Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Side 35
Helgarblað 11.–14. október 2016 Bækur 7 Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina og fram­tíðarsögur gefa sjaldn­ast rétta mynd af þróun samfélagsins og tækn­ innar því þróunin tekur ávallt á sig ófyrirsjáan legar myndir. En fram­ tíðarveröld eftir ragnarök, heiftar­ leg stríðsátök eða aðrar hamfarir er rof á framvindu tímans og afturhvarf til foríðarinnar. Þannig heimur er það sem skáldsagan Nýja Breiðholt eftir Kristján Atla Ragnarsson birtir. Sagan gerist eftir nokkra áratugi. Um helmingur íbúa Íslands hefur flúið landið vegna yfirvofandi árásar sem þó fer ekki mörgum sögum af hvers eðlis var. Þeir skilja eftir sig samfé­ lag þar sem nær allir innviðir eru í molum. Internet og sjónvarp heyra sögunni til sem og peningaviðskipti að mestu en vöruskipti hafa leyst þau af hólmi. Landinu er stjórnað af glæpaklíkum og ríkir þar ógnarjafn­ vægi á milli klíkunnar sem stýrir Breiðholti og Kópavogi og þeirrar sem hefur aðset­ ur í miðbænum og stjórnar meirihluta borgarinnar. Sá friður er rofinn þegar einn úr Reykjavíkurklíkunni tekur að ræna stúlkum úr Breiðholtinu, misþyrma þeim og myrða. Hljótast af þessu mikil vígaferli sem ekki verða rakin hér. Fremst í bókinni er tilvitnun í skáldsögu bandaríska jöfursins Pauls Auster, In the Country of Last Things. Andrúmsloftið í sögunni er hins vegar mettað undirheimastemningu, kunnuglegri úr mafíu­ myndum og glæpa­ sögum, til dæmis verkum Stefáns Mána. Persónur eru dregnar skýrum dráttum, söguþráður traustlega ofinn, uppbygging sögunnar er vönduð og án brotalama, mál­ far sögunnar er stirt á stöku stað en þess á milli flæðir stíllinn ágætlega. Sjónarhorn sögunnar er mestan partinn hjá Breiðholtsklíkunni og því hefur lesandinn nokkra sam­ kennd með þeim persónum. Þó er foringinn, Nikolai, tvíkvænismaður sem lifir af víðtækum handrukk­ unum og verndartollum. Sagan er býsna trúverðug og lesandinn gengst inn á það að íbúar í Breiðholti og Kópavogi beri hnífa og skotvopn. Einfaldleiki frásagnarinnar hjálpar þar til og höfundur forðast ofhlæði í bardagasenum. Sagan er engu að síður blóðug og ljót en allt ofbeldið þjónar söguframvindunni og höf­ undur veltir sér ekki upp úr því. Ég veit ekki hvort Nýja Breiðholt er djúp eða merkileg framtíðar­ pæling. Hún orkar ekki þannig á mig. Höfundur vekur hins vegar list­ ræna nautn með því að ná að draga upp mynd af lifandi sögusviði sem er í senn framandi og kunnuglegt. Fyrst og fremst er þetta frambæri­ leg glæpasaga, nokkuð hefðbundin og kunnugleg þrátt fyrir framtíðar­ legt sögusviðið. Kristján Atli er ungur höfundur, hálffertugur að aldri, og Nýja Breiðholt er fyrsta bók hans. Þetta er vel heppnað byrjandaverk. Bókin ber aldur höfundar nokkurt vitni. Mál­ kennd er öðruvísi og líklega nokkuð lakari gegnumsneitt hjá ungu fólki nú um stundir en fólki sem komið er fram yfir miðjan aldur. Ekki hafa öll merki þessa sloppið framhjá yfir­ lesurum bókarinnar. Prentvillur eru vissulega sárafáar en lesandinn rekst á setningar þar sem persónan heyrir „skref“ fyrir aftan sig í staðinn fyrir fótatak, og stöku klúður af slíku tagi til viðbótar. Í heildina er málfar þó gott á sögunni. Annað og ánægjulegra einkenni á ungum blekberum er góður myndskilningur enda hafa yngri kynslóðir eytt miklu meiri tíma í að horfa á kvikmyndir en lesa skáld­ sögur. Nýja Breiðholt rennur stund­ um eins og kvikmynd fyrir hugskots­ sjónum lesandans og það er afar ánægjulegt. n Reykjavík undir frumskógarlögmáli Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Nýja Breiðholt Höfundur: Kristján Atli Ragnarsson Útgefandi: Draumsýn 270 bls. Sigrún Pálsdóttir er athyglis­verður höfundur sem á fræðilegar rætur að rekja í sagnfræði. Árið 2010 kom út bók Sigrúnar Þóra bisk­ ups og raunir íslenskrar embættis­ mannastéttar sem er ævisaga Þóru Pétursdóttur, dóttur Péturs Péturs­ sonar biskups Íslands. Sagan byggist að miklu leyti á dagbókum, bréfa­ og skjalasöfnum Þóru. Bókin fékk af­ bragðsdóma og var til­ nefnd til Íslensku bók­ menntaverðlaunanna. Þrem árum síðar kom út bókina Sigrún og Friðgeir – Ferðasaga sem hlaut nær einróma lof gagnrýnenda. Sú bók byggir á dagbókum sem læknahjónin Frið­ geir Ólason og Sigrún Briem héldu yfir fjögurra ára dvöl sína í Bandaríkjunum frá 1940–1944. Í Kompu leitar Sig­ rún á nýjar og myrkari slóðir, þó að dagbókin, sem fyrirbæri, sé enn í forgrunni. Aðalpersónan, sem er fræðimaður á hugvísindasviði, upp­ götvar á lokaspretti sex ára rann­ sóknar að 600 blaðsíðna fræðirit­ gerð hennar er byggð á heiftarlegum misskiln­ ingi. Örvænting grípur aðalpersónuna og hún gerir nokkuð sem ekki verður aftur tekið. Upp hefst spennandi frásögn þar sem allt er ekki eins og það sýnist og mörkin á milli sannleika og lygi, veruleika og ofskynjun­ ar taka á sig þokukennd­ an blæ. Frásagnarstíll sögunn­ ar er áhugaverður þar sem spegilbrot minninga raðast upp í brotakennda frásögn. Þannig er sagan líkt og kúbískt listaverk, þar sem atburðum og minningum um þá, er raðað saman í heilsteypta mynd og lýst frá mismunandi sjónar hornum, sem varpar ljósi á aðstæður en gera þær að sama skapi torskildari. Þar að auki ein­ kennist frásagnarstíllinn framan af af handahófskenndu uppbroti á tíð frásagnarinnar. Þessi stíll minnir um margt á draumafrásagnir fólks þar sem stökk á milli nútíðar, þátíðar, og jafnvel framtíðar eru oft ör. Dæmi eru um að tíðaskipti eigi sér jafnvel stað í miðri efnisgrein sem telja má afar nýstárlegt og vel heppnað stíl­ brigði. Frásögnin litast þannig af of­ sjónum aðalsögupersónunnar sem orsakast af heiftarlegum mígreni­ köstum. Af þessum völdum getur bókin orðið örlítið torskilin en það aftrar henni síður en svo. Formið hentar sögunni fullkomlega og leiðir lesandann áfram inn í myrkur og of­ skynjanir sem hann getur ekki slitið sig frá og langar jafnvel til þess að lesa aftur. n Enn dýpra ofan í myrkrið Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Kompa Höfundur: Sigrún Pálsdóttir Útgefandi: Smekkleysa 166 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.