Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 14
Helgarblað 11.–14. nóvember 201614 Fréttir
G
iljagaur frá Brugghúsinu
Borg hlaut hæstu meðal
einkunn í árlegri Jóla
bjórsmökkun DV. Silfur
verðlaunin komu í hlut
Einstök Winter ale og fast á hæla
hans fylgdi sjálft Fagnaðarerindið
frá Bryggjunni brugghúsi. Þetta var
niðurstaða sérskipaðrar dómnefnd
ar DV en í henni sátu Svanhildur
Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður
Bjarna Benediktssonar og fyrrver
andi fjölmiðlakona. Erpur Eyvindar
son tónlistarmaður, Gunnar Jónsson
(Gussi) leikari, Karen Kjartans
dóttir, samskiptastjóri SFS, og
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir,
verk efnastjóri hjá Listaháskóla Ís
lands og kennari í Bjórskólanum.
Það er til marks um gríðar
lega grósku í bjórgerðinni hér
lendis að alls voru átján tegundir
á boðstólum í smökkuninni, allt
innlend framleiðsla. Þar sem sala
á jólabjór hefst ekki fyrr en 15.
nóvember þá sendu framleið
endur prufur til DV og kunnum
við þeim bestu þakkir fyrir lið
legheitin. Þó ber að geta þess að
þrjár tegundir til viðbótar, tvær
frá Gæðingi brugghúsi og síðan
Askasleikir frá Borg, standa bjór
unnendum til boða fyrir hátíðarnar.
Þessar tegundir voru hins vegar ekki
tilbúnar í tæka tíð.
Smökkunin fór fram í húsnæði
Microbar, Vesturgötu 2, sem er eitt af
musterum bjórsins í Reykjavík. Fag
mennirnir á staðnum aðstoðuðu við
framkvæmdina þannig að allt færi
eftir kúnstarinnar reglum og er þeim
hér með þakkað fyrir sinn
þátt. Um blindsmökkun
var að ræða og var bjórinn
framreiddur í handahófs
kenndri röð. Allar tegund
irnar voru í glerflöskum og
var reynt að gæta þess eft
ir fremsta megni að hita
stig veiganna hæfði hverri
tegund. Þá fengu nefndar
menn vatn og brauð til þess
að reyna að hreinsa bragðlaukana
milli sopa. Einnig var boðið upp
á veglega fötu til þess að nefndar
menn gætu skyrpt veigunum. Sú fata
var ekki mikið notuð.
Dómnefndin fór á kostum og
var glatt á hjalla. Allir þátttakendur
eru miklir áhugamenn um bjór og
inntu starf sitt af hendi af mikilli
fagmennsku. Það mátti glögglega
sjá að smekkur manna var misjafn
og því ljóst að önnur fimm manna
nefnd hefði getað komist að allt
annarri niðurstöðu. Smökkunin er
því fyrst og fremst til gamans gerð.
Gjafmildasti dómarinn var sam
skiptastjórinn Karen Kjartansdóttir
sem gaf bjórunum sínum 7,8 í með
aleinkunn. Henni fannst í rauninni
íslenska framleiðslan eins og hún
leggur sig góð. Svanhildur var á svip
uðum slóðum og Karen en Erpur og
Ólöf Hugrún voru talsvert harðari.
Grimmasti dómarinn var hins vegar
leikarinn og hið annálaða góðmenni
Gunnar Jónsson, Gussi, sem gaf sín
um bjórum að meðaltali 6,1 í meðal
einkunn. Sumir bjórarnir féllu hon
um ekki í geð.
Þegar smökkuninni var lokið var
dómurunum umbunað og fengu þeir
að taka með sér tvo bjóra hver og var
gert að velja þá blindandi. Niður
staðan varð sú að allir kusu eina
flösku af sigurvegaranum Giljagaur,
og sem flösku tvö valdi Gussi Fagn
aðarerindið frá Bryggjunni, Erpur
Frelsarann frá Steðja og Svanhildur
Einstök Winter ale, Ólöf Hugrún
valdi vetrarölið sömuleiðis en Karen
ákvað að kynna sér Fagnaðarerindið
eins og Gussi. n
GiljaGaur valinn
besti jólabjórinn
n Einstök Winter ale í öðru sæti og Fagnaðarerindið frá Bryggunni í því þriðja
Björn Þorfinnsson
Kristín Clausen
bjornth@dv.is / kristin@dv.is Sigurvegarar
fyrri ára
Jólasmökkun DV hefur verið haldin ár-
lega frá árinu 2009, ef undan er skilið
árið 2015. Fyrir jólin 2014 þá bar Jóla
gull sigur úr býtum en sá bjór átti erfitt
uppdráttar í ár og lenti í 13–15. sæti.
2014: Jóla gull
2013: Gæðingur
2012: Steðji
2011: Tuborg Julebryg og Einstök
2010: Viking Jóla Bock
2009: Tuborg Julebryg
Jólabjórdómnefnd DV Karen
Kjartansdóttir, Svanhildur Hólm
Valsdóttir, Erpur Eyvindarson, Gunnar
Jónsson og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
skipuðu nefndina í ár. mynDir Sigtryggur Ari
Einbeiting Veigarnar voru grandskoðaðar með tilliti til lyktar, útlits og bragðs.
Erfitt líf Dómnefndin sinnti
störfum sínum af stakri
fagmennsku og ástríðu.