Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Síða 33
Helgarblað 23.–26. september 2016 Fólk Viðtal 25
fyrirsjáanlegri rúmlegu og fjarveru
frá vinnu.
Hefði átt að sleppa með mar
Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum er bifreiðin gjörónýt, en
farþegahliðin sérstaklega illa farin.
„Ég vil vart hugsa þá hugsun til
enda ef það hefði verið farþegi með
mér. En bíllinn er minna skemmd-
ur mín megin og ég held að ef beltið
hefði virkað þá hefði ég gengið frá
þessu slysi, með kannski mar eftir
bílbeltið. En af því að beltið fór
alltaf með mér í veltunni þá meiddi
ég mig svona. Beltið hefði átt að
halda mér í sætinu.“
Jóhanna segir að í samtali við
lögreglumann í kjölfar slyssins hafi
henni verið hugsað til þess að hún
muni ekki eftir því að hafa fundið
fyrir mótstöðu í beltinu, eins og
gerist t.d. þegar maður rífur of
snöggt í það.
„Ég man aldrei eftir að hafa lent
í því í þessum bíl. Kannski hefði ég
átt að vera búin að hugsa út í það
en eins og lögreglumaðurinn sagði
við mig; við gerum bara ráð fyrir því
að allur öryggisbúnaður sé í lagi. En
það virðist ekki hafa verið þarna.
Og bara augnabliks athyglisbrestur
getur haft skelfilegar
afleiðingar. Þetta er
fyrsta slysið sem ég
lendi í og ég er ekki
búin að sofa í tvær
nætur,“ segir Jóhanna
sem ræddi við blaða-
mann DV á miðviku-
dag eftir slysið.
Umboð vill skoða
málið
Jóhanna kveðst hafa
rætt við Bílabúð
Benna, umboðsaðila
bílsins, eftir slysið og
þar á bæ hafi menn í
huga að skoða málið.
Björn
Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri
bílasviðs hjá Bílabúð Benna,
staðfestir í samtali við DV að bíll-
inn verði skoðaður betur og reynt
verði að ganga úr skugga um hvort
hugsanlega hafi eitthvað brugðist. Í
því ferli verði haft samráð við fram-
leiðanda en einnig hafi umboðið
kannað hvort rannsóknarnefnd
umferðarslysa skoði mál sem þessi,
þar sem grunur leikur á að bún-
aður hafi brugðist. En svo er víst
ekki. Að sögn Björns fengust þó
þær upplýsingar hjá nefndinni að
þekkt sé, í bílum almennt, að upp
komi tilfelli þar sem bílbelti og
loftpúðar bregðist þegar bílar fari
veltur. Öryggisbúnaðurinn sé fyrst
og fremst hannaður til að bregðast
við í árekstri. Þá springi púðarnir út
og beltin kippist að farþegum. En
stundum virðist þessi búnaður al-
mennt ekki virka í bílveltum.
Hann segir að bílaumboðið
hyggist mynda bílinn betur og
senda upplýsingar til framleiðanda
og hugsanlega leita til óháðs að-
ila sem gæti rannsakað bílinn. Hjá
framleiðanda fái þeir síðan fyrir-
mæli um hvort lesa eigi á upplýs-
ingar úr tölvu bílsins þar sem getur
komið fram hvort beltin eða ann-
að hafi ekki virkað eins og það á að
virka.
„Okkur er umhugað um öryggi
okkar viðskiptavina og allra sem
keyra þessa bíla frá okkur.“ n
„Við gerum
bara ráð
fyrir því að allur
öryggisbúnaður
sé í lagi. En það
virðist ekki hafa
verið þarna.
Borin af vettvangi Hér má
sjá mynd af vettvangi þar sem
verið er að bera Jóhönnu af slys-
stað í Sandgerði. AðsendAr myndir
Útivistarkona Jóhanna er fyrst og
fremst þakklát fyrir að ekki fór verr,
en segir að það verði þrautin þyngri að
taka því rólega í tvo mánuði eftir slysið.
illa farinn á vettvangi Eins og sjá má fór farþegahlið smábílsins afar illa. Mikil mildi að
enginn farþegi var með í för, segir Jóhanna.
Ónýtur Bifreiðin er af gerðinni Chevrolet Spark
. Hér má sjá dekkið bílstjóra-
megin sem lenti á stórum steini sem varð t
il að bíllinn kollvarpaðist og velti.