Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Qupperneq 23
Helgarblað 23.–26. september 2016 Kynningarblað - Með allt á hreinu 3
Traust hreingerninga-
þjónusta frá árinu 1967
Þvegillinn, Glósölum 1, Kópavogi
Þ
vegillinn býður upp á afar
vandaða og trausta hrein-
gerningarþjónustu fyrir
einstaklinga, fyrirtæki og
stofnanir. Viðskiptavina-
hópur fyrirtækisins er mjög fjöl-
breyttur, allt frá einstaklingum í litl-
um íbúðum, sem þurfa aðstoð við
tiltekt, upp í viðamikil fyrirtæki á
borð við álver, sjúkrahús og aðrar
stofnanir.
Gunnlaugur Gunnarsson stofn-
aði Þvegilinn árið 1967 og fyrirtækið
hefur starfað á sömu kennitölu allt
frá byrjun og er ennþá í eigu sömu
fjölskyldunnar. Eigendur þess í dag
eru Einar Már Gunnlaugsson húsa-
smíðameistari og Magnea Júlía
Geirsdóttir. Sonur þeirra hjóna,
Gunnlaugur Þór Einarsson, hefur
starfað hjá fyrirtækinu í rúmlega
15 ár en einnig hafa margir innan
fjölskyldunnar byrjað sinn starfs-
feril þar.
Reynslumikið starfsfólk sem er
vel tækjum búið
Starfsfólk Þvegilsins býr yfir mikilli
verkþekkingu sem hefur skilað sér
í fjölbreyttum verkefnum í gegn-
um tíðina. Eigendur fyrirtækisins
leggja áherslu á að eiga vönduð og
afkastamikil tæki og einnig að nota
góð efni til að leysa hvert verkefni
á sem bestan hátt. Meðal dæmi-
gerðra verka eru flutningaþrif,
hreingerningar á íbúðar- og skrif-
stofuhúsnæði, húsgagnahreinsun,
vélþrif, bónleysing og teppa-
hreinsun. Fyrirtækið á bæði litlar
og stórar teppavélar og við þrif á
steinteppum er notast við afar öfl-
uga háþrýstivél. Sem fyrr segir er
viðskiptavinaflóran fjölbreytt.
Jólahreingerningar og
flutningaþrif
„Við tökum sem sagt bæði lítil verk-
efni eins jólahreingerningar og líka
flutningaþrif. Fyrir einstaklinga í
litlum íbúðum upp í mjög stór ver-
kefni þar sem þarf að nota vinnu-
lyftur og spjót til að nálgast verkin,
en við erum mikið að þrífa skrif-
stofuhúsnæði eftir breytingar og
einnig nýbyggingar,“ segir Einar
Már Gunnlaugsson.
En hvað vinna margir hjá fyrir-
tækinu?
„Þetta er árstíðabundið, á sumr-
in erum við með 15 til 20 manns í
þrifum en á veturna 8 til 10. Við
höfum verið heppin með það að
sama starfsfólkið hefur verið að
koma til okkar sumar eftir sumar
þannig að við erum með reynslu-
mikið starfsfólk allan ársins hring.
Starfsmannavelta hjá okkur er
mjög lítil þrátt fyrir árstíðabundna
álagið.“
Þvegillinn tekur ekki að sér dag-
legar ræstingar í fyrirtækjum held-
ur sér um það sem er kallað aðal-
hreingerningar. Þó taka þau að sér
þrif á stigagöngum í fyrirtækjum
og eru það þá vikuleg þrif frekar en
dagleg þrif. Einnig hafa þau farið í
sérverkefni í nágrenni við höfuð-
borgarsvæðið.
Nánari upplýsingar má fá á
heimasíðu fyrirtækisins www.th-
vegillinn.is Eða með því að hafa
samband í síma 544-4446.
Fjölþætt hreinsunarþjónusta fyrir
einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki
Hreinsitækni ehf. losar stíflur út niðurföllum, hreinsar bílastæði og fóðrar fráveiturör
Y
fir veturinn er búið að
bera sand og salt á bíla-
stæði til að hálkuverja þau
og mikið af efninu skolast
niður í niðurföll í miklum
rigningum svo þau geta stíflast og
myndast þá tjarnir á bílastæðun-
um. Ef niðurföll eru ekki hreinsuð
reglulega getur komið fyrir að
leggir frá niðurföllum stíflist líka,“
segir Lárus Kristinn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.
Hreinsitækni býður upp á fjöl-
þætta þjónustu til einstaklinga, hús-
félaga og fyrirtækja. Hvað bílastæði
varðar hefur fyrirtækið til margra
ára boðið upp á niðurfallahreinsun,
hreinsun á sandgildrum, lagna-
hreinsun, að skera rætur úr lögnum
og myndun á ástandi lagna. Fyrir-
tækið hefur líka til umráða minni
holræsabíl til að hreinsa niðurföll í
bílastæðahúsum.
Lárus segir að Hreinsitækni hafi
til margra ára boðið upp á heild-
stæðar lausnir fyrir einstaklinga,
húsfélög og fyrirtæki varðandi frá-
veitulagnir og hreinsun á bílastæð-
um.
Fyrirtækið býður upp á þrif á
bílastæðum og bílastæðageymslum.
Misjafnt er hvort geymslurn-
ar eru bara sópaðar með
gangstéttarsópum eða þvegnar líka
með götuþvottabíl. Á stórum bíla-
stæðum er bæði notaður gatna-
sópur og gangstéttarsópur.
Mest er hugsað um þessi þrif
á vorin og sumrin, en færst hefur í
vöxt að hugað sé að þessum þáttum
allt árið, meðal annars út frá um-
hverfisþáttum og loftgæðum.
Fóðrun fráveitulagna – heildar-
lausn
Nýr þáttur í starfsemi Hreinsitækni
er fóðrun fráveitulagna. Fóðrun ehf.
er dótturfélag Hreinsitækni ehf. og
sérhæfir sig í fóðrun fráveitulagna,
sem er heppileg lausn þegar lagn-
ir eru orðnar gamlar og farnar að
leka eða rætur komnar í lagnirnar.
Í staðinn fyrir að þurfa að grafa upp
gömlu lögnina er hún fóðruð. Fóðr-
unin felst í því að sokkur er dreginn
inn í gömlu lögnina og hann síðan
blásinn út og hertur út í þá gömlu.
Hreinsitækni sér þarna um alla
verkþættina í stað þess að viðkom-
andi húsfélag eða fyrirtæki þurfi að
hringja í marga þjónustuaðila. Má
þar nefna myndun á lögn, hreinsun
lagnarinnar og mælingu áður en
hún er fóðruð.
„Við fóðrum hins vegar bara frá
stofnlögn og upp að húsi en aðrir
eru í því að fóðra lagnir inni í húsi.
Þetta er allt unnið frá stofnlögn í
götu og fóðrað upp og tekur tiltölu-
lega stuttan tíma og er hagkvæmari
lausn en að grafa mikið. Lögnin er
líka mynduð og hreinsuð frá stofn-
lögn. Hér um að ræða varanlega
viðgerð til langs tíma,“ segir Lárus.
Fyrirtækið hefur boðið upp á
framangreinda þjónustu allt frá ár-
inu 1976 og hefur því mikla reynslu
á þessum sviðum. Hreinsitækni ehf.
er staðsett að Stórhöfða 37 Reykja-
vík en er einnig með útibú á Akur-
eyri sem býður upp á sömu þjón-
ustu í kringum það svæði.
Yfirgripsmiklar upplýsingar um
starfsemi fyrirtækisins er að finna á
vefsíðu fyrirtækisins, hrt.is. n