Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Side 14
Helgarblað 28.–31. október 201614 Kosningaumfjöllun KosningaKompásinn n Hvað boða flokkarnir í kosningunum? n Hver er stefna þeirra í helstu málaflokkum? n Berðu saman hvað þeir ætla að gera í þeim málefnum sem þér þykja mikilvæg Á morgun, laugardaginn 29. október, verður gengið til alþingiskosninga í 22. skiptið frá lýðveldisstofnun. Af því tilefni fór DV í gegnum stefnuskrár þeirra níu flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum og bar saman áherslur þeirra í nokkrum málaflokkunum. Kosningakompás DV er samsettur úr upplýsingum úr stefnuskrá flokka fyrir kosningar, sem og almennum stefnuskrám og ályktunum af síðasta flokksþingi/landsfundi flokka, eftir því sem við á, af vefsíðum viðkomandi flokka. Utanríkismál skattar sjávarútvegur Landbúnaður atvinnumál Húsnæðismál Heilbrigðismál Umhverfismál stjórnarskráin gjaldmiðill málefni öryrkja/ eldri borgara málefni útlendinga menning Ísland standi utan ESB. Frjáls viðskipti á alþjóðavettvangi. Tengsl við Bretland eftir Brexit tryggð. Leita fríverslunar- samnings við Bandaríkin. Utanríkisstefnan grundvölluð á norrænu samstarfi, EFTA, EES og NATO. Hagsmuna Íslands á norðurslóðum gætt. Ísland utan hernaðarbandalaga, tali fyrir friði í alþjóðasam- félaginu. Efli og stórauki framlög til þróunarsamvinnu til samræmis við stefnu SÞ. Ísland standi utan ESB. Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. Hafna hernaðaruppbyggingu í N-Atlantshafi og Íshafinu og vilja stóraukið samstarf með nágrannaþjóðum varðandi eftirlit með landhelgi og lögsögu auk björgunarstarfa. Ekki markmið að hækka skatta eða lækka þá, heldur vilja Píratar að skattheimta standi undir grunnstoðum samfé- lagsins. Tryggt skal að alþjóðleg fyrirtæki greiði skatta hér á landi. Leita á uppi fjármuni Íslendinga sem geymdir eru í skattaskjólum. Vilja breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og bjóða upp aflaheimildir á opnum mark- aði. Vilja allan afla á markað. Vilja gefa handfæraveiðar frjálsar. Vilja afleggja búvörusamninga og koma á nýju landbúnaðarkerfi sem m.a. inniberi grunnstuðning við bændur óháð framleiðslu. Vilja fella niður tolla af landbúnaðarvörum. Afnema beri undanþágur matvælafyrirtækja frá samkeppnislögum. Leggja áherslu á uppbyggingu ferðaþjónustu með skýrri stefnumótun þar sem sjálfbærni og fagmennska er höfð að leiðarljósi. Tryggja þarf öllum aðgang að húsnæði í takt við þarfir og fjárhagslega getur. Styðja á við leigjendasamtök og auka úrval búsetukosta. Bregðast þarf við aukinni eftirspurn eftir húsnæði. Tryggja ætti að húsnæði sem nú stendur autt standi til boða á leigumarkaði og hækka á húsaleigubætur. Vilja gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð búsetu. Auka við fjármagn til heilbrigðiskerfisins og færa sálfræðiþjón- ustu og tannlækningar inn í almannatryggingakerfið. Halda áfram uppbyggingu Landspítala við Hringbraut en meta aðra mögulega staðsetningarkosti. Ábyrg umgengni við náttúruna og sjálfbær nýting auðlinda eru nauðsynleg forgangsmál. Náttúran njóti vafans og fylgja skal megingildum sjálfbærrar þróunar. Hlíta skal alþjóða- samningum um umhverfismál. Vernda þarf miðhálendið. Styðja við rafbílavæðingu. Samþykkja ber nýja stjórnarskrá þar sem tillögur stjórnlagaráðs verða lagðar til grundvallar í öllum efnis- atriðum. Vilja að heimilt verði að gefa út hliðargjaldmiðla og að þá sé hægt að nýta til greiðslumiðlunar. Kanna skal kosti þess að breyta útgáfufyrirkomulagi íslensku krón- unnar í heildarforðakerfi. Afnema á tekjuskerðingu á lífeyri og innleiða