Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 Fréttir 15 1 Giljagaur 8,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: Borg Tegund: Barley Wine Áfengismagn: 10% Karen (9): „Dásamlegur hátíðarbragur yfir þessum. Svona ekta sem maður vill fá á föstudegi í skammdeginu.“ Erpur (7,5): „Sætan áberandi en ekki of mikil, vinnur gegn beiskjunni. Eftirbragið gott sem og ropinn.“ Ólöf Hugrún (9): „Humlar og hamingja! Smá koníakseftirbragð.“ Svanhildur (9): „Sætur og góður. Fljótandi eftirréttur. Þetta er eins og desertvín.“ Gussi (7): „Sætur og góður. Upplifi samt engin jól.“ 2 Einstök Winter ale 8 í meðaleinkunn Framleiðandi: Einstök ölgerð/Vífilfell Tegund: Winter ale Áfengismagn: 8% Karen (9): „Það er ekki verið að spara neitt hér. Þessi púllar allt.“ Ólöf Hugrún (8): „Sítrus í nefi, skemmtilegt kryddbragð. Myndi smellpassa með sósunni sem mamma gerir með kalkúninum.“ Svanhildur (8): „Jólafrí í glasi. Bragðið rífur vel í munninn. Ef þetta væri tónlistarmaður þá væri þetta Keli í Agent Fresco.“ Erpur (7,5): „Spennandi, hátíðlegur, fjöl­ breyttur, ungur og hress.“ Gussi (7,5): „Rauð jól, mistilteinn.“ 3 Fagnaðarerindið 7,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Bryggjan Brugghús Tegund: Belgískur Dubbel Áfengismagn: 6,5% Erpur (7,5): „Gosaður! Líklega sterkur en það finnst ekki.“ Gussi (8,5): „Þorláksmessa! Nú mega jólin fara að koma.“ Svanhildur (8): „Mjúkur og fínn. Kitlar tunguna svolítið. Jólalegur þó að hann sé ekki mjög sætur.“ Karen (8,5): „Þegar búið er að pakka öllum gjöfunum og koma krökkunum í háttinn þá er þetta bjórinn sem maður fær sér í rólegheitunum.“ Ólöf Hugrún (7): „Skýjaður, síðustu pakk­ arnir, pínu reykur.“ 4 Egils Malt jólabjór 7,7 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölgerðin Tegund: Þýskur dunkel/ Egils Malt Áfengismagn: 5,6% Ólöf Hugrún (7): „Pura, reykt kjöt. Grundigt gamaldags. Hangilæri beint úr reykofninum.“ Karen (8,5): Kjöt, íslenskir jólasveinar og allt að gerast. Lítill góður, stór væri of mikið.“ Erpur(7): „Massa hangilæri, skemmti­ legur!“ Gussi(8): „Bjúgnakrækir – reykur.“ Svanhildur (8): „Upplifun að smakka en ég myndi ekki þamba.“ 5 Heims um bjór 7,6 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölvisholt Tegund: Lager Áfengismagn: 5% Gussi (7): „Lyftir jólaandanum, eftir­ beiskja.“ Svanhildur (7): „Eplailmur. Konfektbjór. Mikið bragð.“ Ólöf Hugrún (8): „Góð, maltkennd lykt, eftirbragð sem endist.“ Karen (8): „Þykkt og fallegt myrkur. Lykt, áferð og litur fágaður.“ Erpur (7): „Sæt lykt, ávextir og malt.“ 6 Tuborg Julebryg 7,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölgerðin Tegund: Lager í Vínarstíl Áfengismagn: 5,4% Ólöf Hugrún: (8) „Kandís. Fallegur á litinn.“ Svanhildur (8): „Mikil jól! Þessi myndi alveg þola appelsínið. Maltbragðið að mínum smekk.“ Gussi (4): „Lakkrís, vantar meiri fyllingu.“ Karen (8,5): „Sætur og fallegur á litinn. Gaman að bjóða upp á þennan í góðra vina hópi. Ekta jól!“ Erpur (8): „Jól og nýár, hæfilega bragð­ mikill. Maltaður og gott jafnvægi.“ 7 Súkkulaði Jóla Kaldi 7,1 í meðaleinkunn Framleiðandi: Kaldi, Árskógsströnd Tegund: Súkkulaði Porter Áfengismagn: 6% Svanhildur (7): „Er ekki mikið fyrir bjór í bitrari kantinum. Finnst vanta hangikjöt með þessum.“ Gussi (7): „Sveskja/rúsína, lítill í sér.“ Erpur (6): „Spennandi lykt, ekkert spes en ekki vondur.“ Karen (8). „Notalegur. Mikil jól, daðrar við beiskju.“ Ólöf Hugrún (7,5): „Maltaður, jafnvel smá súkkulaði.“ 8 Frelsarinn 7 í meðaleinkunn Framleiðandi: Steðji Tegund: Lager Áfengismagn: 5,0% Svanhildur (7): „Lyktin er eins og úr lyft­ ingasal – ekki jólalegt – en mjög fínn bjór. Ólöf Hugrún (7,5): „Kattahlandslykt, sorrí, en bragðið er býsna gott. Eftirbragðið leikur við laukana.“ Gussi (7): „Milli jóla og nýárs í ræktinni.“ Erpur (7): „Vantar sætu, malt, dökkt, tyggjó.“ Karen (6,5): „Ágætur.“ 9-10 24 frá Ölvisholti 6,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölvisholt Tegund: Barley Wine Áfengismagn: 10% Erpur(7): Þessi er mjög spennandi en ég gæti ekki margar kippur, að minnsta kosti ekki fyrir hádegi. Spes, hint af taðreykingu. Ólöf Hugrún (5): „Grösugur, stálmi.