Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2016, Qupperneq 44
Helgarblað 11.–14. nóvember 201628 Heilsa Skráðu þig í Bed&Breakfast klúbbinn okkar og fáðu betri kjör s: 426 5000 — booking@bbkefairport.is — bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Kviðverkir og ýmsar orsakir n Kviðverkir geta gert fólki lífið leitt n Ýmsir möguleikar í greiningu n Mikilvægt að vera vakandi H ver kannast ekki við það að fá óþægindi í magann eða kviðarholið líkt og við lækn­ ar viljum gjarnan kalla það. Maginn er nefnilega bara hluti af meltingarveginum sem aftur er bara hluti þeirra líffæra sem geta gefið verki og einkenni frá kviðar­ holi. Dæmi um nokkur slík eru lifur, gallblaðra og briskirtill sem geta bólgnað og sýkst af ýmsum orsök­ um og þannig skapað verulega verki, jafnvel svo slæma að viðkomandi sjúklingur getur engan veginn slakað á. Þeir sem hafa fengið gallsteinakast þekkja það að engjast um af krampa­ kenndum kvölum sem virðast engan endi ætla að taka. Stingir, bólgur og magasár Margs konar stingi er hægt að fá í tengslum við magann sjálfan, sér­ staklega ef um er að ræða maga­ bólgu sem veldur oftsinnis brjóst­ sviðaeinkennum sem byggja á bakflæði magasýru upp eftir vél­ indanu. Hjá þeim sem eru með lengra genginn vanda getur myndast magasár og jafnvel enn frekari vandi líkt og krabbamein í maga eða vél­ inda. Öll þensla á meltingarvegin­ um getur ýtt undir óþægindi sem við þekkjum mætavel þegar við fáum til dæmis magapestir og slíka óværu og til að flækja málin enn frekar getur hægðatregða einnig valdið talsverðri vanlíðan. Tiltölulega algengt vanda­ mál sem við þekkjum að valdi kvið­ verkjum eru ristilkrampar, en það eru endurtekin óþægindi sem geta komið upp undir álagi, spennu og kvíða, en einnig tengt mataræði og geta reynst erfið viðureignar. Margir möguleikar í greiningu Ýmsir upplifa óþol eða jafnvel fæðu­ ofnæmi sem getur verið vegna glútens, mjólkur, eggja, geymslu­ efna og ýmissa annarra þátta og get­ ur reynst þrautin þyngri að greina slíkt og meðhöndla svo viðunandi sé, því miður. Það eru þó alltaf að koma fram nýir möguleikar í greiningu bæði með blóðrannsóknum, húð­ prófunum og svo auðvitað speglun og sýnatöku úr slímhúð í meltingar­ vegi. Krónískir sjúkdómar Alvarlegri vandamál í meltingarvegi eru svokallaðir bólgusjúkdómar sem eru krónískir og geta komið fram á hvaða aldri sem er og hjá báðum kynjum, þótt algengara sé að sjúk­ dómarnir stingi sér niður hjá yngri einstaklingum. Þessum sjúkdómum er oft ruglað saman en á læknamáli kallast þeir Crohn's annars vegar og Colitis Ulcerosa hins vegar. Þeir geta verið um margt líkir hvað varðar ein­ kenni og þá líka að báðir sjúkdóm­ arnir eru með sveiflukennda virkni svo það geta verið miserfið tímabil hjá sjúklingum. Oftar en ekki fylgja verkir og óþægindi frá kviðarholi, niðurgangur, blóð með hægðum, slappleiki, hiti og megrun svo dæmi séu tekin. Sjúkdómarnir eru þó gjörólíkir að því leyti að Crohn's er ólæknanlegur og getur verið alls staðar í meltingar­ vegi á meðan Colitis er bundinn við ristilinn og lækningin á þeim sjúk­ dómi felst í því að fjarlægja hann. Slíkt er þó ekki gert fyrr en öll önn­ ur meðferð hefur verið reynd. Matar­ æði, lífsstíll, reykingar, streita og álag hafa mikil áhrif á þróun sjúk­ dómanna. Meðferð er margbreytileg og byggir á bæði stuðningi, næring­ arráðgjöf, bólgustillandi lyfjum og í mörgum tilvikum skurðaðgerð. Nauðsynlegt að greina á milli Í kviðarholinu eru líka innri líffæri kvenna sem geta gefið margvísleg óþægindi, flestar konur þekkja það að fá verki í kringum blæðingar og jafnvel egglos, sérstaklega konur sem eru með blöðrur á eggjastokk­ um kannast við það þegar þær rofna að fá verki sem geta verið afar slæm­ ir en ganga svo niður að sjálfu sér með eða án meðferðar. Nauðsyn­ legt er að greina á milli slíkra verkja sem eru skammvinnir og flestar konur kannast við og svo hinna langvinnu óþæginda sem geta staf­ að af bólgum, sýkingu og slíku sem oftsinnis fylgir þá hiti, útferð og veruleg óþægindi til viðbótar. Mjög afgerandi skyndilegir verkir, sér­ staklega krampakenndir sem ætla ekki að láta undan ættu að fá fólk til að leiða hugann að uppásnúningi á eggjastokka, utanlegsfóstur komi slíkt til greina og þess háttar alvar­ legri vanda. Þvagvegirnir og nýrun geta til dæmis við myndun nýrnasteina skapað mikil veikindi og verki svo engin leið er að vera kyrr og flestir leita að lokum á sjúkrahús til með­ höndlunar. Sýkingar í blöðru geta gengið upp í nýrun og valdið veru­ legum veikindum hjá báðum kynj­ um og svo blöðruhálskirtilsbólga hjá körlum og því vert að vera vel vak­ andi gagnvart öllu slíku. Að öllum þessum bólgum, steinum og sýking­ um í kviðarholi og nánasta umhverfi þess geta svo sjúkdómar líkt og krabbamein stungið sér niður og því nauðsynlegt hið minnsta að stunda forvarnir gegn þeim sjúkdómi al­ mennt, sama hvaða líffærakerfi á í hlut með því að reykja ekki, stunda hreyfingu og neyta hollrar fæðu auk þess að draga úr streitu og álagi sem mest er hægt. Einungis er hægt að skima fyrir örfáum þeirra krabba­ meina sem geta fundist í kviðarholi og ætti enginn að gleyma því, þar er þá fyrst og fremst vert að minnast á skimun fyrir leghálskrabbameini kvenna og ristilkrabbameini beggja kynja. n Teitur Guðmundsson læknir „Mataræði, lífsstíll, reykingar, streita og álag hafa mikil áhrif á þróun sjúkdómanna. Kviðverkir Geta átt sér margar orsakir. MyNd 123rf.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.