflegt markmið okkar. Það er ekki eftirspurn eftir öðrum vinstri flokki heldur flokki jafnaðarmanna. Hvað munum við gera? Nafnið skiptir ekki öllu máli eða kennitalan. Það sem skiptir máli er hvað við ætlum að gera þegar við höf- um snúið vörn í sókn og unnið sigur í kosningum. Í næstu ríkisstjórn vilj- um við koma á gjaldfrjálsu heilbrigð- iskerfi, endurheimta jöfn tækifæri til menntunar, grípa til tafarlausra aðgerða í húsnæðismálum, stofna þjóðgarð á hálendinu og samþykkja nýja stjórnarskrá. Við viljum að verð fisks ákvarðist á markaði og arðurinn renni til landsmanna allra. Við mun- um láta kjósa um aðild að ESB og taka skref í upptöku nýs gjaldmiðils því við viljum betri kjör fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi. Við munum taka landbúnaðar- kerfið til gagngerrar endurskoðunar. Það heldur frá neytendum fjölbreytt- um vörum á samkeppnishæfu verði án þess að skapa íslenskum bænd- um velsæld eða tækifæri til vaxtar. Bæði íslenskt launafólk og bændur eiga betra skilið. Við munum berjast gegn því mis- rétti að þeir fáu sem ráða yfir mestum auði í samfélaginu, borgi ekki sinn skerf til reksturs þess. Við ætlum að byggja brýr og vegi, auka menntun og þjónustu og bæta samkeppn- ishæfni og lífskjör um land allt. Við ætlum að styrkja grunninn fyrir fjöldann en ekki beita úreltum póli- tískum inngripum og sérlausnum sem gagnast fáum. Fjöldahreyfing jafnaðarmanna Allar þessar mikilvægu breytingar sem þarf að gera sýna að við eigum brýnt erindi við þjóðina. Við þurf- um að tryggja að hægri flokkar og sérhagsmunaöfl haldi ekki velli eftir kosningar. Við þurfum að vinna með þeim sem vilja vinna með okkur að þessum markmiðum. Jafnaðarmenn eiga heima frá vinstri að miðju í litrófi stjórnmálanna ólíkt öðrum vinstri- flokkum. Það er munurinn á okkur og þeim. Samfylkingin verður að svara kallinu og vera vettvangur allra sem vilja breyta samfélaginu okkar í átt til aukins jafnaðar. Við megum ekki gef- ast upp á því verkefni sem Samfylk- ingin var stofnuð um; Að sameina jafnaðarmenn á Íslandi. n Magnús Orri Schram Kjallari Sandkorn Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.