Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2016, Qupperneq 46
Helgarblað 28.–31. október 201638 Menning Sumargjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Fæst á www.mytouch.rocks A ð lifa af ritstörfum á Íslandi er hægara sagt en gert, bókamarkaðurinn er lítill og ekki að því gengið að ná alþjóðlegri hylli. Líklega er hægt að telja þá íslensku rithöfunda sem geta lifað af bóksölunni einni saman á fingrum annarrar handar. Íslenskt samfélag greiðir nokkrum vel völdum höfundum verkefnastyrki, svokölluð listamannalaun, til að vinna að bókum sínum. Launin eru hins vegar hvorki há né líklegt að út- hlutunin nægi til að höfundur nái að klára heila bók á tímanum. Þá heyrir það til algjörra undantekninga að höfundar undir þrítugu eða nýir rit- höfundar fái slíka styrki. Á meðan rit- höfundar gefa út sín fyrstu verk þurfa þeir langflestir að þreyja þorrann með ýmsum hliðar- og aukastörfum. DV fékk nokkra rithöfunda til að segja frá störfunum sem þeir hafa unnið til að eiga fyrir blýöntum og skrifblokkum. n Raunveruleikinn á bak við skáldskapinn n Hvað hafa rithöfundarnir gert til að lifa af? n Uppvask, kökubakstur og næturvarsla Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Námslán til að ná endum saman Í fyrra var ég svo lánsöm að fá í fyrsta sinn úthlutað starfslaun- um rithöfunda í heilt ár, og aftur í ár, og það er dálítið skrítin til- finning, sem ég hef ekki enn vanist, að geta gengið að fastri upphæð vísri um hver mánaðamót þótt ekki sé hún ýkja há, í kringum 270.000 að öllu frádregnu. En munar vitan- lega miklu þegar ágæt sala á skáld- sögu, 2.000 eintök, skilar manni um milljón eftir tveggja til þriggja ára vinnu. Ég vann sem blaðamaður frá því að menntaskóla lauk og síðar við fréttir og dagskrárgerð í út- varpi og var í fullri vinnu við það á meðan ég skrifaði fyrstu bækurn- ar mínar fyrir aldarfjórðungi. Þegar ég fékk síðan úthlutun úr sjóðnum í sex mánuði fylgdi sú kvöð að ekki má gegna fullu starfi á meðan og þá vann ég um nokkurt skeið á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 í sex mánuði en fékk svo að fara heim að skrifa þegar mér hlotnuðust starfslaun í aðra sex. Um aldamótin sleppti ég takinu á fastráðningunni en það rann fljótt upp fyrir mér að fleira þurfti að koma til á móti sex mánaða starfslaunum. Var þess utan ein- stæð móðir tveggja barna og stóð í íbúðarkaupum, svo ég leysti af í Vilborg Davíðsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.