Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Síða 12
Helgarblað 11.–14. nóvember 201612 Fréttir
L
aun grunnskólakennara hafa
hækkað um 86,7 prósent á síð-
ustu tíu árum. Á sama tíma hef-
ur launavísitala hækkað um
92,7 prósent. Verulegur hluti
hækkunarinnar tengist breytingum
sem gerðar voru á vinnufyrirkomu-
lagi kennara í kjarasamningi árið 2014.
Grunnlaun dæmigerðs grunnskóla-
kennara eru í dag um 456 þúsund
krónur. Grunnskólakennarar felldu
kjarasamningstilboð sveitarfélaganna,
fyrst í júní síðastliðnum og svo aftur
í september. Kjaradeilu kennara við
sveitarfélögin var vísað til ríkissátta-
semjara síðastliðinn mánudag.
Hækkun kjararáðs „siðferðislega
röng“
Gríðarleg óánægja hefur brotist út
meðal kennara síðustu daga. Má
tengja hana beint við úrskurð kjara-
ráðs um launahækkanir kjörinna full-
trúa en samkvæmt honum hækkuðu
grunnlaun þingmanna í 1,1 milljón
króna. Þannig hafa Kennarasambandi
Íslands borist ályktanir frá kennurum
við vel á fjórða tug skóla um land allt
síðustu daga. Þar er þungum áhyggj-
um lýst af stöðu kjaramála kennara og
farið er hörðum orðum um úrskurð
kjararáðs. Augljóst er að samtal hef-
ur átt sér stað milli kennara mismun-
andi skóla því orðalag ályktananna er
í mörgum tilfellum svipað. Þannig er
ítrekað talað um að úrskurður kjara-
ráðs hafi verið kornið sem fyllti mæl-
inn, hækkanir þar séu ekki í neinum
takti við launaþróun í þjóðfélaginu og
séu lítilsvirðing við kennara. Kennarar
í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ
segja úrskurðinn hafa verið blauta
tusku í andlit kennara og kennarar í
Rimaskóla í Reykjavík segja að „hin
gífurlega launahækkun sem Kjara-
ráð hefur ákveðið til handa fulltrúum
sveitarstjórna, alþingismanna, ráð-
herra og forseta Íslands sé siðferðis-
lega röng og ýti undir ójöfnuð í sam-
félaginu.“
Samkvæmt upplýsingum frá Félagi
grunnskólakennara eru grunnlaun
dæmigerðs grunnskólakennara með
15 ára starfsreynslu í dag um 465 þús-
und krónur. Í janúar 2006 voru laun-
in um 249 þúsund krónur. Árið 2011
höfðu þau hækkað í 321 þúsund krón-
ur, um 28,8 prósent. Á sama tíma hafði
launavísitala hækkað um 35,5 prósent.
Afsöluðu sér réttindum
Grunnskólakennarar gerðu kjara-
samning árið 2014 þar sem hluti
launahækkana var í formi þess að
þeim var boðið upp á að afsala sér
svokölluðum kennsluafslætti, réttind-
um til að kenna færri tíma á viku eftir
55 ára aldur. Langflestir kennarar, um
90 prósent, gengu að því tilboði. Auk
þess voru fleiri breytingar á vinnu-
fyrirkomulagi hluti af samningnum.
Kennarar meta það svo að um 15 pró-
sent af þeim hækkunum sem urðu við
samninginn séu tilkomnar með því að
þeir hafi afsalað sér réttindum.
Laun kennara hækkuðu frá árinu
2011 um 44,9 prósent en á sama tíma
hækkaði launavísitala um 42,2 pró-
sent. Sé hins vegar horft til síðustu tíu
ára hafa laun kennara hækkað um 86,7
prósent en launavísitala um 92,7 pró-
sent. Hefðu grunnskólakennarar sam-
þykkt samningstilboðið hefði það skil-
að þeim 9,8 prósenta launahækkun til
janúar 2019.
Kjararáð sprengdi allt í loft upp
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara, segir að
úrskurður kjararáðs hafi hleypt illu
blóði í kennara. „Hann gerir það auð-
vitað. Þegar þú ert í þeirri stöðu að vera
með tvífelldan kjarasamning og þér er
gert að semja í samræmi við SALEK-
rammann þá gefur augaleið að þegar
þessi sending kemur daginn eftir
kosningar springur allt í loft upp.“
Ólafur segir jafnframt að kennar-
ar séu orðnir langþreyttir á kjörum
sínum og menn óttist að verði ekki
gerð bragarbót þar á muni það hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir skólastarf.
Kennarar muni þá fara úr kennslu í
önnur störf. Aðspurður hvaða hækkun
þurfi að koma til svo kennarar muni
sætta sig við hana segir Ólafur að það
snúi bæði að samningstímanum og
hvað verði boðið. Ekki sé hægt að svara
því beint út hvaða krónutölu- eða pró-
sentuhækkun þurfi að koma til. n
„Þegar þú ert í þeirri
stöðu að vera með
tvífelldan kjarasamning
og þér er gert að semja
í samræmi við SALEK-
rammann þá gefur
augaleið að þegar þessi
sending kemur daginn
eftir kosningar springur
allt í loft upp.
n Laun hafa hækkað minna en
launavísitala síðasta áratug
n Grunnlaun 456 þúsund krónur
Kennarar
segjast
lítilsvirtir
Gríðarleg óánægja Gríðarleg óánægja
er meðal grunnskólakennara eftir að kjara-
ráð hækkaði laun kjörinna fulltrúa ansi
hressilega á kjördag. Mynd SiGtryGGur Ari
Ólafur Loftsson Formaður
félags grunnskólakennara.
