Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Qupperneq 11
Helgarblað 23.–26. september 2016 Fréttir 11 n Fulltrúar Amel Group hafa rætt við nokkur sveitarfélög n Vilja rannsaka vatn Ísfirðinga n Stofnuðu einkahlutafélag í ágúst vatninu en talið er að bærinn geti afhent rúma 300 lítra af vatni á sek- úndu. Viljayfirlýsing Gallani Cons- ultants og Ísafjarðarbæjar, sem DV hefur undir höndum, er fyrsta skref- ið að samstarfi að rannsóknum á vatninu. Í henni er ekki gefið upp hversu mikið magn Amel Group vill kaupa eða á hvaða verði. Tekið er fram að verðið verði tengt vatnsvísi- tölu Standard & Poor‘s (S&P Global Water Index). Félagið Kaldalind ehf. á einka- rétt á útflutningi á vatni Ísfirðinga til septemberloka 2017. Verði niðurstaða fýsileikakönnunarinn- ar kanadíska fyrirtækinu hagstæð er gert ráð fyrir að samið verði til 25 ára. Samkvæmt yfirlýsingunni hefur Amel Group til loka þessa mánaðar til að ganga frá samkomulagi um að ráðist verði í rannsóknirnar. Gallani Consultants og Amel Group muni greiða allan rannsóknarkostnað. „Við báðum þá um að skrifa viljayfirlýsingu og létum okkar lög- fræðing lesa hana yfir. Hann var með breska lögmenn sér til aðstoðar en sú áhersla sem kom frá okkur er að tryggja að Ísafjarðarbær geti tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort hon- um þyki þetta fýsilegt þegar rann- sóknum verður lokið. Svo lögðum við mikla áherslu á sjálfbærni fyrir samfélagið. Það er að segja að þetta valdi því ekki að við séum ekki með aðgang að vatninu sem við þurfum. Þetta hindri með engum hætti eðli- lega framþróun okkar samfélags,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar. „Við vitum að þetta er stórt kanadískt fyrirtæki en ekki nákvæm- lega hvað þeir vilja með vatnið. Það eina sem liggur á borðinu og sést í viljayfirlýsingunni er að þeir vilja tryggja sér rétt á útflutningi.“ Hóflegar væntingar Um svipað leyti og Johan Gallani hóf viðræður við Ísafjarðarbæ settist for- stjórinn Salah Saleh í stjórn íslenska einkahlutafélagsins Amel Group Iceland. Mohamed Elhadidy situr einnig í stjórn þess en félagið var stofn- að í júní síðastliðnum af KPMG. Ekki náðist í Gallani eða Saleh við vinnslu fréttarinnar. Shiran Þórisson, fráfar- andi framkvæmdastjóri ATVEST, hef- ur fundað með Johan Gallani og seg- ir að af orðum hans að dæma sé ljóst að Amel Group hafi áhuga á fleiri fjár- festingartækifærum hér á landi. „Það sem við vitum um fyrirtæk- ið kemur af netinu og samtölum við Gallani. Í þeim kom fram að þeir séu með víðtækt tengslanet og séu áhugasamir um þennan iðnað og fleiri fjárfestingarkosti. Það hefur eitt og annað verið nefnt en við reynd- um að einfalda þetta og spyrja hvað skipti mestu máli. Það eru í raun og veru þessar vatnspælingar, og hvort það leiðir til einhvers annars vitum við ekki og erum svo sem ekki að gera okkur neinar væntingar í þessu. Eins og við lítum á þetta þá er þarna hugmynd sem við viljum sjá hvort hægt sé að vinna við og því þjónust- um við þennan Gallani eins og hvern annan skjólstæðing. Við gerum okk- ar hóflegar væntingar um næstu skref. Það er betra að flýta sér hægt í þessum efnum,“ segir Shiran. n Vildu allir selja íslenskt vatn Fréttir af fjárfestum sem vilja flytja út vatn í miklu magni hafa skotið upp kollinum nokkuð oft undanfarin ár. Forsvarsmenn Brúarfoss hf. hafa lengi viljað reisa vatnsverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ og fullyrða að þeir hafi gert sölusamning við góðgerðafélag í Kanada sem vill dreifa vatninu til flóttamannabúða Sameinuðu þjóðanna. Eigend- ur Icelandic Water Line ehf. hafa kynnt áform um smíði 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskips. Þeir vilja hefja útflutning á íslensku vatni en verkefnið var meðal annars kynnt á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin (Nasdaq á Íslandi) hélt í Hörpu í maí í fyrra. Árin 2008 og 2009 áttu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í viðræðum við fulltrúa Glacier World ehf. sem vildu leggja vatnsleiðslu frá Kaldár- botnum og niður að höfn. Félagið var í eigu fjárfesta frá Dúbaí, Kúveit og Sádi-Arabíu. Nokkru áður hafði hollenski athafnamaðurinn Otto Spork, aðaleigandi Iceland Glacier Products, kynnt áform um um- fangsmikinn vatnsútflutning frá Rifi á Snæfellsnesi. Um 8.000 fer- metra hús var reist undir átöppunarverksmiðju en Spork var síðar dæmdur fyrir verðbréfasvik í Kanada. FjárFestar gera víðreist og vilja kaupa íslenskt vatn „Við gerum okkar hóf- legar væntingar um næstu skref Ræða við Amel Group Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir kanadíska fyrirtækið vilja kaupa vatn sveitarfélagsins og flytja það út í skipsförmum. Otto Spork Vildi flytja út vatn frá Rifi á Snæfellsnesi. Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík • Sími 552-3300 • www.klif.is Til á lager á góðu verði vottaður rútil flúxfylltur MIG suðuvír frá Böhler Þýskalandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.