Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Qupperneq 40
Helgarblað 11.–14. nóvember 201624 Sport
Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS
Persónuleg og
fagleg þjónus
ta
einstakar skreytingar
við öll tækifæri
Í
sland verður án nokkurra lykil
manna þegar liðið heimsækir
Króatíu í toppslag Iriðils í
undankeppni HM á laugardag.
Alfreð Finnbogason, markahæsti
leikmaður Íslands í undankeppn
inni, verður ekki með vegna meiðsla
og sömu sögu er að segja af Kol
beini Sigþórssyni sem hefur ekkert
komið við sögu í undankeppninni.
Þá er Björn Bergmann Sigurðarson
meiddur og fjarri góðu gamni.
Ísland og Króatía eru bæði með
sjö stig í efstu sætum riðilsins, en
Króatar eru á toppnum þar sem
markatala þeirra er hagstæðari.
Leikið verður á tómum Maksimir
vellinum í Zagreb vegna óláta áhorf
enda í tveimur vináttuleikjum gegn
Ísrael og Ungverjalandi fyrr á árinu.
Þetta er því annar útileikur Íslands
í riðlinum sem leikinn verður fyrir
luktum dyrum en sama var uppi á
teningnum í fyrsta leik Íslands gegn
Úkraínu í september.
Markaþurrð Jóns Daða og Viðars
Undanfarin misseri hafa þeir Heimir
Hallgrímsson og Lars Lagerbäck,
sem nú er hættur þjálfun íslenska
liðsins, nær undantekningarlaust
getað valið sína allra bestu leikmenn.
Meiðsli hafa sárasjaldan sett strik
í reikninginn að undanförnu.
Kolbeinn hefur þó ekkert komið
við sögu í síðustu landsleikjum
sem hefur ekki komið að sök vegna
frábærrar frammistöðu Alfreðs
Finnbogasonar. Nú brennur svo við
að þeir eru báðir meiddir og hafa
þeir Arnór Smárason og Elías Már
Ómarsson verið kallaðir í hópinn.
Nokkuð öruggt þykir að Jón Daði
Böðvarsson muni byrja leikinn en
spurningin er hver byrjar við hlið
hans, að því gefnu að Heimir haldi
sig við 442 leikkerfið. DV leitaði
til tveggja álitsgjafa og fékk þá til að
leggja mat á hvernig þeir myndu vilja
sjá uppstillinguna, fremst á vellinum,
gegn Króötum. Bollaleggingar þeirra
Magnúsar Más Einarssonar, ritstjóra
fotbolti.net, og Ingólfs Sigurðssonar
knattspyrnu manns má sjá hér að
neðan. Báðir eru þeirrar skoðunar
að Viðar Örn Kjartansson eigi að
byrja leikinn við hlið Jóns Daða.
Jón Daði og Viðar hafa þó glímt við
markaþurrð að undanförnu eins
og athugun DV leiddi í ljós; Jón
Daði hefur spilað 657 mínútur fyrir
landslið og félagslið án þess að skora
á meðan Viðar Örn hefur ekki skorað
í 528 mínútur. Samtals eru þetta því
tæplega 1.200 mínútur án marks
hjá þeim leikmönnum sem flestir
reikna með að byrji í fremstu víglínu
á laugardag.
Aron kemur aftur inn
Ef ekkert óvænt kemur upp mun
Hannes Þór Halldórsson byrja í
markinu. Ari Freyr Skúlason verður
vinstri bakvörður og Ragnar Sigurðs
son verður í miðri vörninni. Kári
Árnason spilaði ekki með Malmö
í lokaumferð sænsku deildarinnar
um liðna helgi en ætti þó að verða
klár í slaginn. Þá hefur Birkir Már
Sævarsson glímt við meiðsli en hann
ætti sömuleiðis að vera tilbúinn
gegn Króötum. Vörnin verður því
að líkindum skipuð okkar reynslu
mestu leikmönnum. Theodór Elmar
Bjarnason átti stórleik gegn Tyrkjum
í október en þar sem Aron Einar
er kominn aftur eftir leikbann má
búast við því að Theodór setjist á
bekkinn. Birkir Bjarnason og Jóhann
Berg Guðmundsson verða væntan
lega á vængjunum og Gylfi Þór
ásamt Aroni á miðri miðjunni.
Lykilmenn Króata heilir
Króatar eru með feikilega öflugt lið
og sitja þeir í 16. sæti á styrkleikalista
FIFA. Luka Modric, leikmaður Real
Madrid og stórstjarna Króata, er
búinn að ná sér eftir hnémeiðsli. Þá
eru aðrar stjörnur liðsins, leikmenn
eins og Ivan Rakitic (Barcelona),
Mario Mandzukic (Juventus), Ivan
Perisic (Inter) og Mateo Kovacic (Real
Madrid), allar leikfærar og rúmlega
það. Dejan Lovren, varnarmaður
Liverpool, er þó ekki í hópnum af
persónulegum ástæðum. Króatar
hafa verið á miklu skriði undanfarin
misseri og aðeins tapað einum leik
af síðustu fjórtán, gegn Portúgal í
16liða úrslitum EM í sumar eftir
framlengdan leik. n
Vilja Viðar Örn inn
Hverjir eiga að byrja frammi?
Ingólfur Sigurðsson
knattspyrnumaður
„Selfyssingarnir Jón Daði og Viðar Örn munu
leiða sóknarlínuna. Miðað við leikstíl lands-
liðsins þarf sá sem er fyrir aftan aðalfram-
herjann að geta hlaupið úr sér lungun og
unnið návígi. Þar er Jón Daði fremstur meðal
jafningja. Viðar Örn mun síðan vera í aftasta
varnarmanni hjá þeim, tilbúinn að hlaupa undir
línuna og ógna marki Króatanna. Viðar Örn er
frábær framherji og það er synd hversu lítið hann
hefur fengið að spila fyrir landsliðið. Ég vona innilega
að hann komi inn af krafti og tryggi okkur a.m.k. stig.“
Magnús Már Einarsson
ritstjóri fotbolti.net
„Jón Daði Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson
eiga að byrja saman frammi að mínu mati.
Eitthvað sem fer þá í sögubækurnar á Sel-
fossi. Viðar hefur lengi beðið eftir tækifærinu
í byrjunarliðinu og hann er mikill markaskor-
ari. Á heilmikið inni með landsliðinu og hefur
sagt það sjálfur. Það væri líka hægt að setja
Jóhann Berg fram en hann var hins vegar
geggjaður á kantinum í síðasta leik gegn Tyrkjum.
Einn hans besti landsleikur. Ég vil því halda Jóa á
kantinum og hafa Viðar frammi.“
Vilja Viðar
Örn inn fyrir
meiddan
Alfreð
n Ísland mætir Króatíu í
toppslag á laugardag
n 1.200 mínútur án marks
hjá Jóni Daða og Viðari
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Viðar Örn
Kjartansson
Gæti fengið
langþráð sæti
í byrjunarliði
Íslands á
laugardag.
MynD EPA