Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Qupperneq 18
Helgarblað 11.–14. nóvember 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Hvernig gat þetta gerst? B andaríkjamenn hafa löngum haft á orði að hvaða landi þeirra sem er geti orðið for­ seti Bandaríkjanna. Þetta hef­ ur nú sannast. Maður sem hefur ekki nokkra burði til að takast á við emb­ ættið og höfðaði til lægstu hvata kjós­ enda hlaut brautargengi og er á leið í Hvíta húsið. Um allan heim spyr fólk: Hvernig gat þetta gerst? Donald Trump mun seint verða talinn sómi Bandaríkjanna. Kven fyrirlitning hans er alkunn, sömuleiðis andúð hans á inn­ flytjendum, múslimum og raunar flestum minnihlutahópum. Í kosn­ ingabaráttu sinni ól hann á hatri og tor­ tryggni. Það eru ekki miklar líkur á að maður eins og hann verði til friðs í emb­ ætti Bandaríkjafor­ seta. Heimurinn er orðinn enn hættu­ legri en hann var. Engin von er til þess að sátt verði um Donald Trump í Bandaríkjunum. Stór hópur þjóðar­ innar mun aldrei sætta sig við að einstaklingur jafn fullur af mann­ fyrirlitningu og Donald Trump sitji í Hvíta húsinu. Bandaríska þjóðin á heldur ekki að sætta sig við það. Hún á svo miklu betra skilið. Þjóðir heims geta ekki heldur klappað upp Donald Trump sem glæstan fulltrúa Banda­ ríkjanna. Þær eiga einnig betra skilið. Það virðist samdóma álit umheims­ ins að það sé hneisa að slíkur ruddi taki sér bústað í Hvíta húsinu. Jafn einkennilegt og það er, þá lað­ aði Trump til sín fjöldafylgi. Þeir sem berjast í bökkum kusu auð jöfurinn og það gerði sömuleiðis milli­ stéttin. Þrátt fyrir öll sín andstyggi­ legu orð í garð kvenna og misgjörð­ ir í þeirra garð kusu konur Trump í þó nokkrum mæli og sömuleiðis innflytjendur og blökkumenn. Nú er keppst við að finna skýringar á fylgi og sigri Trumps og þær eru víst all­ nokkrar. Ótal skýringar breyta samt engu um þá staðreynd að orð og æði Trumps er með þeim hætti að hann er fullkomlega óhæfur til að gegna valdamiklu embætti Bandaríkja­ forseta. Þetta hefði kjósendum átt að vera ljóst. Hillary Clinton situr eftir með sárt ennið. Í augum fjölmargra Banda­ ríkjamanna hefði kjör hennar í for­ setaembætti verið ávísun á kyrr­ stöðu. Hillary Clinton hefur orðið fyrir afar ómaklegri gagnrýni og tilefnislausum en heiftarlegum árásum. Vissulega tilheyrir hún elítunni í Wash ington og það hefur sannarlega verið henni fótakefli að eiginmaður hennar var forseti. Stór hópur kjósenda er skiljanlega ekki hrifinn af því að forsetaembættið verði eign fjölskyldna hvort sem þær heita Bush eða Clinton. Vissulega má einnig gagnrýna ýmsar ákvarð­ anir í utanríkisráðherratíð hennar. Hinu verður ekki á móti mælt að Clinton er afar fær stjórnmálamaður, þolin og vinnusöm og talsmaður ýmissa góðra málefna. Það er fárán­ legt að tala um hana eins og hún sé spillingin holdi klædd. Það er sárt að jafn hæfur einstaklingur og hún er hafi tapað fyrir orðljótum fauta sem hefur ekkert fram að færa annað en niðurrif og mannfjandsamleg viðhorf. Hann er líklegur til að eyði­ leggja góð verk sem unnin hafa verið í tíð Obama­stjórnarinnar, eins og í loftslagsmálum og heilbrigðismál­ um. Kjör hans boðar ekkert gott. Donald Trump verður ekki forseti sem umheimurinn ber virðingu fyrir. Hann verður ekki forseti til að sætta þjóð sem nú er í sárum. Eins og Ís­ lendingur sem hefur búið í Banda­ ríkjunum í áratugi sagði svo rétti­ lega: „Hér búa tvær þjóðir og eiga svo til ekkert sameiginlegt.“ n Svona ógeðslegheit geta verið særandi. Kristinn Hrafnsson er ósáttur við forsíðu Séð og heyrt. – Facebook Samfylking í ríkis- stjórn? Samfylkingarfólk horfir nú á stjórnarmyndunarviðræður Bjarna Benediktssonar af hliðar­ línunni og safnar kröftum. Eftir áfallið sem úrslit alþingiskosn­ inga (sem þó voru alveg fyrirséð) reyndist flokknum töluðu þing­ menn og framámenn flokksins á þeim nótum að Samfylkingin hefði ekkert í ríkisstjórn að gera. Oddný Harðardóttir, þá verandi formaður flokksins, lýsti því yfir áður en hún hrökklaðist úr emb­ ætti að flokkurinn væri hins vegar jákvæður fyrir því að verja stjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar fram­ tíðar falli ásamt Pírötum. Nú segir sagan hins vegar að komið sé annað hljóð í strokkinn, í það minnsta meðal sumra áhrifa­ manna flokksins. Þeir haldi því fram að eini möguleiki Sam­ fylkingarinnar til að ná vopnum sínum sé með aðkomu að ríkis­ stjórn. Jafnvel sé ástæða til að kosta æði miklu til í þeim efnum. Hefur þá helst verið talað um aðkomu þeirra að samstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Aðrir, þeir sem bjartsýnni eru, tali um að bíða lengur því óhjákvæmilega muni stjórnarmyndunar viðræður reka upp á sker. Horfa þeir þá til þess að hægt verði að mynda ríkis­ stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum. Hvort slíkt sé raunhæft á eftir að koma í ljós. FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Það eru ekki allar ferðir til fjár á netinu. Elín Fanndal pantaði afleitan kjól á AliExpress. – dv.is Ég hef hvatt hana til að hætta. Eiginkona Bigga löggu er kennari. – Facebook „Hann er fullkom- lega óhæfur til að gegna valdamiklu emb- ætti Bandaríkjaforseta. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Úrslitatilraun Fólk var hóflega bjartsýnt á fundi hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á fimmtudag. Botn hafði ekki fengist í málið þegar blaðið fór í prentun. mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.