Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2016, Page 34
Helgarblað 23.–26. september 201626 Sport » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Snillingurinn Sem hvergi er húSum hæfur n hatem Ben Arfa enn á ný að klúðra gullnu tækifæri n Kominn í kuldann í París A ðeins tæpum þremur mánuðum eftir að draumur hans rættist og hann skrif- aði undir samning hjá stór- liði Paris-Saint Germain er breyski snillingurinn Hatem Ben Arfa kominn í vandræði. Hann náði aðeins að leika þrjá deildarleiki með liðinu sem hann dreymdi um að leika með sem ungur drengur í Frakklandi, en síðustu þrjá leiki hef- ur hann mátt horfa á úr stúkunni. Unai Emery, knattspyrnustjóri PSG, hefur gagnrýnt hugarfar, fram- lag og frammistöðu Bens Arfa inn- an vallar sem utan, leynt og ljóst að undanförnu og sett hann út í kuld- ann. Með þeim skilaboðum meðal annars að Ben Arfa sé „enginn Messi“ og „geti ekki unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ að því er hið virta franska sportdagblað L‘Equipe greinir frá innan úr herbúðum PSG. Ben Arfa virtist loks hafa náð þeim hæðum sem búist hafði verið við af honum síðan hann var táningur með Nice á síðasta tímabili. En nú virðist hann vera að klúðra gullnu tækifæri – og ekki í fyrsta skipti. 15 ára undrabarn Ben Arfa hóf atvinnumannsferil sinn hjá Lyon í Frakklandi en frá því hann var 15 ára gamall hafði verið talað um hann sem undrabarn og stórstjörnu framtíðarinnar í heimalandinu. Óumdeilt hefur verið alla tíð að Ben Arfa sé gæddur einstökum hæfileik- um og þegar hann er í stuði þá stand- ast fáir honum snúning á vellinum. En hugarfar hans og framkoma hefur oftar en ekki eitrað samband hans við liðsfélaga og þjálfara. Áður en hann gekk til liðs við Lyon hafði hann sem unglingur verið valinn til að sækja hina virtu Clairefontaine knattspyrnuakadem- íu þar sem honum lenti meðal annars saman við annan ungan og upprennandi leikmann, Abou Di- aby, sem síðar átti eftir að leika með Arsenal. Ungstirni í átökum Orðstír Bens Arfa skánaði talsvert hjá Lyon þar sem hann var umkringdur öðrum ungum og efnilegum leik- mönnum á borð við Michael Essien, Florent Malouda og Karim Benzema. Fjögur ár hans hjá Lyon voru stormasöm og sögur af ósætti milli Benzema og Bens Arfa skutu reglu- lega upp kollinum. Ben Arfa, þá 21 árs og nýkjörinn besti ungi leikmað- ur deildarinnar, skrifaði undir nýjan samning við Lyon árið 2008 en ekki leið á löngu þar til allt fór í háa loft. Ben Arfa mun hafa lent í slagsmálum við Sebastian Squillaci á æfingu og farið var að orða hann við önnur lið. Sumarið 2008 var hann orðaður við m.a. Arsenal, Manchester United og Real Madrid en einnig var hávær orðrómur um að hann væri eftir- sóttur af keppinautunum í Marseille sem virtust vera að landa honum. En Lyon hætti við allt saman. Því tók Ben Arfa illa. Hann mætti í viðtal og lýsti því yfir að hann væri búinn að skrifa undir hjá Marseille og myndi ekki snúa aftur til Lyon á undirbún- ingstímabilinu. Í júlíbyrjun 2008, eftir að samtök knattspyrnumanna í Frakklandi höfðu blandað sér í deiluna, var síðan tilkynnt um kaup Marseille á Ben Arfa fyrir 12 milljón- ir evra. Slagsmál og enskt flopp Eftir vænlega byrjun á ferlinum hjá Marseille, endaði þriggja ára dvöl hans þar með álíka látum. Hann lenti í átökum við liðsfélaga á ný á æfinga- svæðinu, að þessu sinni Modeste M‘Bami, hann neitaði að hita upp og