Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 15
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 Fréttir 15 1 Giljagaur 8,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: Borg Tegund: Barley Wine Áfengismagn: 10% Karen (9): „Dásamlegur hátíðarbragur yfir þessum. Svona ekta sem maður vill fá á föstudegi í skammdeginu.“ Erpur (7,5): „Sætan áberandi en ekki of mikil, vinnur gegn beiskjunni. Eftirbragið gott sem og ropinn.“ Ólöf Hugrún (9): „Humlar og hamingja! Smá koníakseftirbragð.“ Svanhildur (9): „Sætur og góður. Fljótandi eftirréttur. Þetta er eins og desertvín.“ Gussi (7): „Sætur og góður. Upplifi samt engin jól.“ 2 Einstök Winter ale 8 í meðaleinkunn Framleiðandi: Einstök ölgerð/Vífilfell Tegund: Winter ale Áfengismagn: 8% Karen (9): „Það er ekki verið að spara neitt hér. Þessi púllar allt.“ Ólöf Hugrún (8): „Sítrus í nefi, skemmtilegt kryddbragð. Myndi smellpassa með sósunni sem mamma gerir með kalkúninum.“ Svanhildur (8): „Jólafrí í glasi. Bragðið rífur vel í munninn. Ef þetta væri tónlistarmaður þá væri þetta Keli í Agent Fresco.“ Erpur (7,5): „Spennandi, hátíðlegur, fjöl­ breyttur, ungur og hress.“ Gussi (7,5): „Rauð jól, mistilteinn.“ 3 Fagnaðarerindið 7,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Bryggjan Brugghús Tegund: Belgískur Dubbel Áfengismagn: 6,5% Erpur (7,5): „Gosaður! Líklega sterkur en það finnst ekki.“ Gussi (8,5): „Þorláksmessa! Nú mega jólin fara að koma.“ Svanhildur (8): „Mjúkur og fínn. Kitlar tunguna svolítið. Jólalegur þó að hann sé ekki mjög sætur.“ Karen (8,5): „Þegar búið er að pakka öllum gjöfunum og koma krökkunum í háttinn þá er þetta bjórinn sem maður fær sér í rólegheitunum.“ Ólöf Hugrún (7): „Skýjaður, síðustu pakk­ arnir, pínu reykur.“ 4 Egils Malt jólabjór 7,7 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölgerðin Tegund: Þýskur dunkel/ Egils Malt Áfengismagn: 5,6% Ólöf Hugrún (7): „Pura, reykt kjöt. Grundigt gamaldags. Hangilæri beint úr reykofninum.“ Karen (8,5): Kjöt, íslenskir jólasveinar og allt að gerast. Lítill góður, stór væri of mikið.“ Erpur(7): „Massa hangilæri, skemmti­ legur!“ Gussi(8): „Bjúgnakrækir – reykur.“ Svanhildur (8): „Upplifun að smakka en ég myndi ekki þamba.“ 5 Heims um bjór 7,6 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölvisholt Tegund: Lager Áfengismagn: 5% Gussi (7): „Lyftir jólaandanum, eftir­ beiskja.“ Svanhildur (7): „Eplailmur. Konfektbjór. Mikið bragð.“ Ólöf Hugrún (8): „Góð, maltkennd lykt, eftirbragð sem endist.“ Karen (8): „Þykkt og fallegt myrkur. Lykt, áferð og litur fágaður.“ Erpur (7): „Sæt lykt, ávextir og malt.“ 6 Tuborg Julebryg 7,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölgerðin Tegund: Lager í Vínarstíl Áfengismagn: 5,4% Ólöf Hugrún: (8) „Kandís. Fallegur á litinn.“ Svanhildur (8): „Mikil jól! Þessi myndi alveg þola appelsínið. Maltbragðið að mínum smekk.“ Gussi (4): „Lakkrís, vantar meiri fyllingu.“ Karen (8,5): „Sætur og fallegur á litinn. Gaman að bjóða upp á þennan í góðra vina hópi. Ekta jól!“ Erpur (8): „Jól og nýár, hæfilega bragð­ mikill. Maltaður og gott jafnvægi.“ 7 Súkkulaði Jóla Kaldi 7,1 í meðaleinkunn Framleiðandi: Kaldi, Árskógsströnd Tegund: Súkkulaði Porter Áfengismagn: 6% Svanhildur (7): „Er ekki mikið fyrir bjór í bitrari kantinum. Finnst vanta hangikjöt með þessum.“ Gussi (7): „Sveskja/rúsína, lítill í sér.“ Erpur (6): „Spennandi lykt, ekkert spes en ekki vondur.“ Karen (8). „Notalegur. Mikil jól, daðrar við beiskju.“ Ólöf Hugrún (7,5): „Maltaður, jafnvel smá súkkulaði.“ 8 Frelsarinn 7 í meðaleinkunn Framleiðandi: Steðji Tegund: Lager Áfengismagn: 5,0% Svanhildur (7): „Lyktin er eins og úr lyft­ ingasal – ekki jólalegt – en mjög fínn bjór. Ólöf Hugrún (7,5): „Kattahlandslykt, sorrí, en bragðið er býsna gott. Eftirbragðið leikur við laukana.“ Gussi (7): „Milli jóla og nýárs í ræktinni.“ Erpur (7): „Vantar sætu, malt, dökkt, tyggjó.“ Karen (6,5): „Ágætur.“ 9-10 24 frá Ölvisholti 6,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölvisholt Tegund: Barley Wine Áfengismagn: 10% Erpur(7): Þessi er mjög spennandi en ég gæti ekki margar kippur, að minnsta kosti ekki fyrir hádegi. Spes, hint af taðreykingu. Ólöf Hugrún (5): „Grösugur, stálmi.