“ Svanhildur (8): „Skemmtileg áferð. Spennandi bjór. Mór – nær ekki alveg taðreyktu. Heilsársbjór.“ Gussi (6): „Sítrus – kitlandi.“ Karen (8,5): „Fínn í pottinn undir stjörnu­ björtum himni. Sérstakt, einkennandi bragð sem minnir á reyk og tað.“ 9-10 Jóla Kaldi 6,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Kaldi, Árskógsströnd Tegund: Lager Áfengismagn: 5% Karen (8,5): „Góður, þessi hentar alltaf vel.“ Svanhildur (8): „Veit ekki af hverju hann minnir mig á sólbað. Kannski ekki það jólalegasta en þetta er samt fínn jólabjór. Mjúkur, bæði að áferð og bragði.“ Erpur (5,5): „Rosalega beisik, léttur, smá beiskja.“ Gussi (5,5): „Fyrsti í aðventu, byrja að hita upp.“ Ólöf Hugrún (7): „Perubrjóstsykur, lakkrís.“ 11 Einstök Doppelbock 6,8 í meðaleinkunn Framleiðandi: Einstök ölgerð / Vífilfell Tegund: Doppelbock Áfengismagn: 6,7% Gussi (6,5): „Jólin eru búin.“ Erpur (6): „Beiskjan of mikil, vantar sætu.“ Svanhildur (6,5): „Frekar beisik bitur bjór.“ Karen (8,5): „Stuð, jól og beiskja.“ Ólöf Hugrún (6,5): „Bruninn sykur, leitar upp í nef.“ 12 Boli Doppelbock 6,7 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölgerðin Tegund: Doppelbock Áfengismagn: 7,5% Erpur(6): „Beiskjan er of mikil, sæta of lítil.“ Gussi (6,5): „Ding Ding – Vantar upplyftingu.“ Svanhildur (6,5): „Grunnurinn er ágætur en eitthvað vantar. Ef þetta væri sósa þá myndi ég bæta við kjötkrafti.“ Ólöf Hugrún (7): „Góður, ljúfur, smá kanill.“ Karen (7,5): „Dökkur litur og gott eftirbragð.“ 13-15 Thule Jólabjór 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: Vífilfell Tegund: Lager Áfengismagn: 5,4% Karen (7,5): „Hægt að drekka nokkra svona óvart. Léttur og ljúfur en lítil jól.“ Erpur (6,5): „Lakkrís. Þessi er meðal.“ Gussi: (5): „Meðaljóla – keimur af apóteki.“ Svanhildur (6,5): „Léttur, fínn hversdagsbjór.“ Ólöf Hugrún (6): „Þykkur lakkrís til að byrja með.“ 13-15 Almáttugur 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: Steðji Tegund: Porter Áfengismagn: 6,0% Svanhildur (8): „Góður ilmur, fallegur litur. Mikið eftirbragð með smá brenndum keim. Hrikalega skemmtilegur.“ Karen (7,5): „Myrkur og lakkrís“ Erpur (7) „Maltaður, lakkrís eða anís.“ Gussi (7): „KKK Kerfill ­ Kandís, karamella og Grýla.“ Ólöf Hugrún (3): „Sveitin. Hlýtur að vera taðreykt, ekki hrifin.“ 13-15 Jólagull 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: Ölgerðin Tegund: Lager Áfengismagn: 5,4% Ólöf Hugrún (7,5): „Sennilega prýðilegur með laufabrauði.“ Karen (6,5): „Ávöxtur, þetta er partíbjór!“ Svanhildur (6,5): „Þessi segir mikil jól við mig. Smá bitur.“ Erpur (7): „Fruity, Ávaxtakarfan, Jónsi.“ Gussi (5) „Ávextir. Eftirbeiskja en engin jól.“ 16 Víking Yulebock 6,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: Vífilfell Tegund: Bock Áfengismagn: 6,2% Erpur (5): „Væri gott með smá sætu, engin kraftaverk.“ Ólöf Hugrún (7): „Royal karamellubúðing­ ur, sem þarf ekki að vera slæmt.“ Svanhildur (7): „Þennan þarf að drekka milli jóla og nýárs, þegar maður er orðinn leiður á stælum.“ Gussi (5): „Karamella eða kandís jafnvel.“ Karen (7,5): „Sérstakur,kryddaður en ljúfur með gott eftirbragð.“ 17 Segull 67 Jólabjór 5,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Segull 67, Siglufirði Tegund: Lager Áfengismagn: 5,4% Gussi (3): „Reykjarbragð, frekar flatur.“ Svanhildur (7,5): „Er mjög slæmt að segja að þessi bjór minni mig á bernskujól? Minnir mig á hvítöl, bara aðeins minna sætur.“ Karen (7): „Vantar einhvern sjarma en verður fínn með steik og borgara.“ Erpur (6): „Léttur og vatnskenndur, minnir örlítið á jólaöl.“ Ólöf Hugrún (6): „Karamellu og lakkríslykt, meiri lykt en bragð.“ 18 Víking jólabjór 5,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: Víking Tegund: Lager Áfengismagn: 5% Gussi(4): „Blautur sokkur. Mellow humall, engin jól.“ Svanhildur (6,5): „Þetta er bara svona bjór. Fínn á Kaffi Vest í miðri viku.“ Erpur (6): „Þessi er eitthvað týpískur.“ Ólöf (5): „Ekki krefjandi, vantar aðeins meiri karakter.“ Karen (6): „Sviplítill. Fínn bjór en ekki meira um það að segja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.