Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 8

Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 8
90g - 459 kr. pk. 120g - 579 kr. pk. 175g - 859 kr. pk. NÝ AÐFERÐ Betri hamborgari! alltaf 2 stk. í pakka hamborgara- búðin þín! 100% UNGNAUTA HA KK EI NS O G H EIMAGERÐUR 100 % Aðalfundur Félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna. Aðalfundur FS verður haldinn á morgun, föstudag 30. júní kl. 14.00 í Gallerí, sal í kjallara Grand Hólels. Venjuleg aðalfundarstörf. Léttar veitingar Félagar fjölmennið Stjórnin 100 börn slasast árlega á Íslandi við fall úr innkaupakerrum. Það er oft verið að setja krakka í aðstæður sem foreldrar gera sér í raun og veru ekki grein fyrir að séu hættulegar. Árni Þór Eiríksson, meistaranemi í sálfræði samfélag Með spjaldi með texta og mynd í innkaupakerrum má draga úr slysum sem verða þegar börn detta úr innkaupakerrum. Þetta er niðurstaða nýrrar meistararitgerðar í sálfræði sem Árni Þór Eiríksson skrifaði. Niðurstöðurnar hafa nú þegar leitt til þess að breytingar hafa verið gerðar í nokkrum verslunum. „Það eru nú þegar komnar merkingar í tveimur verslunum og verið er að vinna að langtímamerkingu í þriðju versluninni,“ segir Árni. „Við erum í viðræðum við fullt af verslunum.“ Árlega slasast um 100 börn á Íslandi við að detta úr innkaupakerr- um. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort hægt væri að hafa áhrif á þá hegðun að foreldrar settu börn sín ofan í innkaupakerrur með því að koma fyrir spjaldi með mynd í innkaupakerrum fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu. Meiðslin sem börn geta hlotið af falli úr innkaupa- kerru eru sambærileg meiðslum sem fullvaxinn karlmaður getur orðið fyrir við fall af bílskúrsþaki. „Það er oft verið að setja krakka í aðstæður sem foreldrar gera sér í raun og veru ekki grein fyrir að séu hættulegar. Það er helsti vandinn. Það er hættan þegar þessi slys verða hversu slæm þau geta orðið. Það eru dæmi um virkilega alvarleg slys þar sem börn duttu úr innkaupakerrum,“ segir Árni. „Með þessu inngripi (spjaldi) er verið að nota aðferðir sem hafa verið notað víðs vegar í heiminum en aldr- ei í þessum tilgangi, að minnka líkur á ákveðinni hegðun í svona stórum stíl,“ segir hann. Niðurstöður rannsókna sýna að spjald með texta og mynd virkar betur en spjald með mynd eða táknmynd. Árni segir þó þörf á frekari rann- sóknum. „Eins og staðan er í dag er ekki til nóg af rannsóknum til að við getum alhæft um niðurstöðurnar. Það er í vinnslu sem og viðræður við fleiri verslanir til að taka þátt.“ – sg Innkaupakerrur fá spjöld vegna slysa lögreglumál Um sjöleytið í gær- kvöldi kallaði ungur maður eftir aðstoð lögreglu vegna þess að hann fann sprengju í strætóskýli við Hlíðar- veg í Kópavogi. „Ég fattaði ekki alveg fyrst hvað þetta var, ég tók þetta upp og hélt á þessu, þetta var mjög þungt svo sá ég þráðinn og þá lagði ég þetta frá mér aftur,“ segir Hermann Örn Sigurðar- son sem búsettur er í götunni. „Ég ákvað að hringja í lögregluna og láta þá vita af þessu. Ég beið hjá strætó- skýlinu þangað til lögreglan kom sem var um rétt rúmlega sjöleytið og spurðu þeir mig út í þetta. Svo fór ég inn og þeir biðu hérna fyrir utan í um tuttugu mínútur, síðan kom sérsveitin og kíkti eitthvað á þetta. En hún fór svo aftur og þá kom sprengjusveitin ásamt sérsveitinni og þeir lokuðu götunni,“ segir Hermann. Götunni var því tíma- bundið lokað á meðan sprengjan var tekin. Hermann segir lögregluna ekki hafa upplýst sig frekar um málið í framhaldinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni er talið að um rörasprengju hafi verið að ræða. – sg Sprengja fannst í strætóskýli Lögreglan mætti á vettvang um sjöleytið í gærkvöldi eftir að Hermann hafði samband við hana. Mynd/HerMann Örn SigurðarSon Sprengjan, sem lögreglan telur vera rörasprengju, var að sögn Hermanns þung. Mynd/HerMann Örn SigurðarSon Rörasprengja fannst í strætóskýlí í Kópavogi í gærkvöldi. Sprengjusveit kom á svæðið og lokaði götunni til að fjarlægja sprengjuna af vettvangi. Engan sakaði. Hermann Örn Sigurðarson NOregur Flugmönnum hjá Nor- wegian býðst nú tvöföld greiðsla fyrir yfirvinnu. Flugstjórar geta til dæmis þénað allt að 295 þúsund íslenskum krónum, vinni þeir á frí- degi sínum. Samkvæmt frétt Dagens Næringsliv eru það fjórfalt hærri laun en venjuleg daglaun. Meiri skortur hefur verið á flugmönnum í sumar en búist var við og hefur þurft að aflýsa flugi að undanförnu. Haft er eftir formanni stéttarfélags flug- manna, að sumir segi kannski já við vakt þótt þeir séu þreyttir. Í þessu starfi eigi menn að vera í toppformi allan tímann. - ibs 295 þúsund á dag fyrir aukavakt sVÍÞJÓÐ Þýskur djákni, Arne Bölt, var í undirrétti í Malmö dæmdur til að greiða 50 dagsektir fyrir að aka sýrlenskri konu og tveimur ungum börnum hennar frá Þýskalandi til Svíþjóðar til að hún gæti sameinast fjölskyldu sinni þar, eiginmanni og tveimur öðrum börnum þeirra hjóna. Bölt var ljóst að samkvæmt lögum ætti að úrskurða um örlög fjölskyldunnar í Þýskalandi sam- kvæmt Dyflinngarreglugerðinni. Hann krafðist hins vegar sýknu þar sem um mannúðarástæður hefði verið að ræða. Hann hefði ekki átt annars úrkosti vegna andlegs ástands konunnar. Hún hefði ekki getað beðið lengur. – ibs Djákni sektaður fyrir að sameina flóttafjölskyldu 2 9 . J ú N Í 2 0 1 7 f I m m T u D a g u r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a Ð I Ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -A 0 F C 1 D 3 9 -9 F C 0 1 D 3 9 -9 E 8 4 1 D 3 9 -9 D 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.