Freyr rögnvaldsson
freyr@dv.is
Bjarni vildi stjórn
með VG og Framsókn
Neyðist líklega til að skila umboðinu
H
ugmyndir um stjórnar-
samstarf Vinstri grænna
og Sjálfstæðisflokksins
gengu út á að Framsóknar-
flokkurinn ætti aðkomu
að þeirra stjórn einnig. Ekki var til
umræðu að Vinstri græn kæmu að
borðinu í hugsanlegum stjórnar-
myndunarviðræðum Sjálfstæðis-
flokks, Viðreisnar og Bjartrar fram-
tíðar samkvæmt heimildum DV.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, lýsti því í viðtali
við Ríkisútvarpið að útséð væri með
að mögulegt væri að hefja viðræð-
ur við Vinstri græn. Það hefði orðið
ljóst í samtölum hans við Katrínu
Jakobsdóttur, formann flokksins. Í
samtali við DV segir Katrín að hún
hafi gert Bjarna grein fyrir því að
hún teldi afar ólíklegt að viðræður
milli flokkanna myndu skila
nokkrum árangri. Samkvæmt heim-
ildum DV lagði Bjarni ekki fram
neinar mótaðar hugmyndir um
hvað gæti hugsanlega orðið til við-
ræðu milli flokkanna tveggja. Katrín
hefur hingað til lagt á það áherslu
að langt væri milli flokkanna tveggja
í áherslum og forgangsmál í henn-
ar huga væri að mynda ríkisstjórn til
vinstri.
Sjálfstæðismenn þrýstu á VG
Mikil og almenn andstaða er í röð-
um Vinstri grænna við samstarf
með Sjálfstæðisflokki. Þá er sagt úti-
lokað að flokkurinn myndi sætta
sig við að lappa upp á ríkisstjórnar-
samstarf Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks. Hins vegar er vitað
að mikill þrýstingur hefur verið á
Vinstri græna af hálfu ýmissa nú-
verandi og fyrrverandi áhrifamanna
í Sjálfstæðisflokknum um að láta
reyna á samstarf milli flokkanna.
Þvertekur fyrir hótanir ungliða
Í Morgunblaðinu í gær, fimmtu-
dag, var fullyrt að Katrín hafi legið
undir miklum þrýstingi frá gras-
rót flokksins og ungliðahreyfingu
og því hafi verið hótað að áhrifa-
fólk myndi segja sig frá störfum
fyrir flokkinn, yrði af samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn. Katrín kannast
sjálf ekki við neinar slíkar hótanir.
Ragnar Auðunn Árnason, talsmað-
ur Ungra vinstri grænna, þvertekur
fyrir að nokkrar slíkar hótanir hafi
verið settar fram. „Það hafa engar
hótanir átt sér stað. Stjórn UVG hef-
ur ekkert ályktað um þessi mál og
treystir Katrínu fullkomlega í þess-
um efnum.“
Andstaða vegna ESB-mála
Heimildir DV herma að andstaða sé
innan þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins gegn ríkisstjórnarsamstarfi með
Viðreisn og Bjartri framtíð. Þar
komi nokkur atriði til en einkum þó
stefna flokkanna varðandi Evrópu-
sambandsumsókn. Raunar er sú
afstaða gagnkvæm innan Viðreisn-
ar og Bjartrar framtíðar. Þá hugnast
Sjálfstæðismönnum lítt að mynda
svo veika meirihlutastjórn en sam-
stjórn þessara flokka hefði aðeins
eins þingmanns meirihluta.
treysta ekki Pírötum
Líklegt þykir því að Bjarni neyðist til
að skila stjórnarmyndunarumboð-
inu á næstunni. Ef svo fer má telja
líklegast að Guðni Th. Jóhannesson
veiti Katrínu umboðið og hún geri
tilraun til að mynda ríkisstjórn til
vinstri. Líkur á að henni takist það
eru hins vegar hverfandi, í það
minnsta fyrsta kastið. Ástæðan er
einkum sú að ekki ríkir traust í garð
Pírata innan hinna flokkanna sem
þyrftu að koma að stjórnarsamstarf-
inu. Píratar hafa lýst því yfir að þeir
vilji ekki koma að ríkisstjórnarsam-
starfi en séu reiðubúnir að verja
minnihlutastjórn. Raunar er talið
að sú afstaða sé ekki alveg heilög.
Engu að síður er afar takmarkaður
vilji til þess meðal annarra flokka
að þurfa að reiða sig á Pírata, hvort
sem er í ríkisstjórnarsamstarfi eða
til að verja stjórn falli. Því er flest
sem bendir til að Katrínu muni
ekki takast ætlunarverk sitt, fái
hún til þess umboð. Svo gæti farið
að enn verði langt í myndun nýrrar
ríkisstjórnar. n
Gengur lítið Lítið gengur í stjórnarmynd-
unarviðræðum Bjarna Benediktssonar.
Mynd SiGtryGGur Ari
Flókin staða Hverfandi líkur eru á að
Katrín Jakobsdóttir geti myndað stjórn til
vinstri, fái hún stjórnarmyndunarumboðið.
Mynd SiGtryGGur Ari„Það hafa
engar hót-
anir átt sér stað
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Opnunartími
Mán - fim 9:00 -18:00
Föstudaga 9:00 - 17:00
Laugardaga 10:00 -14:00
Sími: 557 6677
Netfang: shelgason@shelgason.is
www.shelgason.is