Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Qupperneq 28
Jólablað 22. desember 201624 Fólk Viðtal
á Bensinum?“. Í því kemur fram að
kaupin hafi vakið mikla athygli og
gefur Tommi þar upp kaupverð bíls
ins sem var á þessum tíma „einn
dýrasti einkabíll landsins“. Segir
að bílakaupin hafi verið mörgum
undrunarefni þar sem Tommi hafi
einungis „verið í hamborgarabiss
nesnum í hálft ár“.
„Þegar ég opnaði svo Búlluna var
ég rosalega blankur en Hótel Borg
fór illa með mig og Hard Rock var
slík fjárfesting að hún skilaði ekki
neinu heldur slapp ég einungis lif
andi frá henni. Ég var því búinn að
ströggla það mikið að ég tók engu
sem sjálfsögðum hlut. Ég held ég sé
því skárri núna heldur en eftir vel
gengnina í Tommahamborgurum.
Ég hef ekki náð tökum á þessu en ég
er skárri og meira niðri á jörðinni.
Ég bý í kjallaraíbúð í Grjótaþorp
inu og keyri á sex ára gömlum bíl.
Ég fer mikið til útlanda en það er allt
tengt vinnunni og yfirleitt vinnu
ferðir sem eru oft og tíðum ekkert
spennandi og stundum erfiðar.“
Útilokar ekkert
Á skrifstofu Tomma hangir inn
rammað viðurkenningarskjal þar
sem tilkynnt er að hann hafi verið
heiðursmeðlimur í líkamsræktar
stöðinni World Class árið 1991.
Blaðamaður hafði spurnir af því að
Tommi hefði 65 ára gamall lyft 105
kílóum í bekkpressu en frægt er að
hann borðar að minnsta kosti einn
hamborgara á dag. Veitingamað
urinn mætir fjórum sinnum í viku
í ræktina hjá sama fyrirtækinu og
heiðraði hann fyrir 25 árum.
„Eftir að ég seldi Tommaham
borgara árið 1983 fór ég ásamt
Sveinbirni Guðjohnsen til Los
Angeles til að æfa í víðfrægu
líkamsræktar stöðinni Gold's Gym.
Þá var ég eins og illa vafin rúllupylsa
í laginu. Sveinbjörn var líkams
ræktarfrömuður og við vorum
þarna í tæpt ár og æfðum og æfðum.
Ég kom til baka og hafði náð smá ár
angri og svo hefur þetta verið upp
og niður. Núna undanfarin ár hef ég
verið mjög duglegur að halda mér
við,“ segir Tómas og tekur upp mynd
af sér í níðþröngum stuttermabol
sem var tekin í World Class í vor.
„Ég er orðinn 67 ára og maður
verður að æfa oft og halda sér við.
Annars er þetta bara búið. Ég var nú
svolítið móðgaður þegar ég var í bíó
í Ameríku og var látinn borga ellefu
dollara fyrir miðann í staðinn fyrir
þrettán. Þá var ég ekki orðinn 67 og
sagði „I'm not that old“.“
En nú ertu orðið „löggilt gamal-
menni“. Hvað tekur þá við?
„Eins og ég segi hefur sonur
minn tekið svona við stjórn fyrir
tækisins að mestu leyti. Ég sagði
alltaf við strákana mína að þegar ég
yrði það gamall að ég yrði hættur að
vinna þá myndi ég byrja að bera út
Moggann. Þá fengi ég ákveðið hlut
verk og þyrfti að standa mig sex daga
í viku. Ég sé fyrir mér að ég fái mér
hlutverk þar sem ég þarf að vakna
og skila af mér ákveðnu verki. Að
bera út Moggann eru bara smápen
ingar en arðsemin er gríðarleg. Þú
ert kominn á fætur snemma og ferð
út í hvaða veðri sem er. Hvort sem
það verður Mogginn eða eitthvað
annað. Á einhverjum tímapunkti
langaði mig nú að fara í stjórnmál.
Donald Trump er sjötugur og ég á
þrjú ár í það,“ segir Tommi.
Þannig að þú útilokar ekki af-
skipti af stjórnmálum?
„Ef mér endist aldur til þá útiloka
ég ekkert. Einu sinni hitti ég Stein
grím Hermannsson og settist niður
með honum. Hann sagði við mig:
Faðir minn sagði við mig farðu ekki í
stjórnmál fyrr en þú ert orðinn fjár
hagslega sjálfstæður. Þá skuldarðu
engum neitt og getur tekið þínar
ákvarðanir. Þannig þarf þetta að
vera. Ef þú færð milljón í kosn
ingasjóð frá einhverjum, og milljón
skiptir máli, þá hlýturðu að hugsa
jákvætt til þess sem gaf þér hana
þegar þú ert kominn í embætti.“
Styður þú einhvern ákveðinn
flokk eða hallar annaðhvort til
vinstri eða hægri?
