Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 4

Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 4
FRAMÚRSKARANDI HÖNNUN Á STELLI SÆTISPÓSTUR HANNAÐUR TIL AÐ DRAGA ÚR TITRINGISTÍFT Á LYKILSTÖÐUM OG MJÚKT Á LYKILSTÖÐUM HÆGT AÐ KOMA 28 MM DEKKJUM GEFUR MÖGULEIKA Á UPPRÉTTARI STÖÐU WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 SYNAPSE MÖGULEGA BESTI RACERINN FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR LögregLumáL Ísland þarf að stór- bæta sig í fræðslu til dómara og fag- aðila um mansal og einkenni þess. Þetta er mat Snorra Birgissonar sem fer fyrir mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir það ekki lögreglunni að kenna að Ísland var fært niður um flokk í mansalsrannsókn utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna. Í rökstuðningi rannsóknar ráðu- neytisins segir að helsta ástæða þess að Ísland færist niður um flokk sé að í sex ár samfleytt hefur enginn verið dæmdur fyrir mansal hér á landi. „Við erum að kljást við það sama og önnur ríki, að það er þung sönn- unarfærsla í þessum málum. Það er líka áhersla á að lögregla byggi ekki mál bara á framburði þolenda heldur líka á öflun annarra sönn- unargagna,“ segir Snorri. Mansalsteymi lögreglunnar var stofnað í byrjun árs 2016. Árin á undan var Ísland þó í efsta flokki í mælingum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. „Fókusinn hjá lögreglu var ekki á þessum málum áður þannig að þetta er enginn áfellisdómur yfir okkur. Mér finnst svolítið sérstakt að vera færð niður um höfn því það er frekar árin 2012 til 2014 þar sem lítið sem ekkert var gert í þessu. Ekki fyrr en við rifum okkur af stað með fræðslu, fólk fór að bera kennsl á mansal og stofnanir fóru að tala saman. Þá allt í einu erum við færð niður.“ Snorri vill meina að áfellisdómur skýrslunnar miði frekar að úrræð- um stjórnvalda. „Það þarf að bæta úrræði fyrir þolendur strax. Þeir koma hingað á þeirri forsendu að vera að vinna. Síðan þegar lögregla stígur inn í eru þeir ekki með atvinnuleyfi. Við þurfum að sjá að þolendur mansals geti fengið atvinnuleyfi á grundvelli mansals. Það hefur tíðkast í öðrum löndum.“ Snorri hefur fjölda mála til rann- sóknar sem tengjast mögulegu mansali. Eitt þeirra tengist gruni um mansal í happdrættissölu hjá Félagi heyrnarlausra. Fréttablaðið hefur ítarlega fjallað um það mál, sem kom upp í maí á síðasta ári en málið er enn til rannsóknar hjá embættinu. – snæ Mansalsskýrsla áfellisdómur yfir stjórnvöldum en ekki lögreglu Það þarf að bæta úrræði fyrir þol- endur strax. Þeir koma hingað á þeirri forsendu að vera að vinna. Síðan þegar lögregla stígur inni eru þeir ekki með atvinnuleyfi Snorri Birgisson yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar menntamáL Egill Jóhannsson, for- stjóri Brimborgar, brautskráðist með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands um síðustu helgi og hlaut ágætisein- kunnina 9,26. Um er að ræða hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið í MBA-náminu til þessa. Fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands að á lokakvöldi MBA-náms- ins hafi Egill hlotið viðurkenningu fyrir það að vera sá nemandi sem hópurinn lærði mest af í náminu. Samtals útskrifuðust 39 manns úr náminu um síðustu helgi. Egill sagðist upplifa að hann nýtti eitthvað úr náminu á hverjum degi. Nám hefði ákveðinn líftíma og nauð- synlegt væri að viðhalda því. – sg Með hæstu einkunn í MBA SamféLag Þær níu konur sem hafa sakað Stígamót um einelti og ofbeldi funduðu í gær vegna máls- ins. Fundinum lauk á níunda tím- anum í gærkvöldi en í samtali við Fréttablaðið vildu konurnar ekki tjá sig um niðurstöðuna. Það var því ekki hægt að fá upplýsingar um niðurstöðu fundarins. Konurnar sendu frá sér yfirlýs- ingu í kjölfar pistils Helgu Bjargar- dóttur um einelti og ofbeldi í starfi hjá Stígamótum og tóku undir ásak- anir hennar. Stjórn Stígamóta hefur tekið yfirlýsingunni alvarlega. – bb Stígamótakonur stíga ekki fram Egill hlaut ágætiseinkunnina 9,26. Mynd/Kristinn ingvarsson umhverfiSmáL „Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélags- ins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarða- byggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóbolta- áhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Nes- kaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tíma- punkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rann- sóknum sem Náttúrustofa Vestur- lands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skóg- ræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhuga- samir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svo- lítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringar- snauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum ein- faldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúp- ína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“ gar@frettabladid.is Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða með hjálp íbúa anna Berg samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, skoðaði lúpínu- breiður í friðlandinu á Hólmanesi í gær. Mynd/Lára Björnsdóttir Ofan við snjóflóða- varnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman. Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfis- stjóri Fjarðabyggðar Virkja á íbúa Fjarða- byggðar í átaki gegn lúpínu sem umhverfis- stjóri sveitarfélagsins segir ekki eiga heima í vistkerfinu. Sú kenning að lúpínan græði upp næringarsnauð svæði og hopi síðan sé mis- skilningur. 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 f i m m t u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -7 9 7 C 1 D 3 9 -7 8 4 0 1 D 3 9 -7 7 0 4 1 D 3 9 -7 5 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.