Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Qupperneq 4
Helgarblað 11.–14. nóvember 20164 Fréttir
B
enedikt Gíslason, fyrrver-
andi ráðgjafi fjármála- og
efnahagsráðherra við fram-
kvæmd áætlunar íslenskra
stjórnvalda um losun fjár-
magnshafta, verður annar af tveimur
nýjum stjórnarmönnum sem verða
kjörnir í stjórn Kaupþings á sér-
stökum hluthafafundi félagsins síð-
ar í þessum mánuði. Þá mun Ítalinn
Piergiorgio Lo Greco, sem starfaði
um árabil sem vogunarsjóðstjóri í
London, sömuleiðis taka sæti í stjórn
Kaupþings, samkvæmt heimildum
DV. Ákveðið var að boða til hlut-
hafafundarins aðeins fjórum dögum
eftir að tilkynnt var um að Jóhannes
Rúnar Jóhannesson, fyrrverandi for-
maður slitastjórnar Kaupþings, hefði
sagt sig úr stjórn eignarhaldsfélags-
ins 3. nóvember síðastliðinn. Verð-
mætasta eign Kaupþings er 87%
eignarhlutur í Arion banka.
Benedikt, sem situr einnig í
stjórn tryggingafélagsins VÍS, hefur á
undanförnum mánuðum verið einn
helsti ráðgjafi Kaupþings við undir-
búning að sölu á eignarhlutnum í
Arion banka. Þannig hefur hann leitt
viðræður félagsins við fulltrúa þeirra
íslensku lífeyrissjóða sem skoða
nú þann möguleika að kaupa hlut í
bankanum af Kaupþingi. Piergiorgio
Lo Greco hefur hins vegar frá 2013
verið framkvæmdastjóri og einn af
eigendum ítölsku sælkeraverslunar-
keðjunnar La Bottega í London en
þar áður vann hann um tíu ára skeið
í fjármálageiranum í London. Starf-
aði hann meðal annars hjá sjóða-
stýringarfyrirtækinu Arcapita Group
á árunum 2004 til 2008, rétt eins og
John P. Madden, stjórnarmaður í
Arion banka og framkvæmdastjóri
hjá Kaupþingi frá því í ársbyrjun
2016.
Hluthafafundur Kaupþings, þar
sem eina málið á dagskrá er að kjósa
Benedikt og Lo Greco í stjórn félags-
ins, mun fara fram 23. nóvember
næstkomandi, samkvæmt upplýs-
ingum DV. Í kjölfarið verður stjórn
Kaupþings skipuð fimm manns.
Fyrir eru í stjórninni þeir Alan J. Carr,
bandarískur lögmaður og stjórnar-
formaður félagsins, Óttar Pálsson,
hæstaréttarlögmaður og einn
eigenda að LOGOS, og Bretinn Paul
Copley, sem gegnir jafnframt starfi
forstjóra Kaupþings.
Áhrifalítill stjórnarmaður
Jóhannes Rúnar tók sæti í fjögurra
manna stjórn Kaupþings um miðj-
an marsmánuð á þessu ári þegar
fyrsti hluthafafundur eignarhalds-
félagsins Kaupþings fór fram í kjölfar
þess að slitabúið hafði lokið nauða-
samningum og formlegt eignarhald
færðist á hendur kröfuhafa gamla
bankans. Var Jóhannes Rúnar, líkt og
aðrir stjórnarmenn Kaupþings, kjör-
inn í stjórn félagsins til tveggja ára
og nam þóknun hans fyrir stjórnar-
setuna 250 þúsund evrum, jafnvirði
um 30 milljóna króna, á ári. Þrátt
fyrir að hafa verið kjörinn í stjórn
Kaupþings fram í mars árið 2018 þá
kveða samþykktir félagsins á um að
heimilt sé „að víkja manni úr stjórn
eða skipta um stjórnarmann hvenær
sem er“ með ályktun hluthafafund-
ar sem er samþykkt með einföldum
meirihluta. Kaupþing féllst ekki á að
greiða Jóhannesi Rúnari þóknun út
tveggja ára kjörtímabilið þegar hann
sagði sig úr stjórninni, samkvæmt
heimildum DV.
Brotthvarf Jóhannesar Rúnars
úr stjórn félagsins kom þeim sem
þekkja vel til innan Kaupþings fæst-
um á óvart. Hann hafði um tals-
vert skeið ekki notið trausts sumra
af stærstu kröfuhöfum Kaupþings,
meðal annars vogunarsjóðsins
Taconic Capital, langsamlega áhrifa-
mesta eigenda félagsins, sem á orðið
um 40% hlut í Kaupþingi. Til marks
um aðþrengda stöðu Jóhannesar
Rúnars þá gegndi hann ekki neinni
stjórnunarstöðu innan Kaupþings
og hefur jafnframt ekki haft neina
aðkomu að vinnu stjórnenda og
ráðgjafa félagsins síðustu mánuði
í tengslum við söluferlið á Arion
banka, samkvæmt heimildum DV.
