Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Side 2
Helgarblað 23.–26. september 20162 Fréttir
Fjarlægir tannstein.
Vinnur gegn sýkingu í tannholdi.
Berst gegn andfýlu.
Náttúrulegt gæludýrafóður og umhirða
Pantanir og fyrirspurnir:
8626969 | 8996555
platinum@platinum.is | platinum.is
Ekki láta þetta ganga svona langt.
OralClean+Care
100 %
náttúrulegt
R
ithöfundurinn og drottning
íslenskra glæpasagna, Yrsa
Sigurðardóttir, hefur átt
mikilli velgengni að fagna á
undanförnum árum. Sú vel
gengni hefur farið stigvaxandi og birt
ist í ársreikningum eignarhaldsfélags
hennar, Yrsa Sigurðardóttir ehf. Sam
kvæmt nýbirtum ársreikningi félags
ins, sem hún notar utan um rekstur
inn sem tengist bókaskrifum hennar,
var árið í fyrra eitt það besta á ferli
hennar í fjárhagslegu tilliti. Félagið
skilaði hagnaði upp á 32,3 milljónir og
er þar lagt til að greiddur verður arður
upp á 25 milljónir króna á árinu 2016.
Síðastliðin fimm ár hefur hagn
aður félagsins numið 77,6 milljónum
króna og hefur Yrsa, að tillögu ársins
2016 meðtalinni, getað leyft sér að
njóta ávaxta þessarar velgengni og
greitt sér alls 74,5 milljónir króna í arð
út úr félaginu á síðustu fimm árum.
Í hópi þeirra bestu
Yrsa, sem talin er á meðal fremstu
glæpasagnahöfunda Norðurlanda,
gaf fyrir jólin í fyrra út metsölubókina
Sogið sem varð næst mest selda bók
ársins á eftir Arnaldi samkvæmt sölu
lista Félags íslenskra bókaútgefenda.
Árið þar áður hafði hún gefið út DNA,
Lygi (2013), Kuldi (2012), Brakið
(2012) og Ég man þig (2010), svo fátt
eitt sé nefnt. Bækur hennar hafa verið
gefnar út í fjölmörgum löndum og
þýddar á ótalmörg tungumál undan
farinn áratug. Sogið var ellefta glæpa
saga Yrsu en hennar
fyrsta, Þriðja táknið, kom
út árið 2005.
Góð staða
Samkvæmt nýjasta árs
reikningi félags Yrsu,
nam eigið fé þess í árslok
2015 rúmum 38 milljón
um króna á móti skuldum
upp á átta milljónir. Félag
ið stendur því vel. Einnig
ber að hafa í huga að Yrsa
hefur á undanförnum
árum einnig starfað sem
verkfræðingur. Fyrst í fullu
starfi en ritstörfin og vel
gengnin í kringum útgáfu
bóka hennar gerði það
að verkum að hún ákvað að minnka
starfshlutfallið í dagvinnunni.
Í sérflokki
Til samanburðar þá hagnaðist Arn
aldur Indriðason, í gegnum félag
sitt Gilhagi ehf., um 108 millj
ónir á árinu 2015, greiddi sér
31 milljón í arð fyrir árið
2016, eigið fé nam 736 millj
ónum króna. Þegar kemur
að velgengni íslenskra
rithöfunda eru Yrsa og
Arnaldur því í algjör
um sérflokki. n
Stigvaxandi velgengni
Yrsu Sigurðardóttur
n 74 milljónir í arð á fimm árum n Fínn hagnaður á félagi krimmadrottningarinnar
Velgengni Yrsu í tölum
Svona hefur krimmadrottningin gert það gott á
undanförnum árum
Yrsa siGurðardóttir ehf. haGnaður Í milljónum kr. arðGreiðslur Í milljónum kr.
2016 x 25*
2015 32,3 17
2014 21,9 18
2013 9,8 5
2012 13,6 9,5
*tillaGa um arðGreiðslu
rokseldist Sogið eftir Yrsu
Sigurðardóttur kom út fyrir
jólin í fyrra og seldist vel.
mYnd siGtrYGGur ari
sigurður mikael jónsson
mikael@dv.is
Sturla og Ingibjörg
fara úr stjórn ESÍ
Sigríður kemur ný inn í stjórn Eignasafns Seðlabankans
S
turla Pálsson, framkvæmda
stjóri markaðsviðskipta og
fjárstýringar Seðlabanka Ís
lands, og Ingibjörg Guðbjarts
dóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri
gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, hafa
hætt í stjórn Eignasafns Seðlabanka
Íslands (ESÍ). Í þeirra stað hefur Sig
ríður Logadóttir, aðallögfræðingur
Seðlabankans, tekið sæti í stjórninni.