koma inn á sem varamaður í tap- leik gegn PSG, skrópaði á æfingar og lenti í útistöðum við þjálfarann. Við tók dvöl hjá Newcastle. Þar líkt og áður sýndi Ben Arfa oft og tíðum glæsileg tilþrif og snilld sína næstu fjögur tímabil. En ferill hans þar fór í vaskinn sömuleiðis. Í septem- ber 2014 lánaði Newcastle hann til Hull City út tímabilið þar sem hann lék aðeins átta leiki. Í desember lét Ben Arfa sig hverfa af landi brott án þess að láta nokkurn mann hjá Hull vita. Steve Bruce, stjóri liðsins, viður- kenndi að hann vissi ekkert hvar leik- maðurinn væri niðurkominn. Í janú- ar 2015 var Ben Arfa leystur undan samningi sínum hjá Newcastle. Mátti ekki spila Nokkrum dögum síðar birtist hinn áður týndi Ben Arfa í Frakklandi þar sem hann hafði skrifað undir samn- ing við Nice. „Jafnvel þó að Real Ma- drid hefði haft samband þá hefði ég samt komið hingað. Ég var búinn að ákveða mig,“ lét Ben Arfa hafa eftir sér. Kvaðst hann njóta trausts þarna hjá fólki sem dæmdi hann ekki eins og aðrir. Vandamálið var hins vegar að Ben Arfa mátti ekki leika með Nice það sem eftir lifði tímabils, því hann hafði þegar leikið með Newcastle og Hull á einu og sama tímabilinu. Í febrúar var samningi hans við Nice rift en félagið samdi aftur við hann um sumarið. Blómstraði hjá Nice Hjá Nice átti Ben Arfa óvænt sitt besta tímabil á ferlinum og var hann einn besti leikmaður Ligue 1-deildarinnar. Hann blómstraði undir stjórn Claude Puel, skoraði 18 mörk á tímabilinu, þar af 17 í deild, og hjálpaði liðinu að tryggja sér 4. sætið. Ben Arfa sýndi loks vikulega hversu góður hann var í fótbolta og að hann væri leikmaðurinn sem svo margir töldu að hann gæti orðið sem unglingur. Hann vann sér sæti í franska landsliðinu á ný, þar sem hann hefur aldrei átt fast sæti, og allt virtist í blóma. Draumabyrjun varð að martröð Hinn 29 ára gamli Ben Arfa fór síðan á frjálsri sölu til Paris-Saint Germain síðastliðið sumar en hann hafði ver- ið eftirsóttur af fjölmörgum liðum í Evrópu. Ben Arfa hafði alltaf dreymt að spila fyrir PSG og hóf ferilinn með því að skora gegn sínum gömlu fé- lögum í Lyon, í Trophée des Champ- ions, leiknum sem vanalega er á milli deildar og bikarmeistara í upphafi tímabilsins í Frakklandi. Síðan þá hefur Ben Arfa aðeins komið við sögu í þremur deildarleikjum, en er kom- inn út í kuldann á ný. Draumurinn er orðinn að martröð og ljóst að hann þarf að leggja sig fram við að vinna stjórann, Unai Emery, aftur á sitt band. En miðað við sögu hans búast fæstir við því að Ben Arfa gefi eftir. Nú þegar er farið að orða hann við Southampton í janúarglugganum, þar sem Claude Puel, maðurinn sem náði því besta út úr honum hjá Nice, er nú við stjórnvölinn. n Strax í vanda Hatem Ben Arfa var í skýjunum með að skrifa undir hjá PSG í Frakklandi í sumar. Félaginu sem hann hafði stutt frá barnsaldri. Hann var ekki lengi að koma sér í vandræði þar. MyNDir EPA Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Látinn heyra það Unai Emery, stjóri PSG, hefur gagnrýnt Ben Arfa og krafið hann um að vera meiri liðsmaður. Líklega ekki fyrsti stjórinn sem það gerir. Blómstraði í Nice Ben Arfa lék á als oddi hjá Nice og átti sitt besta tímabil á ferlinum. Ungstirni hjá Lyon Ben Arfa var einn fjölmargra efnilegra leikmanna í frábæru liði Lyon sem einokaði franska meistaratitil- inn eftir aldamót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.