Áður en ný stjórn og forstjóri tóku við
Kaupþingi fyrr á þessu ári hafði ver-
ið áformað að Jóhannes Rúnar yrði
aðal lögfræðingur eignarhaldsfélags-
ins þar sem hann myndi hafa umsjón
með svonefndum vandræðaeignum
(Non-operating assets, NOA) Kaup-
þings en bókfært virði þeirra nemur
samtals um 26 milljörðum króna. Af
því varð hins vegar aldrei.
Ríkið á mikið undir
Heildareignir Kaupþings námu
um mitt þetta ár samtals um
475 milljörðum króna og er 87%
eignarhluturinn í Arion banka sem
fyrr segir verðmætasta einstaka eign
félagsins. Miðað við eigið fé bank-
ans um mitt þetta ár er sá hlutur
metinn á 173 milljarða. Vegna af-
komuskiptasamnings sem stjórn-
völd gerðu við kröfuhafa slitabúsins
þá mun stærstur hluti söluandvirð-
is Arion banka falla í skaut ríkisins.
Þannig myndi ríkið fá um 122 millj-
arða króna í sinn hlut ef allur hlutur-
inn yrði seldur í samræmi við bók-
fært virði en eigendur Kaupþings
myndu á móti fá um 51 milljarð.
Auk þess að vera stærsti hluthafi
Arion banka er Kaupþing jafnframt
helsti lánveitandi bankans vegna
skuldabréfs í erlendri mynt til
þriggja ára sem var gefið út í tengsl-
um við þau stöðugleikaskilyrði sem
Kaupþing þurfti að uppfylla. Sam-
kvæmt síðustu viðskiptaáætlun
stjórnenda Kaupþings er stefnt að
því að búið verði að umbreyta öllum
óseldum eignum félagsins í laust fé
og greiða út til hluthafa og skulda-
bréfaeigenda á næstu tveimur til
þremur árum. n
brotthvarf Jóhannesar
n Benedikt Gíslason og ítalskur sjóðstjóri í stjórn Kaupþings n Naut ekki trausts hluthafa
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Benedikt í stjórn eftir
Seðlabankinn
seldi allan hlut
sinn í Kaupþingi
Seðlabanki Íslands er ekki lengur einn
af stærstu hluthöfum Kaupþings eftir
að ESÍ, dótturfélag bankans, ákvað að
selja fyrir skemmstu alla eignarhluti
og kröfur sem það átti í eignarhaldsfé-
laginu. Samkvæmt heimildum DV, eins
og greint var frá í forsíðufrétt blaðsins
síðastliðinn þriðjudag, þá var það
bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic
Capital, stærsti hluthafi Kaupþings,
sem keypti megnið af rúmlega sex
prósenta hlut Seðlabankans. Már Guð-
mundsson seðlabankastjóri hefur sagt
að Seðlabankinn hafi fengið um 20
milljarða króna fyrir bréfin í Kaupþingi.
Taconic Capital hafði á undanförnum
mánuðum reglulega komið á framfæri
áhuga sínum, með óformlegum hætti,
um að kaupa hlut ESÍ í Kaupþingi
samhliða því að sjóðurinn var að auka
verulega við eignarhlut sinn með
uppkaupum á hlutum annarra í félaginu.
Þann 1. nóvember síðastliðinn, áður en
vogunarsjóðurinn keypti eignarhluti og
tengdar kröfur Seðlabankans vegna
Kaupþings, áttu þrír sjóðir í nafni Taconic
Capital samtals um 33% hlut í Kaupþingi,
samkvæmt hluthafalista sem DV hefur
undir höndum. Talið er hins vegar, að
sögn þeirra sem þekkja vel til innan
eigendahóps Kaupþings, að raunveruleg-
ur eignarhlutur Taconic Capital sé nokkuð
meiri, líklega yfir 40%. Sá sem stýrir
fjárfestingum vogunarsjóðsins hér á landi
er Bandaríkjamaðurinn Keith Magliana,
sjóðstjóri Taconic Capital í London.
Hættur
í stjórn
Jóhannes
Rúnar Jó-
hannesson.
Nýr í stjórn
Piergiorgio
Lo Greco.
Nýr í
stjórn
Benedikt
Gíslason.
í alla bíla
Varahlutir
Við einföldum líf bíleigandans