“ Svanhildur (8): „Skemmtileg áferð. Spennandi bjór. Mór – nær ekki alveg taðreyktu. Heilsársbjór.“ Gussi (6): „Sítrus – kitlandi.“ Karen (8,5): „Fínn í pottinn undir stjörnu­ björtum himni. Sérstakt, einkennandi bragð sem minnir á reyk og tað.“ 9-10 Jóla Kaldi 6,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Kaldi, Árskógsströnd Tegund: Lager Áfengismagn: 5% Karen (8,5): „Góður, þessi hentar alltaf vel.“ Svanhildur (8): „Veit ekki af hverju hann minnir mig á sólbað. Kannski ekki það jólalegasta en þetta er samt fínn jólabjór. Mjúkur, bæði að áferð og bragði.“ Erpur (5,5): „Rosalega beisik, léttur, smá beiskja.“ Gussi (5,5): „Fyrsti í aðventu, byrja að hita upp.“ Ólöf Hugrún (7): „Perubrjóstsykur, lakkrís.“ 11 Einstök Doppelbock 6,8 í meðaleinkunn Framleiðandi: Einstök ölgerð / Vífilfell Tegund: Doppelbock Áfengismagn: 6,7% Gussi (6,5): „Jólin eru búin.“ Erpur (6): „Beiskjan of mikil, vantar sætu.“ Svanhildur (6,5): „Frekar beisik bitur bjór.“ Karen (8,5): „Stuð, jól og beiskja.“ Ólöf Hugrún (6,5): „Bruninn sykur, leitar upp í nef.“ 12 Boli Doppelbock 6,7 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölgerðin Tegund: Doppelbock Áfengismagn: 7,5% Erpur(6): „Beiskjan er of mikil, sæta of lítil.“ Gussi (6,5): „Ding Ding – Vantar upplyftingu.“ Svanhildur (6,5): „Grunnurinn er ágætur en eitthvað vantar. Ef þetta væri sósa þá myndi ég bæta við kjötkrafti.“ Ólöf Hugrún (7): „Góður, ljúfur, smá kanill.“ Karen (7,5): „Dökkur litur og gott eftirbragð.“ 13-15 Thule Jólabjór 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: Vífilfell Tegund: Lager Áfengismagn: 5,4% Karen (7,5): „Hægt að drekka nokkra svona óvart. Léttur og ljúfur en lítil jól.“ Erpur (6,5): „Lakkrís. Þessi er meðal.“ Gussi: (5): „Meðaljóla – keimur af apóteki.“ Svanhildur (6,5): „Léttur, fínn hversdagsbjór.“ Ólöf Hugrún (6): „Þykkur lakkrís til að byrja með.“ 13-15 Almáttugur 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: Steðji Tegund: Porter Áfengismagn: 6,0% Svanhildur (8): „Góður ilmur, fallegur litur. Mikið eftirbragð með smá brenndum keim. Hrikalega skemmtilegur.“ Karen (7,5): „Myrkur og lakkrís“ Erpur (7) „Maltaður, lakkrís eða anís.“ Gussi (7): „KKK Kerfill ­ Kandís, karamella og Grýla.“ Ólöf Hugrún (3): „Sveitin. Hlýtur að vera taðreykt, ekki hrifin.“ 13-15 Jólagull 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölgerðin Tegund: Lager Áfengismagn: 5,4% Ólöf Hugrún (7,5): „Sennilega prýðilegur með laufabrauði.“ Karen (6,5): „Ávöxtur, þetta er partíbjór!“ Svanhildur (6,5): „Þessi segir mikil jól við mig. Smá bitur.“ Erpur (7): „Fruity, Ávaxtakarfan, Jónsi.“ Gussi (5) „Ávextir. Eftirbeiskja en engin jól.“ 16 Víking Yulebock 6,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: Vífilfell Tegund: Bock Áfengismagn: 6,2% Erpur (5): „Væri gott með smá sætu, engin kraftaverk.“ Ólöf Hugrún (7): „Royal karamellubúðing­ ur, sem þarf ekki að vera slæmt.“ Svanhildur (7): „Þennan þarf að drekka milli jóla og nýárs, þegar maður er orðinn leiður á stælum.“ Gussi (5): „Karamella eða kandís jafnvel.“ Karen (7,5): „Sérstakur,kryddaður en ljúfur með gott eftirbragð.“ 17 Segull 67 Jólabjór 5,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Segull 67, Siglufirði Tegund: Lager Áfengismagn: 5,4% Gussi (3): „Reykjarbragð, frekar flatur.“ Svanhildur (7,5): „Er mjög slæmt að segja að þessi bjór minni mig á bernskujól? Minnir mig á hvítöl, bara aðeins minna sætur.“ Karen (7): „Vantar einhvern sjarma en verður fínn með steik og borgara.“ Erpur (6): „Léttur og vatnskenndur, minnir örlítið á jólaöl.“ Ólöf Hugrún (6): „Karamellu og lakkríslykt, meiri lykt en bragð.“ 18 Víking jólabjór 5,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: Víking Tegund: Lager Áfengismagn: 5% Gussi(4): „Blautur sokkur. Mellow humall, engin jól.“ Svanhildur (6,5): „Þetta er bara svona bjór. Fínn á Kaffi Vest í miðri viku.“ Erpur (6): „Þessi er eitthvað týpískur.“ Ólöf (5): „Ekki krefjandi, vantar aðeins meiri karakter.“ Karen (6): „Sviplítill. Fínn bjór en ekki meira um það að segja.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.