„Nei, raunverulega ekki. Ég er
svona bara eftir því sem vindar
blása. Ég hélt einu sinni að Fram
sóknarflokkurinn væri minn flokk
ur. Þegar ég byrjaði með Tomma
borgara keypti ég svo mikið
nautakjöt, og geri ennþá, að ég
horfði þangað. En síðan hefur um
hverfi mitt breyst mikið og mér
finnst pólitík almennt standa og
falla með leiðtogum flokkanna. Ég
held til dæmis að Björt framtíð hafi
náð þetta langt því fólk fílar Óttar
Proppé. Katrín Jakobsdóttir er líka
mjög flottur frontur á Vinstri græna
en með henni eru þessir menn sem
hafa fylgt flokknum frá upphafi sem
gerir það að verkum að hún er ekki
alveg frjáls. Ég lít mjög mikið á það
hver skipstjórinn er.“
Rækjusalat í jólamatinn
Tómas er einhleypur og á fjögur
börn á aldrinum níu til 48 ára.
Yngsta dóttirin býr hjá honum í
Grjótaþorpinu í miðbæ Reykja
víkur aðra hvora viku. Þangað
flutti Tommi fyrst árið 1998 þegar
hann hafði selt rekstur Hard Rock í
Kringlunni og tekið við Hótel Borg.
„Grjótaþorpið er dásamlegur
staður. Þegar ég flutti þangað fyrst
var þar samansafn af sérvitringum
og ég varð ástfanginn af umhverf
inu. Síðan hefur þetta þróast út í
það að það eru færri sérvitringar
og meira um að fólk sé að leigja
útlendingum gistingu. Þetta er eins
og lítil vin í eyðimörkinni. Þú ert
niðri í miðbæ en verður ekki var við
neinn hávaða frá næturlífinu eða
öðru. Ég varð ekki einu sinni var
við neitt þegar það var nektarbúlla í
næstu götu í Grjótaþorpinu.“
Hvað eldar hamborgarakóngur-
inn á aðfangadag?
„Ég verð hjá Tómasi syni mínum
og hef hann grunaðan um að verða
með tvær þrjár rjúpur í forrétt og
svo kalkún. Hann er alinn upp í
Ameríku og gerir góðan kalkún.
Í minningunni fannst mér ham
borgarhryggur það dásamlegasta
sem ég gat fengið en mig langar ekki
í hann í dag. Einu sinni æxluðust
hlutirnir þannig að ég var einn ein
jólin. Þá borðaði ég uppáhaldsmat
inn minn, flatköku með roastbeef og
rækjusalati.
Önnur eftirminnileg jól eru
þau þegar ég var búinn að selja
Tommahamborgara og fór með
Sveinbirni til Los Angeles. Við vor
um svolítið eins og sveitamenn á
Santa Monica og fórum og fengum
okkur nautasteik á aðfangadags
kvöld. Þá var ég búinn að fá auga
stað á Hard Rock Café en ekki búinn
að hitta eigandann. Ég hafði sagst
ætla að opna staðinn á Íslandi en
þetta var bara draumur. Þessi jól tók
Sveinbjörn upp lítinn pakka sem
hann gaf mér. Hann hafði þá far
ið upp á sitt einsdæmi og mútað
einni þjónustustúlkunni á Hard
Rock í Los Angeles og keypt af henni
barmmerki með lógói Hard Rock.
Þetta gaf hann mér og er eftirminni
legasta jólagjöfin. Þetta var ákveðið
„statement“. Ég skrifaði svo undir
samninginn og eftirleikinn þekkja
allir.“ n
Retor Fræðsla
Íslenskukennsla fyrir innflytjendur
Vorönn 2017
hefst 9. janúar.
Skráning hafin
á retor.is eða í
síma 519 4800.
Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is
„Ég er orðinn
67 ára og
maður verður að
æfa oft og halda
sér við. Annars er
þetta bara búið.
Stiginn til hliðar Tommi
hefur falið syni sínum að sinna
daglegum rekstri Hamborgara-
búllu Tómasar. Hann verður þó
áfram viðloðandi reksturinn en
útilokar ekki að hann fari að bera
út Moggann eða dembi sér út í
stjórnmál. Mynd SigtRygguR ARi
Í góðu formi Tommi æfir fjórum sinnum í viku en var að eigin sögn eins og „illa vafin
rúllupylsa“ þegar hann fór að stunda líkamsrækt í Los Angeles árið 1983.