Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Side 38
Helgarblað 28.–31. október 201630 Skrýtið Sakamál A ð morgni sunnudagsins 9. mars, 2014, hafði fólk í Lecce í Langbarðalandi á Ítalíu samband við lög- regluna vegna hávaða sem barst frá íbúð nágranna þess. Þegar lögreglan kom á staðinn mætti henni óhugnanleg sjón; Edlira Dobrusci, 37 ára, þriggja barna móðir, var þar þakin blóði frá hvirfli til ilja og, eins og einn lögreglumannanna komst að orði, „blóð rann í stríðum straumi“ um íbúðina. Edlira hafði stungið dætur sínar þrjár til bana þar sem þær lágu í rúm- um sínum og að auki veitt sjálfri sér áverka á úlnliðum og hálsi. Skilnaður Dæturnar, Simona, 13 ára, Casey, 10 ára, og Lindsey, fjögurra ára, voru úr- skurðaðar látnar enda engin áhöld um að Edlira hafði beitt eldhúshnífn- um óspart. Edlira var, kannski eðlilega, ekki í nokkru jafnvægi og öskraði: „Ég hef drepið þær allar.“ Hún var handtekin á staðnum en fljótlega flutt á nærliggj- andi sjúkrahús og gefið róandi og gert að sárum hennar. Ástæða voðaverksins var sú að eig- inmaður Edliru, og faðir stúlknanna, hafði tveimur dögum fyrr yfirgefið hana. Hann hafði farið til Albaníu, heimalands þeirra beggja, þar sem hann hugðist upplýsa foreldra sína um hjúskaparslitin. Færðar í hjónarúmið Að sögn Roccos Italiano, undirofursta í ítölsku lögreglunni, var öll íbúðin blóði böðuð. Dæturnar höfðu allar verið stungnar ítrekað, hver í sínu herbergi en síðan hafði Edlira fært lík þeirra allra í hjónarúmið. Lögreglan hafði upp á föður stúlknanna í Albaníu og færði honum tíðindin og brotnaði hann gersam- lega niður. Í ljós kom að hjónin höfðu glímt við fjárhagserfiðleika, en eins og Italiano hafði á orði, þeir réttlættu engan veginn það ofbeldi sem hafði bitnað á stúlkunum þremur. Í fangelsi Edlira Dobrusci er á bak við lás og slá og bíður réttarhalda vegna morðanna. Hún á ekki von á góðu ef eitthvað er að marka orð Angelino Alfano, innan- ríkisráðherra Ítalíu: „Við munum ekki láta þann sem framdi þennan hrylli- lega glæp komast upp með það.“ n Dýrkeyptur skilnaður n Edlira var örvingluð n Dæturnar guldu það dýru verði Edlira Dobrusci Er í fangelsi og bíður réttarhalda. Dæturnar Lindsey, Casey og Simona. „Ég hef drepið þær allar Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is „Gerum íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustöðum! Aneta M. Matuszewska skólastjóri og eigandi Retor Fræðslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.