Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Page 2
Helgarblað 11.–14. nóvember 20162 Fréttir
Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos
Bragðgóð grísk jógúrt að vestan
Fjárfesta í skyrútrás
MS í Bandaríkjunum
MS og einkafjárfestar eru hluthafar í skyrsölufyrirtækinu Icelandic Provisions í Bandaríkjunum
M
jólkursamsalan (MS)
og innlendir einkafjár-
festar eru í hluthafahópi
bandaríska fyrirtækis-
ins Icelandic Provisions
Inc. sem hóf síðasta vetur að selja ís-
lenskt skyr vestanhafs. Skyrið kemur
frá afurðastöð MS á Selfossi en fram-
leiðsla Icelandic Provisions í Banda-
ríkjunum á að hefjast á fyrri hluta
næsta árs. Skrifstofur fyrirtækisins
eru í fjármálahverfi New York-borg-
ar en fjárfestingarsjóðurinn Polar-
is Founders Capital í Boston kom
ásamt MS að stofnun þess. Einar Sig-
urðsson, fyrrverandi forstjóri MS, er
stjórnarformaður sölufyrirtækisins
og hlutafjársöfnun þess, upp á um
11 milljónir dala eða 1,2 milljarða
króna, stendur nú yfir.
Á 18 prósenta hlut
MS á 18 prósenta hlut í Icelandic
Provisions sem er með einkaleyfi á
sölu á skyri íslenska samvinnufé-
lagsins í Bandaríkjunum. Einar Sig-
urðsson hefur sagt við fjölmiðla þar í
landi að vörurnar séu seldar í yfir 900
verslunum á austurströnd Banda-
ríkjanna. Um er að ræða skyr með
sjö mismunandi bragðtegundum og
í markaðssetningu fyrirtækisins eru
saga íslenska skyrsins og MS mjög
áberandi. Icelandic Provisions rekur
starfsemi sína frá 19. hæð skýjakljúfs
við Broadway í fjármálahverfi Man-
hattan.
„Við vorum búnir að vera inni á
bandaríska markaðnum en fórum
svo inn í þetta fyrirkomulag. Við ætl-
um okkur á fyrri hluta næsta árs að
framleiða skyr í Bandaríkjunum í
samstarfi við aðila þar. Það er mjög
erfitt að ætla sér að þjónusta mark-
aðinn þarna með flugi frá Íslandi. Við
höfum aldrei
selt jafn mikið
skyr til Banda-
ríkjanna og á
yfir standandi ári
og salan verður
tvöföld miðað við
árið í fyrra,“ segir Egill Sigurðsson,
bóndi á Berustöðum í Ásahreppi
og stjórnar formaður samvinnufé-
lagsins Auðhumlu sem á 90 prósent
í MS. Hin tíu prósentin eru í eigu
Kaupfélags Skagfirðinga.
Eigendur Icelandic Provisions
hafa sótt um einkaleyfi á skyrdósum
fyrirtækisins, sem eru tígullaga, og
ýmsum slagorðum. Umsóknirnar
eru einnig lagðar fram af bandaríska
félaginu SkyrCo Inc. sem Egill segir
hafa haldið utan um sölu á vörum
MS í Bandaríkjunum áður en nýja
félagið var stofnað.
„Við erum að reyna að aðgreina
okkur á
markaðnum
og búa til
vörumerki.
Bæði innlend-
ir og erlendir fjár-
festar sjá verðmæti í tengingu
við MS og söguna. Upphaflega var
hönnunin með það markmið að
dósirnar röðuðust betur á vörubrett-
um. Það er ákaflega dýrt að flytja
þetta út með flugi og líka ótryggt því
fraktin er alltaf víkjandi í öllu flugi,“
segir Egill.
Þynnist ekki út
Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur
verið ráðgjafi MS og Polaris Found-
ers Capital við fjármögnun verkefn-
isins hér á landi. Hannes Frímann
Hrólfsson, forstjóri Virðingar, segir
að hlutafjársöfnuninni sé ekki lok-
ið og stefnt sé að eiginfjárframlagi
frá innlendum og erlendum fjár-
festum upp tæpar 11 milljónir dala.
Aðspurður vill hann ekki svara því
hvaða innlendu fjárfestar hafa nú
þegar skuldbundið sig verkefninu.
„Þeir hafa verið að bæta í hluta-
féð en það er allt gert með þynningu
á hinum 82 prósentunum sem MS á
ekki. Hlutur okkar þynnist ekki út og
okkar prósentutala verður föst fyrstu
þrjú árin. Við höfum ekki lagt neina
peninga í þetta heldur þekkingu,
uppskriftir, tækniaðstoð og fleira og
aðrir koma svo að því að fjármagna
þetta með okkur,“ segir Egill. Ekki
náðist í Einar Sigurðsson við vinnslu
fréttarinnar. n
Stjórnarformaður Auðhumlu Egill
Sigurðsson segir áform MS gera
ráð fyrir að framleiðsla á skyri
Icelandic Provisions í Bandaríkj-
unum hefjist á
fyrri hluta 2017.