lágmarksvið- miðunarfjárhæðir sem teljast nægilegar til framfærslu og mannsæmandi lífs. Bæta á kjör aldraðra. Taka ber á móti fleiri flóttamönnum og hælis leitendum og almennt að taka betur á móti fólki sem vill setjast hér að. Samræma stefnu í málefnum innflytjenda með það að markmiði að jafnræðis sé gætt gagnvart öllum erlendum ríkisborgurum. Tryggja höfundum ágóða af verkum sínum í endurskoðuð- um höfundaréttarlögum, styrkja rétt höfunda gagnvart milli liðum, hugmyndir um þjóðfund um stefnu í menningar- málum. Lækka skatta, einfalda skattkerfið. Draga úr jaðaráhrifum skatta. Lækka tryggingargjald. Afnema lögbundið lágmarks- útsvar. Afnema ýmsa tolla. Eitt og almennt skattumhverfi fyrirtækja. Taka á skattaundanskotum. Efla skatteftirlit og rannsóknir v. undanskota. Banna nýtingu aflandsfélaga. Þrepaskipt skattkerfi sem nýtt verði til jöfnunar. Áhersla á aukin framlög þeirra ríkustu. Hækka gistináttagjald og skipta tekjum milli ríkis og sveitarfélaga. Skattleggja stórfyrirtæki. Skattleggja brask með gjaldmiðla og skammtímagróða fjármagnshreyfingar. Talað fyrir óbreyttu kerfi og nauðsyn þess að tryggja stöðugleika í sjávarútvegi svo hann geti áfram staðið að nýsköpun og lagt drjúgan og sanngjarnan skerf af mörkum til lífsgæða landsmanna. Sjálfbær nýting fiskistofna, arður af auðlindinni til þjóðarinn- ar. Fylgja ráðgjöf vísindamanna við nýtingu stofna. Fylgjast með reynslu Færeyinga, til greina komi að hluti aflaheimilda farið uppboðsleið. Auðlindagjald tekið af sjávarútvegsfyrir- tækjum í hlutfalli við afkomu greinarinnar. Auka strandveiðar og ráðstöfun heimilda til að verja byggðir landsins. Nýta svigrúm sem landbúnaðinum hefur verið gefið með búvörusamningunum og leggja drög að nýjum og fjölbreyttari búskaparháttum á grundvelli einkaframtaks og frjálsra markaðshátta og samkeppni milli landa sem innanlands. Vilja endurskoða nýgerðan búvörusamning. Auka nýsköpun og rannsóknir í landbúnaði, vöruþróun og möguleika á rekj- anleika með upprunamerkingu. Draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Bæta möguleika á lífrænum valkostum. Fjölbreytni, framtak og sjálfbærni í atvinnulífi sé forsenda framfara og undirstaða velferðar. Að aðlaðandi atvinnuum- hverfi fyrir fólk og fyrirtæki sé fjölskyldustefna til framtíðar. Efla sprotaumhverfi og nýsköpun. Náttúruvæn og hagkvæm auðlindanýting. Lægstu laun dugi fyrir grunnframfærslu, stytta vinnuvikuna án skerðingar, upphæðir almannatrygginga fylgi launaþróun. Tryggja jöfn tækifæri allra til atvinnu með markvissri innviða- uppbyggingu. Auka grunnþjónustu og menntunarmöguleika í heimabyggð, jafna búsetukostnað. Fjárfesta í rannsóknum og nýsköpun, byggja upp þekkingariðnað og styrkja skapandi greinar. Fyrstu íbúðarkaup auðvelduð, stuðla að lækkun byggingar- kostnaðar, einfalda byggingarreglugerðir og auka framboð íbúða. Auðvelda fyrstu kaup með skattalegum og vaxtaleg- um hvötum til sparnaðar. Festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi. Stuðla að virkari sölu- og leigumarkaði. Afskiptum hins opinbera af greiðslumati og ábyrgðum verði hætt. Vilja tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguhúsnæðis og hækka húsnæðisbætur. Tryggja lán fyrir alla tekjuhópa þannig að þeir sem vilja eignast húsnæði eigi þess kost. Markmiðið að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir fjórðung af ráðstöfunartekjum. Lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Áfram átak í styttingu biðlista. Auka þjónustu við aldraða. Geðheilbrigðisáætlun, forvarnir og heilsuefling. Fjölga heilsugæslustöðvum, auka þjónustu. Unnið eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum. Fylgja eftir framkvæmdaáætlun um uppbyggingu Landspítalans. Félagslega rekið gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi. Hafna einkarekstri í ágóðaskyni og arðgreiðslum. Framlög ríkisins verði 11% af vergri landsframleiðslu. Landspítali við Hringbraut, efla heilsugæsl- una, sjúkraflutninga og sjúkraflug. Draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga. Sálfræðiþjónusta verði hluti af almennri heilbrigðis- þjónustu sem og tannlækningar, sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun. Standa vörð um náttúruna, nýta með sjálfbærum hætti af virðingu fyrir fegurð og lífríki. Heimila gjaldtöku til að vernda og stýra aðgangi ferðamanna. Skynsamleg og hagkvæm nýting náttúruauðlinda best tryggð í höndum einkaaðila. Bæta raforkuflutningskerfi, nýta vistvæna orku og hafna því að leggja loftlínu fyrir raforku yfir miðhálendið. Hverfa frá áformum um olíuvinnslu, skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Þjóðgarða á miðhálendi og hálendi Vestfjarða. Friðlýsa svæði sem ákvörðuð eru í rammaáætlun og framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Tryggja umhverfisákvæði í stjórnarskrá, náttúruauðlindir í þjóðareign. Standa vörð um rammaáætlun. Varlega þurfi að fara í breytingar á stjórnar- skránni og forðast afdrifaríkar kollsteypur. Víðtæk pólitísk sátt þurfi að vera um breytingar. Óheillavænt væri að knýja fram róttækar breytingar í krafti meirihluta hverju sinni. Vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 verði lokið og kláruð ný stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Vill halda íslensku krónunni. Vilja halda íslensku krónunni. Hækka ellilífeyri, frítekjumark verði tekið upp, kerfið einfaldað. Hækka eftirlaunaaldur í áföngum í 70 ár, auka sveigjanleika í starfslokum. Heimaþjónusta efld samhliða fjölgun hjúkrunar- rýma. Innleiða hvata til atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsorku með upptöku hlutabótakerfis með frítekjumarki. Lögfesta NPA og tryggja sjálfstæði fólks með fötlun. Hækka ellilífeyri – hann fylgi launaþróun – tryggja að enginn sé undir fátæktarmörkum. Hækka skattleysismörk ellilífeyris, draga úr tekjutengingu. Fjölga hjúkrunarrýmum, aldraðir fái lifað með reisn. Byggja dvalarheimili og þjónustuíbúðir á við- ráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa meiri þjónustu í samstarfi sveitarfélaga, lífeyrissjóða og ríkisins. Mannúðarsjónarmið og skilvirkni að leiðarljósi í málefnum hælisleitenda. Aðstoð við flóttamenn leiði til sjálfsbjargar. Móttaka flóttafólks sjálfsögð en leggja skal áherslu á að kerfið sé í stakk búið að taka á móti fólki. Tekið verði vel á móti útlendingum sem hér setjast að. Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að lágmarki 500 á ári. Jafna þurfi aðstæður hælisleit- enda og svokallaðra kvótaflóttamanna og tryggja framkvæmd nýrra útlendingalaga með fjármagni og mannafla. Efla listnám á öllum skólastigum, tryggja aðgang að náttúrugripum og handritasafni, skapa samkeppnishæft umhverfi löglegra efnisveitna, leggja niður heiðurslaun listamanna, leggja RÚV niður í núverandi mynd, gera efni RÚV aðgengilegt almenningi. Efla LHÍ, menningararfinn á stafrænt form, styrkja Listasafn Íslands, byggja Náttúruminjasafn, menningarstofnanir sinni öllu landinu, 10 ára áætlun um stuðning við íslenskuna, þriggja ára áætlun um eflingu listamannalauna, efla Kvik- myndasjóð og framhaldsmenntun í tónlist færð til ríkisins. sjálfstæðisflokkur píratar Vinstri græn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.