Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 11.–14. nóvember 20164 Bestu pítsur bæjarins - Kynningarblað Pítsur með ósviknu viðar- ofnsbragði, eðalkaffi og ekta ítölsk fjölskyldustemning Eldofninn, Grímsbæ R eynsla og tenging við pítsu­ gerð í næstum 30 ár eru á meðal þess sem einkennir Eldofninn. Ellert og Eva voru viðriðin stofnun Eldsmiðj­ unnar árið 1986. Ég fæddist árið 1987 og þá hoppaði pabbi bara beint á vakt af fæðingardeildinni,“ segir Evert Austmann Ellertsson, bakari hjá Eldofninum í Grímsbæ, fjölskyldu­ fyrirtæki þar sem foreldrar, synir og annað frábært starfsfólk leggur alúð sína í að búa til framúrskarandi píts­ ur og veita góða þjónustu. Á Eldofn­ inum eru eingöngu í boði 12” pítsur sem bakaðar eru í eldofni og er ein­ göngu notaður eldiviður við bakstur­ inn. Árið 2008, ári áður en Eldofninn var opnaður, fóru hjónin Ellert Aust­ mann Ingimundarson og Eva Karls­ dóttir til Ítalíu í leit að hentugum ofni. Þau komu heim með eldofn með snúningsplötu, sem tryggir í senn frábæran bakstur, ósvikið viðarofns­ bragð og hraða þjónustu. „Eftir að við setjum pítsuna inn í ofninn þá ýtum við bara á einn takka, pítsan byrjar að snúast og bakast jafnt og þétt á tveimur mínútum. Snúningsplatan í ofninum skapar sjálfvirka alúð við baksturinn, hægt er að afgreiða píts­ urnar mjög hratt en þær eru þó afar jafnt og vel bakaðar. Við getum sett inn átta pítsur í einu en þegar jafn mikið er að gera eins og er núorðið þá þarf að vera með mann á ofnin­ um til að koma pítsunum inn og út. Við búum til allt frá grunni, sósurnar okkar eru án aðfenginna aukaefna og í hana eru notaðir plómutómatar; það sama má segja um hvítlauksolí­ una og Eldofnsolíuna okkar sem er sterk chili­olía. Rauðlaukinn skerum við niður hérna og kryddið sem fer í sósuna mallar í potti,“ segir Evert. En hvaða pítsur eru vinsælastar? „Vinsælustu pítsurnar eru yfirleitt þær sem eru kenndar við okkur bak­ arana og við höfum sett saman eftir okkar smekk. Sigga Spes pítsan er til dæmis búin að vera vinsælasta pitsan hér í 3–4 ár en á henni eru sveppir, skorið pepperóní, ananas, svartar ólífur, jalapeno, hvítlaukur, rjómaostur og óreganó. Þessi pítsa slær í gegn hjá öllum og er sívinsæl.“ Opin ítölsk stemning í matsalnum Veitingasalurinn á Eldofninum er bæði huggulegur og skemmtilegur. Allt er galopið svo viðskiptavinir sjá bak­ arana að störfum, þeyta pítsum upp í loftið. „Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þessu, til dæmis að sjá pítsurnar snúast í ofninum,“ segir Evert og hon­ um líkar það vel að matar gestir sjái fjölskylduna að störfum. Tíu prósenta afsláttur er veittur af mat sem er sóttur og einnig eru alltaf í gangi hádegistilboð virka daga frá 11.30 til 14 en þá er staðurinn yfir­ leitt þéttsetinn. Matseðill og upplýsingar um tilboð má finna á heimasíðunni eldofninn.is Italcaffe: Sannkallað eðalkaffi Eldofninn býður einnig upp á ítalska eðalkaffið Italcaffe. Italcaffe S.p.A. er ítalskt kaffibrennslu­ fyrirtæki sem flytur inn gæðabaunir beint frá mörkuðum. Kaffið er síðan ristað samkvæmt bestu ítölsku að­ ferðum og hefðum og það sett var­ lega í umbúðir. Beitt er þróuðustu tækni sem völ er á við vinnsluna til að tryggja sem mest gæði. Um er að ræða tvær tegundir, Espresso Casa og Gran Crema. Espresso Casa: Annars vegar baunir í 500 g pakkningum og hins vegar malað í 250 g. Þetta kaffi passar í allar kaffivélar nema pressukönnur af því það er svo fínt. Það er framleitt sérstaklega fyrir heimilis­espresso­ vélar. Hin tegundin er Gran Crema, sem eru baunir í eins kílós pakkning­ um. Það er sannkallað sælkerakaffi, kremaðra og bragðmeira. Eldofninn býður fyrirtækjum og einstaklingum heimsendingu á höfuð borgarsvæðinu þegar pantaður er kassi eða meira. Italcaffe er selt í Melabúðinni og Kjöthöllinni en er auk þess til sölu í Eldofninum í Grímsbæ. Eldofninn er opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11.30 til 21, föstu­ daga til kl. 22. Á laugardögum er opið frá kl. 17 til 22 og á sunnudögum frá 17 til 21. Á mánudögum er lokað – þá hleð­ ur Eldofnsfjölskyldan batteríin fyrir hina sex daga vikunnar. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.