Siggi Skyr líka
í New York
Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði
bandaríska fyrirtækið The Icelandic Milk and
Skyr Corporation árið 2006 en það framleið-
ir skyr og aðrar mjólkurvörur undir nafninu
Siggi's. Skyrið er byggt á íslenskri uppskrift
og var í árslok 2014 selt í yfir fjögur þúsund
verslunum í Bandaríkjunum. Höfuðstöðvar
Siggi's eru einnig í New York. Þá stofnaði
ljósmyndarinn Smári Ásmundsson fyrirtæk-
ið Smári-Organics í Kaliforníu á vesturströnd
Bandaríkjanna árið 2010. Smári framleiðir
jógúrt eftir íslenskri uppskrift.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Bíða niðurstöðu
kennslanefndar
„Það er beðið niðurstöðu
kennslanefndar til að staðfesta að
hinn látni sé sá sem saknað var.
Væntanlega verður aldrei upp-
lýst nákvæmlega hvað kom fyrir
um borð eða hver ferill skútunn-
ar var um Atlantshafið áður en
hún endaði hér við land,“ segir
Jóhannes Jensson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni á
Suðurnesjum.
Þann 26. október síðast-
liðinn fann Landhelgisgæslan
neyðarsendi suðvestur af
Grindavík sem tilheyrði frönsku
seglskútunni Red Heol. Síðar
þann sama dag fannst brak sem
talið er vera úr skútunni sem og
líkamsleifar sem taldar eru til-
heyra hinum 63 ára Joseph Le
Goff sem sigldi skútunni.
Joseph hugðist sigla frá Portú-
gal til Azoreyja og lagði hann af
stað í siglinguna í sumar, þann 7.
júlí. Áætlað var að siglingin tæki
viku en Joseph skilaði sér aldrei
til Azoreyja.
Hæstiréttur úrskurðaði í síð-
ustu viku að lögreglu skyldi veitt
heimild til að framkvæma réttar-
krufningu á líkinu sem fannst.
Í kröfu lögreglustjórans kom
fram að ekki hefði verið unnt að
útiloka að dauðsfall umrædds
manns mætti rekja til refsiverðrar
háttsemi.
Aðspurður segir Jóhannes að
ekkert bendi til þess að neitt sak-
næmt hafi átt sér stað. „Það er
hins vegar tilgangur réttarkrufn-
ingar að leiða í ljós hvort svo hafi
verið eða ekki og staðfesta and-
látsorsök.“
Joseph var vanur siglingum og
smíðaði hann umrædda skútu,
sem var ellefu metrar á lengd, að
mestu sjálfur. Bróðir hans, Jean-
Yves Le Goff, sagði í viðtali við
franska fjölmiðla í sumar, þegar
leit að skútunni stóð yfir, að bróð-
ir hans hefði stundað siglingar
í fjórtán ár og áður siglt einn til
Azoreyja.
Fékk dóm fyrir að misþyrma barni í Noregi
K
aj Anton Arnarsson, sem var
í júní síðastliðnum dæmdur
í 26 mánaða fangelsi í Noregi
fyrir að misþyrma tveggja ára
gömlu barni, afplánar nú eftirstöðvar
dómsins í fangelsinu á Litla-Hrauni.
Samkvæmt heimildum DV hóf hann
afplánun þar fyrir rúmri viku.
Fjölmiðillinn Stundin greindi á
miðvikudag frá því að Kaj Anton væri
laus úr haldi og kominn til Íslands.
Hann var í október 2015 ákærður
fyrir að misþyrma barni sem honum
hafði verið treyst fyrir og voru áverk-
arnir slíkir að læknir brast í grát þegar
hann lýsti þeim í vitnastúku áður en
dómurinn féll í Stafangri í Noregi. Kaj
hafði þá setið í fangelsi í átta mánuði.
Barnið hlaut handleggsbrot, áverka á
höfði, mar á hrygg, hnjám og rist en
Kaj Anton hélt því fram að drengur-
inn hefði dottið oftar en einu sinni á
meðan hann var að passa hann. n
ritstjorn@dv.is
Kaj
Anton
á Litla-
Hrauni
Á Litla-
Hrauni Kaj
Anton var
síðast dæmd-
ur til refsingar
hér á landi í lok
árs 2012 fyrir
líkamsárás.
Mynd FAcebook