Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Qupperneq 22
Jólablað 22. desember 201622 Fólk Viðtal
T
ómas Andrés Tómasson, eða
Tommi á Búllunni, situr við
skrifborðið sitt á fimmtu hæð
stóra turnsins í Kringlunni og
talar í farsímann þegar blaða-
mann DV ber að garði. Þessi óum-
deildi hamborgarakóngur landsins er
í svörtum jakkafötum og skyrtu enda
nýbúinn að flytja jólahugvekju fyr-
ir 150 manns á skrifstofu ríkisskatt-
stjóra. Borðið sem hann situr við
keypti hann af Hard Rock Café, ásamt
öðrum innan stokksmunum veitinga-
staðarins, þegar honum var lokað fyr-
ir ellefu árum. Skrifstofan minnir um
margt á Hamborgarabúllur Tómas-
ar en hún er skreytt veggspjöldum,
stuttermabolum og myndum sem
tengjast ævistarfi Tomma á einn eða
annan hátt.
„Þetta er svona alls konar drasl
sem ég hef geymt. Þegar þeir lokuðu
Hard Rock árið 2005 stóð mér til
boða að kaupa allt þar inni. Ég gat
ekki hugsað mér að einhverjir aðrir
keyptu þetta og tók því pakkann eins
og hann lagði sig fyrir utan það sem
var í eigu Hard Rock í London. Þegar
upp er staðið skapar það sem hér er
inni ákveðna stemningu og ég get
sagt: „Þetta er ég“.“
Upp á punt
Hamborgaraveldið sem rekið er
undir nafni Tómasar telur nú sjö
staði hér á landi og tíu í Evrópu og
er að miklu leyti stjórnað frá skrif-
stofum hans og sonarins, Ingva Týs.
Feðgarnir eiga og reka tvær Ham-
borgarabúllur hér á landi, tvær í
London og hafa gert sérleyfissamn-
inga við eigendur hinna veitinga-
staðanna. Útrásin er í fullum gangi
og á næsta ári á að opna fjórar búll-
ur til viðbótar; í Ósló, London og
Kaupmannahöfn. Tommi segir að-
spurður að hann taki ekki lengur
jafn virkan þátt í daglegum rekstri
veitingastaðanna og hann gerði
áður heldur sé hann „meira upp á
punt“. Margt hafi breyst síðan fyrsta
búllan var opnuð fyrir tólf árum og
Tommi stóð við grillið frá morgni til
kvölds.
„Sonur minn hefur tekið við
stjórninni á heildarmyndinni og ég
nýt þess að vera á hliðarlínunni. Ég
er svolítið eins og Charlie í Charlie's
Angels. Ég er ósýnilegur en kem
alltaf öðru hverju inn í myndina,“
segir Tommi og hlær.
„Þegar við opnuðum fyrst niðri
á Geirsgötu fyrir tólf árum stóð ég
vaktina þar dag og nótt í eitt og hálft
ár. Síðan seldi ég félögum mínum
sem voru búnir að vinna með mér
þann stað og fór til Ameríku og var
þar í mánuð eða tvo og sá fyrir mér
að opna stað þar. Svo varð ég fyrir
því að verða ástfanginn og kom til
baka og við opnuðum stað sumar-
ið 2006 uppi á Bíldshöfða. Þar stóð
ég yfir pönnunni alveg til 2012 þegar
við opnuðum í London. Eftir það fór
svo mikið í gang og ég var alltaf með
annan fótinn erlendis að það var
ekki hægt að koma því við að vera
að steikja reglulega og á sama tíma
að sýsla erlendis. Þetta eru svo ólík
verkefni að maður verður tættur.“
Nýjasta búllan var opnuð í Róm
síðasta sumar en staðirnir heita
Tommi's Burger Joint utan land-
steinanna. Ef áform feðganna og
viðskiptafélaga þeirra ganga eftir
verða staðirnir eins og áður segir
orðnir sautján í lok næsta árs. Horfa
þeir nú einnig til Sviss og Spánar þó
að ekkert sé ákveðið í þeim efnum.
„Okkur langar svo líka til Asíu og
Ameríku. Það eru þrír staðir sem
eru girnilegir í Ameríku eða New
Hamborgarakóngurinn
lærði af ósigrunum
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Tommi á Búllunni fylgist nú með rekstri og útrás hamborgaraveldis síns frá
hliðarlínunni. Í viðtali við Harald Guðmundsson ræðir hann stærstu sigrana en
einnig þegar hann misst allt og fallið var hátt. Veitingamaðurinn viðurkennir
að hann hefur ekki náð fullum tökum á velgengninni og útilokar ekki að hjá
honum takið við nýr og öðruvísi kafli.
„Ég held ég
sé því skárri
núna heldur en
eftir velgengnina
í Tommaham-
borgurum. Ég hef
ekki náð tökum
á þessu en ég er
skárri og meira
niðri á jörðinni.