Þetta var ákveðið á hluthafa
fundi félagsins 8. september síðast
liðinn en Jón Þ. Sigurgeirsson, fram
kvæmdastjóri alþjóðasamskipta
og skrifstofu seðlabankastjóra, er
sem fyrr stjórnarformaður ESÍ. Eftir
þessar breytingar verður stjórn ESÍ
aðeins skipuð tveimur stjórnar
mönnum. Ingibjörg fékk ársleyfi frá
störfum í bankanum í júlí síðast
liðnum en hún er í framhaldsnámi í
opin berri stjórnsýslu (MPA) við John
F. Kennedy School of Government
við Harvardháskóla í Bandaríkjun
um.
ESÍ var komið á fót 2009 til að fara
með vörslu, úrvinnslu, og stýringu
krafna og fullnustueigna sem Seðla
bankinn fékk í hendurnar í kjölfar
bankahrunsins. Í árslok 2015 námu
heildareignir ESÍ ríflega 133 millj
örðum króna. Þar munaði mestu um
almennar kröfur ESÍ á hendur fjár
málafyrirtækjum í slitameðferð upp
á 55 milljarða króna auk skuldabréfa
og annarra langtímakrafna að fjár
hæð 38 milljarða.
Í greinargerð sem yfirstjórn Seðla
bankans tók saman í árslok 2015 í til
efni bréfs frá umboðsmanni Alþingis
2. október sama ár, vegna athugunar
embættisins á meðferð gjaldeyris
mála og umsýslu eigna sem félög í
eigu bankans fara með, kom fram að
Seðlabankinn vonaðist til að leggja
niður starfsemi ESÍ á þessu ári.
„Þegar kröfur hafa verið innheimt
ar og eignir seldar hefur félagið lokið
hlutverki sínu og verður slitið. Jafn
vel er vonast til þess að hægt verði að
leggja niður ESÍ á komandi ári,“ sagði
í greinargerðinni. n
hordur@dv.is
Úr stjórn esÍ Sturla Pálsson. mYnd sÍmamYnd
Samdæmd
próf í fyrsta
sinn rafræn
Samræmd könnunarpróf í ís
lensku og stærðfræði voru í fyrsta
skipti lögð fyrir nemendur í gær,
fimmtudag. Það voru nemendur í
sjöunda bekk sem riðu á vaðið en
Menntamálastofnun hefur unnið
að undirbúningi verkefnisins síð
an í janúar. Í næstu viku er röðin
komin að nemendum í 4. bekk.
Um fjögur þúsund nemendur í
sjöunda bekk luku rafrænu prófi
í íslensku.
Vandamál kom upp með
broddstafi í tölvum einhverra
skóla. Vandinn tengdist upp
færslu svokallaðs vefláss en við
prófanir hafði vandinn ekki kom
ið fram. „Það er afar gremju legt
að þetta hafi komið upp en það
gerðist og við ætl um bara að leysa
það til fram búðar,“ er haft eftir
Gylfa Jóni Gylfasyni, sviðsstjóra
matssviðs hjá Menntamálastofn
un, á mbl.is. Próftakan gekk að
öðru leyti snurðulaust fyrir sig.
Píratar
mælast með
22,7 prósent
Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn
mælast báðir með 22,7% fylgi
í nýrri skoðanakönnun MMR.
Viðreisn bætir við þar við sig
2,7 prósentustigum og mælist
með 11,5%. Fylgi annarra flokka
er svo til óbreytt frá síðustu
könnun. Vinstri græn eru þriðji
stærsti flokkurinn af þeim sem
nú eru á þingi með 13,2%, Fram
sókn með 11%, Samfylking 8,1%
og Björt framtíð 4,1%. Íslenska
þjóðfylkingin mælist með 2,2%,
Dögun með 1,4% en aðrir minna.
Könnunin var gerð dagana 12. til
19 september.